Forsætisráðherra ítrekaði gagnrýni sína á Landsbankann úr ræðustól Alþingis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. september 2015 16:39 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, út í afstöðu hans til þess að ríkið selji hlut sinn í Landsbankanum á næsta ári. Slíkt er lagt til í fjárlagafrumvarpi næsta árs en Katrín setti fyrirspurnina í samhengi við samþykkt flokksþings Framsóknarflokksins frá því í vor um að Landsbankinn skyldi ekki seldur heldur ætti hann að starfa sem samfélagsbanki. „Þess vegna kom það mér á óvart að í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir því að hlutur í Landsbankanum yrði seldur og þar sér ekki stað þessar samþykktar Framsóknarflokksins,“ sagði Katrín. Hún spurði því hvort að Framsóknarflokkurinn væri því einhuga á bakvið þau áform um að selja hlut í Landsbankanum. Sigmundur Davíð sagði að heimild til að selja hlut í Landsbankanum hefðu verið á fjárlögum samfellt undanfarin 5-6 ár. Því væri ekki verið að setja fram neitt nýtt í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Spurningin væri hins vegar hvenær væri rétt að nýta þessa heimild en forsætisráðherra sagði ekki sína skoðun á því. Hann ítrekaði hins vegar gagnrýni sína á Landsbankann: „Ég hef gagnrýnt það að mér hefur ekki þótt Landsbankinn sinna hlutverki sínu sem banki í eigu almennings. Get ég þar nefnt hluti eins og áform um byggingu nýrra höfuðstöðva og það að bankinn ætti að vera meira leiðandi í að bæta þjónustu fyrir viðskiptavini, til dæmis með betri kjörum.“ Þá viðraði Sigmundur Davíð jafnframt þá skoðun sína að bankinn ætti að vera bakhjarl fyrir sparisjóðina í landinu. Tengdar fréttir Hluti Landsbankans einkavæddur á næsta ári Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að hafin verði vinna við skráningu Landsbankans á markað í vetur og að hlutur í bankanum verði einkavæddur á næsta ári. 2. september 2015 12:00 Telur það ekki samrýmast þjóðarhagsmunum að selja erlendum aðilum bankana "Á einum áratug gæti erlendur kaupandi sogað hundruð milljarða í gjaldeyri út úr hagkerfinu.“ 9. júní 2015 22:18 Sveinn Andri segir hugmyndir Frosta um Landsbankann galnar Sveinn Andri Sveinsson lögmaður segir hugmyndir Frosta Sigurjónssonar þingmanns framsóknarflokksins um að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka galnar og merki um pólitíska geðveiki og fortíðarþráhyggju. 13. apríl 2015 11:49 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, út í afstöðu hans til þess að ríkið selji hlut sinn í Landsbankanum á næsta ári. Slíkt er lagt til í fjárlagafrumvarpi næsta árs en Katrín setti fyrirspurnina í samhengi við samþykkt flokksþings Framsóknarflokksins frá því í vor um að Landsbankinn skyldi ekki seldur heldur ætti hann að starfa sem samfélagsbanki. „Þess vegna kom það mér á óvart að í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir því að hlutur í Landsbankanum yrði seldur og þar sér ekki stað þessar samþykktar Framsóknarflokksins,“ sagði Katrín. Hún spurði því hvort að Framsóknarflokkurinn væri því einhuga á bakvið þau áform um að selja hlut í Landsbankanum. Sigmundur Davíð sagði að heimild til að selja hlut í Landsbankanum hefðu verið á fjárlögum samfellt undanfarin 5-6 ár. Því væri ekki verið að setja fram neitt nýtt í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Spurningin væri hins vegar hvenær væri rétt að nýta þessa heimild en forsætisráðherra sagði ekki sína skoðun á því. Hann ítrekaði hins vegar gagnrýni sína á Landsbankann: „Ég hef gagnrýnt það að mér hefur ekki þótt Landsbankinn sinna hlutverki sínu sem banki í eigu almennings. Get ég þar nefnt hluti eins og áform um byggingu nýrra höfuðstöðva og það að bankinn ætti að vera meira leiðandi í að bæta þjónustu fyrir viðskiptavini, til dæmis með betri kjörum.“ Þá viðraði Sigmundur Davíð jafnframt þá skoðun sína að bankinn ætti að vera bakhjarl fyrir sparisjóðina í landinu.
Tengdar fréttir Hluti Landsbankans einkavæddur á næsta ári Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að hafin verði vinna við skráningu Landsbankans á markað í vetur og að hlutur í bankanum verði einkavæddur á næsta ári. 2. september 2015 12:00 Telur það ekki samrýmast þjóðarhagsmunum að selja erlendum aðilum bankana "Á einum áratug gæti erlendur kaupandi sogað hundruð milljarða í gjaldeyri út úr hagkerfinu.“ 9. júní 2015 22:18 Sveinn Andri segir hugmyndir Frosta um Landsbankann galnar Sveinn Andri Sveinsson lögmaður segir hugmyndir Frosta Sigurjónssonar þingmanns framsóknarflokksins um að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka galnar og merki um pólitíska geðveiki og fortíðarþráhyggju. 13. apríl 2015 11:49 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Hluti Landsbankans einkavæddur á næsta ári Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að hafin verði vinna við skráningu Landsbankans á markað í vetur og að hlutur í bankanum verði einkavæddur á næsta ári. 2. september 2015 12:00
Telur það ekki samrýmast þjóðarhagsmunum að selja erlendum aðilum bankana "Á einum áratug gæti erlendur kaupandi sogað hundruð milljarða í gjaldeyri út úr hagkerfinu.“ 9. júní 2015 22:18
Sveinn Andri segir hugmyndir Frosta um Landsbankann galnar Sveinn Andri Sveinsson lögmaður segir hugmyndir Frosta Sigurjónssonar þingmanns framsóknarflokksins um að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka galnar og merki um pólitíska geðveiki og fortíðarþráhyggju. 13. apríl 2015 11:49