Viðskipti innlent

Kröfuhafar allra banka búnir að samþykkja nauðasamninga

Sæunn Gísladóttir skrifar
Kröfuhafar Kaupþings hafa samþykkt frumvarp að nauðasamningi slitabúsins.
Kröfuhafar Kaupþings hafa samþykkt frumvarp að nauðasamningi slitabúsins. Vísir/GVA

Kröfuhafar Kaupþings hafa samþykkt frumvarp að nauðasamningi slitabúsins. Á kröfuhafafundi í dag samþykktu 100 prósent viðstaddra kröfuhafa frumvarpið, en mætt var fyrir sem nemur 94 prósent krafna. Viðskiptablaðið greinir frá þessu.

Slitastjórn Kaupþing mun nú leita til hérðaðsdóms til staðfestingar á nauðasamningnum. Kröfuhafar geta fengið greitt þegar staðfesting liggur fyrir. Dómstólar hafa síðan til mars á næsta ári til að samþykkja frumvarpið, annars þurfa slitabúin að greiða 39% stöðugleikaskatt í ríkissjóð. 

Með þessu hafa kröfuhafar öllu gömlu bankanna samþykkt nauðasamninga.


Tengdar fréttir

Kröfuhafar LBI samþykkja nauðasamning

Kröfuhafar LBI (gamla Landsbankans) samþykktu frumvarp að nauðasamningi með um það bil 99,7prósentum atkvæða á kröfuhafafundi á Hótel Hilton Nordica í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×