30 lið hafa öll spilað 82 leiki á sex mánuðum en núna er komið að alvörunni þar sem sextán lið, átta úr Vesturdeildinni og átta úr Austurdeildinni, berjast um NBA-meistaratitilinn.
Úrslitakeppnin hefst með fjórum leikjum á laugardaginn en fyrsti leikurinn er á milli Toronto Raptors og Washington Wizards klukkan 16.30 að íslenskum tíma. Sama dag mætast einnig Golden State Warriors - New Orleans Pelicans (klukkan 19.30), Chicago Bulls - Milwaukee Bucks (klukkan 23.00) og Houston Rockets - Dallas Mavericks (klukkan 1.30).
Á sunnudaginn hefjast síðan hin fjögur einvígin en fyrsti leikur dagsins er á milli Cleveland Cavaliers og Boston Celtics klukkan 19.00. Sama dag mætast einnig Atlanta Hawks - Brooklyn Nets (klukkan 21.30), Portland Trail Blazers - Memphis Grizzlies (klukkan 24.00), og Los Angeles Clippers - San Antonio Spurs (klukkan 2.30).
Austurdeildin:
Fyrsta umferð - 8 liða úrslit
(1) Atlanta Hawks á móti (8) Brooklyn Nets
(2) Cleveland Cavaliers á móti (7) Boston Celtics
(3) Chicago Bulls á móti (6) Milwaukee Bucks
(4) Toronto Raptors á móti (5) Washington Wizards
Vesturdeildin:
Fyrsta umferð - 8 liða úrslit
(1) Golden State Warriors á móti (8) New Orleans Pelicans
(2) Houston Rockets á móti (7) Dallas Mavericks
(3) Los Angeles Clippers á móti (6) San Antonio Spurs
(4) Portland Trail Blazers á móti (5) Memphis Grizzlies
Allir leikirnir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eru aðgengilegir hér.