Síminn og Skjárinn sameinast Stefán Árni Pálsson skrifar 16. apríl 2015 09:28 Starfsemi Skjásins flyst mestu í húsnæði Símans í Ármúla 25 á næstu vikum. vísir/vilhelm Ákveðið hefur verið að sameina Símann og Skjáinn en þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum. Öll starfsemi Skjásins á sviði miðlunar og afþreyingar færist til Símans og verður rekin af Símanum. Sú þjónusta sem um ræðir eru Skjáreinn, Skjárbíó, Skjárkrakkar, Skjárheimur, Skjársport og Útvarpsstöðin K100,5. Eftir sameininguna býður Síminn fjórþætta þjónustu; talsíma, farsíma, netþjónustu og sjónvarpsefni. Í tilkynningunni segir að slíkt þjónustuframboð sé í samræmi við þróunina erlendis þar sem afþreying og sjónvarpsefni tengjast fjarskiptaþjónustu sífellt sterkari böndum.Aflétta hluta af kvöðum Samkeppniseftirlitsins Sameiningin kemur í kjölfar sáttar við Samkeppniseftirlitið um að aflétta hluta af þeim kvöðum sem lagðar voru á Símann og Skjáinn á árinu 2005. Starfsemi Skjásins flyst mestu í húsnæði Símans í Ármúla 25 á næstu vikum. Starfsfólk Skjásins verður starfsfólk Símans eftir sameiningu. Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Skjásins mun vinna að sameiningunni með stjórnendum og starfsfólki Símans og Skjásins en lætur svo af störfum, þar sem ekki verður sérstök yfirstjórn yfir sjónvarpsstarfsemi Símans. Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir markmiðið með sameiningunni að bæta þjónustu við viðskiptavini og jafnframt að ná fram hagræðingu í rekstrinum. „Þetta eru mjög spennandi breytingar fyrir viðskiptavini Símans þar sem afþreying og sjónvarpsefni verða nú í auknum mæli hluti af þjónustuframboði Símans,“ segir Orri. Hann segir að breytt skipulag geri viðskiptavinum kleift að nálgast alla þjónustu á einum stað.Töluverð rekstrarhagræðing „Sameiningin kemur í kjölfar mikilla breytinga á fjölmiðla- og fjarskiptamarkaði á undanförnum árum. Við höfum viljað breyta þeim kvöðum sem voru settar á sínum tíma og endurspegluðu stöðu sem er ekki til staðar lengur á markaðnum. Það er ljóst að þessu skrefi mun fylgja töluverð rekstrarhagræðing þar sem við rekum í einhverjum tilvikum svipaðar einingar á tveimur stöðum. Í kjölfar sameiningar mun ekki verða sérstök yfirstjórn yfir þeim þjónustuþáttum sem færast til Símans. Ég vil þakka Friðrik kærlega fyrir vel unnin störf á undanförnum árum og óska honum velfarnaðar.“ „Það er skynsamlegt skref að sameina Símann og Skjáinn í kjölfar nýrrar sáttar við Samkeppnieftirlitið,“ segir Friðrik Friðriksson fráfarandi framkvæmdastjóri Skjásins. „Fram að þessu var sameining ekki möguleg og okkur er flestum ljóst að núverandi fyrirkomulag aftraði framþróun beggja fyrirtækja Símans og Skjásins við að bæta þjónustuframboð sitt. Skjárinn hefur aldrei staðið betur en einmitt nú og ég er stoltur af þeim árangri sem náðst hefur með félagið á undanförnum árum og er viss um að þessi eðlilega breyting sé til farsældar bæði fyrir viðskiptavini Skjásins og starfsfólk félagsins.“ Með sáttinni er ákveðið að rekstur innlendrar línulegrar sjónvarpsdagskrár skuli vera efnahagslega og bókhaldslega aðskilin frá öðrum rekstri Símans. Eftirlitsnefnd um jafnan aðgang fjarskiptafyrirtækja, EJAF, er ætlað að hafa eftirlit með framkvæmd sáttarinnar. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu kemur fram að það: „hafi haft til rannsóknar að ósk Símans hf. og Skjásins ehf. um niðurfellingu á ákvörðun samkeppnisráðs nr. 10/2005, Samruni Landssíma Íslands hf. og Íslenska sjónvarpsfélagsins hf.Í kjölfar viðræðna við aðila hefur Samkeppniseftirlitið fallist á að breyta gildandi skilyrðum þannig að fellt er niður bann við sameiningu félaganna. Síminn og Skjárinn hafa í þessu samhengi fallist á að hlíta tilteknum bindandi skilyrðum í starfsemi sinni. Skilyrðin eru sett í því skyni að draga úr hættunni á mögulegum samkeppnishamlandi áhrifum, verði af sameiningunni.Samkvæmt framangreindu hafa Síminn og Skjárinn fallist á að sæta eftirfarandi helstu skilyrðum í starfsemi sinni:- Verði Skjárinn rekinn sem sérstök eining innan Símans skal einingin vera með sjálfstæðan efnahags- og rekstrarreikning. Reikningshald vegna Skjásins skal vera sjálfstætt og reikningsskil í samræmi við meginreglur laga um ársreikninga.- Með Skjánum er í sáttinni átt við rekstur innlendrar línulegrar sjónvarpsrásar. Í dag eru þetta sjónvarpsstöðvarnar Skjáreinn og Skjársport.- Símanum er óheimilt að gera það að skilyrði fyrir kaupum á fjarskiptaþjónustu sem fyrirtækið veitir að þjónusta Skjásins fylgi með í kaupunum.- Símanum er óheimilt að tvinna saman í sölu fjarskiptaþjónustu fyrirtækisins og þjónustu Skjásins gegn verði eða viðskiptakjörum sem jafna má til slíks skilyrðis. Er þetta áháð því hvort Skjárinn er sérstakt rekstrarfélag eða sérstök eining innan Símans.- Þjónustuþættir Skjásins skulu nægjanlega aðgreindir í rekstri frá annarri þjónustu Símans, þ.m.t. í kostnaðarútreikningum, kynningu, sölu, verði og skilmálum.- Eftirlitsnefnd um jafnan aðgang fjarskiptafyrirtækja að kerfum, tæknilausnum og þjónustu heildsölu Mílu og Símans, sbr. ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 6/2013, með síðari breytingum, hefur eftirlit með að skilyrðum sáttarinnar sé fylgt. Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira
Ákveðið hefur verið að sameina Símann og Skjáinn en þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum. Öll starfsemi Skjásins á sviði miðlunar og afþreyingar færist til Símans og verður rekin af Símanum. Sú þjónusta sem um ræðir eru Skjáreinn, Skjárbíó, Skjárkrakkar, Skjárheimur, Skjársport og Útvarpsstöðin K100,5. Eftir sameininguna býður Síminn fjórþætta þjónustu; talsíma, farsíma, netþjónustu og sjónvarpsefni. Í tilkynningunni segir að slíkt þjónustuframboð sé í samræmi við þróunina erlendis þar sem afþreying og sjónvarpsefni tengjast fjarskiptaþjónustu sífellt sterkari böndum.Aflétta hluta af kvöðum Samkeppniseftirlitsins Sameiningin kemur í kjölfar sáttar við Samkeppniseftirlitið um að aflétta hluta af þeim kvöðum sem lagðar voru á Símann og Skjáinn á árinu 2005. Starfsemi Skjásins flyst mestu í húsnæði Símans í Ármúla 25 á næstu vikum. Starfsfólk Skjásins verður starfsfólk Símans eftir sameiningu. Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Skjásins mun vinna að sameiningunni með stjórnendum og starfsfólki Símans og Skjásins en lætur svo af störfum, þar sem ekki verður sérstök yfirstjórn yfir sjónvarpsstarfsemi Símans. Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir markmiðið með sameiningunni að bæta þjónustu við viðskiptavini og jafnframt að ná fram hagræðingu í rekstrinum. „Þetta eru mjög spennandi breytingar fyrir viðskiptavini Símans þar sem afþreying og sjónvarpsefni verða nú í auknum mæli hluti af þjónustuframboði Símans,“ segir Orri. Hann segir að breytt skipulag geri viðskiptavinum kleift að nálgast alla þjónustu á einum stað.Töluverð rekstrarhagræðing „Sameiningin kemur í kjölfar mikilla breytinga á fjölmiðla- og fjarskiptamarkaði á undanförnum árum. Við höfum viljað breyta þeim kvöðum sem voru settar á sínum tíma og endurspegluðu stöðu sem er ekki til staðar lengur á markaðnum. Það er ljóst að þessu skrefi mun fylgja töluverð rekstrarhagræðing þar sem við rekum í einhverjum tilvikum svipaðar einingar á tveimur stöðum. Í kjölfar sameiningar mun ekki verða sérstök yfirstjórn yfir þeim þjónustuþáttum sem færast til Símans. Ég vil þakka Friðrik kærlega fyrir vel unnin störf á undanförnum árum og óska honum velfarnaðar.“ „Það er skynsamlegt skref að sameina Símann og Skjáinn í kjölfar nýrrar sáttar við Samkeppnieftirlitið,“ segir Friðrik Friðriksson fráfarandi framkvæmdastjóri Skjásins. „Fram að þessu var sameining ekki möguleg og okkur er flestum ljóst að núverandi fyrirkomulag aftraði framþróun beggja fyrirtækja Símans og Skjásins við að bæta þjónustuframboð sitt. Skjárinn hefur aldrei staðið betur en einmitt nú og ég er stoltur af þeim árangri sem náðst hefur með félagið á undanförnum árum og er viss um að þessi eðlilega breyting sé til farsældar bæði fyrir viðskiptavini Skjásins og starfsfólk félagsins.“ Með sáttinni er ákveðið að rekstur innlendrar línulegrar sjónvarpsdagskrár skuli vera efnahagslega og bókhaldslega aðskilin frá öðrum rekstri Símans. Eftirlitsnefnd um jafnan aðgang fjarskiptafyrirtækja, EJAF, er ætlað að hafa eftirlit með framkvæmd sáttarinnar. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu kemur fram að það: „hafi haft til rannsóknar að ósk Símans hf. og Skjásins ehf. um niðurfellingu á ákvörðun samkeppnisráðs nr. 10/2005, Samruni Landssíma Íslands hf. og Íslenska sjónvarpsfélagsins hf.Í kjölfar viðræðna við aðila hefur Samkeppniseftirlitið fallist á að breyta gildandi skilyrðum þannig að fellt er niður bann við sameiningu félaganna. Síminn og Skjárinn hafa í þessu samhengi fallist á að hlíta tilteknum bindandi skilyrðum í starfsemi sinni. Skilyrðin eru sett í því skyni að draga úr hættunni á mögulegum samkeppnishamlandi áhrifum, verði af sameiningunni.Samkvæmt framangreindu hafa Síminn og Skjárinn fallist á að sæta eftirfarandi helstu skilyrðum í starfsemi sinni:- Verði Skjárinn rekinn sem sérstök eining innan Símans skal einingin vera með sjálfstæðan efnahags- og rekstrarreikning. Reikningshald vegna Skjásins skal vera sjálfstætt og reikningsskil í samræmi við meginreglur laga um ársreikninga.- Með Skjánum er í sáttinni átt við rekstur innlendrar línulegrar sjónvarpsrásar. Í dag eru þetta sjónvarpsstöðvarnar Skjáreinn og Skjársport.- Símanum er óheimilt að gera það að skilyrði fyrir kaupum á fjarskiptaþjónustu sem fyrirtækið veitir að þjónusta Skjásins fylgi með í kaupunum.- Símanum er óheimilt að tvinna saman í sölu fjarskiptaþjónustu fyrirtækisins og þjónustu Skjásins gegn verði eða viðskiptakjörum sem jafna má til slíks skilyrðis. Er þetta áháð því hvort Skjárinn er sérstakt rekstrarfélag eða sérstök eining innan Símans.- Þjónustuþættir Skjásins skulu nægjanlega aðgreindir í rekstri frá annarri þjónustu Símans, þ.m.t. í kostnaðarútreikningum, kynningu, sölu, verði og skilmálum.- Eftirlitsnefnd um jafnan aðgang fjarskiptafyrirtækja að kerfum, tæknilausnum og þjónustu heildsölu Mílu og Símans, sbr. ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 6/2013, með síðari breytingum, hefur eftirlit með að skilyrðum sáttarinnar sé fylgt.
Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira