„Þú þvingar ekkert svar upp úr mér“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. apríl 2015 14:15 Kristján Loftsson stjórnarformaður HB Granda. Kristján Loftsson gefur ekkert fyrir gagnrýni Vilhjálms Birgissonar á hækkun stjórnarlauna í HB Granda og segist ekki vilja svara því hvort hækka eigi lágmarkslaun til að ná sátt á vinnumarkaði. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness sagði í gær að það hefði orðið ákveðið siðrof með þeirri ákvörðun aðalfundar HB Granda að ákveða 33 prósenta hækkun launa til stjórnarmanna á sama tíma og fyrirtækið og aðrir atvinnurekendur hefðu boðið almennu launafólki 3,5 til 4 prósenta launahækkanir. Laun stjórnarmanna hækkuðu í 200 þúsund krónur á mánuði og þá fær stjórnarformaðurinn tvöfaldan hlut, eða 400 þúsund. Vilhjálmur sagði óboðlegt að HB Grandi, sem greiðir hluthöfum sínum 2,7 milljarða króna arð vegna rekstrar síðasta árs, væri ekki tilbúið að umbuna almennu starfsfólki sínu betur. Kristján Loftsson stjórnarformaður HB Granda gefur lítið fyrir þessa gagnrýni Vilhjálms. „Við þurfum að tilkynna þessa aðalfundi löngu áður og þessi stjórnarlaun í HB Granda eru nú ekki neitt óhóf. Ef þú myndir bera þetta saman við önnur félög í Kauphöllinni þá erum við þar í neðstu sætunum,“ segir Kristján. Hann segir að til þess að fá einhverja til að vera í stjórn þá þurfi að greiða einhver laun.Finnst þér að atvinnurekendur ættu að sammælast um það að hækka lágmarkslaun eins og til dæmis laun fiskverkunarfólks hjá HB Granda þannig að þau nái upp í framfærsluviðmið? „Ég ætla ekkert að tjá mig um þetta. Þetta er allt í gangi. Í gegnum árin hefur alltaf verið samið um eitthvað fyrir rest. Einhver lausn verður á þessu.“HB Grandi greiddi hluthöfum sínum 2,7 milljarða króna arð á síðasta aðalfundi. Er ekki fyrirtækið með fjárhagslega burði til að hækka vel lægstu launin? „Eflaust.“Mun það þá ekki gera það? „Það er hægt að ræða þetta í ýmsu ljósi. Ég veit ekkert um það. Við skulum bara sjá hvað kemur út úr þessu. Þú þvingar ekkert svar upp úr mér.“Finnst þér að atvinnurekendur ættu, til þess að skapa sátt á vinnumarkaði, að ná samstöðu um hækkun lágmarkslauna og láta stjórnendur sitja hjá við slíkar hækkanir? „Þegar þessir samningar eru í gangi þá finnst alltaf á þessu einhver lausn og ég ætla ekki að koma með neitt útspil í því. Það eru aðrir í forsvari fyrir það. Maður getur kannski lætt að þeim einhverjum hugmyndum en ég ætla ekkert að tjá mig um það í einhverju viðtali við þig á Bylgjunni. Það eru alveg hreinar línur,“ segir Kristján Loftsson. Tengdar fréttir Laun stjórnarmanna hækkuð um 33 prósent: „Það gilda bara allt önnur lögmál um þetta fólk“ Laun stjórnarmanna HB Granda voru hækkuð um 33,3 prósent á síðasta aðalfundi og fara úr 150 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund. 14. apríl 2015 16:18 Greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða í arð Aðalfundur HB Granda samþykkti í gær að greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða króna í arð. 11. apríl 2015 12:59 Óttast að hluthafar HB Granda flýðu ef arðgreiðslunum yrði breytt Kristján Loftsson, stjórnarformaður HB Granda, segir ekki koma til greina að draga þriggja milljarða arðgreiðslu og þriðjungshækkun á þóknun stjórnarmanna til baka hjá útgerðarfyrirtækinu HB Granda. 15. apríl 2015 23:57 Telja ákvörðun HB Granda blauta tuska framan í starfsmenn fyrirtækisins Stjórn Eflingar hefur sent frá sér ályktun eftir að í ljós kom að HB Grandi ákvað að hækka laun stjórnarmanna um 33 prósent. 16. apríl 2015 14:13 Sýður á starfsfólki HB Granda: „Erum alltaf að setja ný met en fáum aldrei neitt“ Fiskverkafólk hjá HB Granda er verulega ósátt við 33 prósenta launahækkanir stjórnarmanna HB Granda. 15. apríl 2015 13:52 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sjá meira
Kristján Loftsson gefur ekkert fyrir gagnrýni Vilhjálms Birgissonar á hækkun stjórnarlauna í HB Granda og segist ekki vilja svara því hvort hækka eigi lágmarkslaun til að ná sátt á vinnumarkaði. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness sagði í gær að það hefði orðið ákveðið siðrof með þeirri ákvörðun aðalfundar HB Granda að ákveða 33 prósenta hækkun launa til stjórnarmanna á sama tíma og fyrirtækið og aðrir atvinnurekendur hefðu boðið almennu launafólki 3,5 til 4 prósenta launahækkanir. Laun stjórnarmanna hækkuðu í 200 þúsund krónur á mánuði og þá fær stjórnarformaðurinn tvöfaldan hlut, eða 400 þúsund. Vilhjálmur sagði óboðlegt að HB Grandi, sem greiðir hluthöfum sínum 2,7 milljarða króna arð vegna rekstrar síðasta árs, væri ekki tilbúið að umbuna almennu starfsfólki sínu betur. Kristján Loftsson stjórnarformaður HB Granda gefur lítið fyrir þessa gagnrýni Vilhjálms. „Við þurfum að tilkynna þessa aðalfundi löngu áður og þessi stjórnarlaun í HB Granda eru nú ekki neitt óhóf. Ef þú myndir bera þetta saman við önnur félög í Kauphöllinni þá erum við þar í neðstu sætunum,“ segir Kristján. Hann segir að til þess að fá einhverja til að vera í stjórn þá þurfi að greiða einhver laun.Finnst þér að atvinnurekendur ættu að sammælast um það að hækka lágmarkslaun eins og til dæmis laun fiskverkunarfólks hjá HB Granda þannig að þau nái upp í framfærsluviðmið? „Ég ætla ekkert að tjá mig um þetta. Þetta er allt í gangi. Í gegnum árin hefur alltaf verið samið um eitthvað fyrir rest. Einhver lausn verður á þessu.“HB Grandi greiddi hluthöfum sínum 2,7 milljarða króna arð á síðasta aðalfundi. Er ekki fyrirtækið með fjárhagslega burði til að hækka vel lægstu launin? „Eflaust.“Mun það þá ekki gera það? „Það er hægt að ræða þetta í ýmsu ljósi. Ég veit ekkert um það. Við skulum bara sjá hvað kemur út úr þessu. Þú þvingar ekkert svar upp úr mér.“Finnst þér að atvinnurekendur ættu, til þess að skapa sátt á vinnumarkaði, að ná samstöðu um hækkun lágmarkslauna og láta stjórnendur sitja hjá við slíkar hækkanir? „Þegar þessir samningar eru í gangi þá finnst alltaf á þessu einhver lausn og ég ætla ekki að koma með neitt útspil í því. Það eru aðrir í forsvari fyrir það. Maður getur kannski lætt að þeim einhverjum hugmyndum en ég ætla ekkert að tjá mig um það í einhverju viðtali við þig á Bylgjunni. Það eru alveg hreinar línur,“ segir Kristján Loftsson.
Tengdar fréttir Laun stjórnarmanna hækkuð um 33 prósent: „Það gilda bara allt önnur lögmál um þetta fólk“ Laun stjórnarmanna HB Granda voru hækkuð um 33,3 prósent á síðasta aðalfundi og fara úr 150 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund. 14. apríl 2015 16:18 Greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða í arð Aðalfundur HB Granda samþykkti í gær að greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða króna í arð. 11. apríl 2015 12:59 Óttast að hluthafar HB Granda flýðu ef arðgreiðslunum yrði breytt Kristján Loftsson, stjórnarformaður HB Granda, segir ekki koma til greina að draga þriggja milljarða arðgreiðslu og þriðjungshækkun á þóknun stjórnarmanna til baka hjá útgerðarfyrirtækinu HB Granda. 15. apríl 2015 23:57 Telja ákvörðun HB Granda blauta tuska framan í starfsmenn fyrirtækisins Stjórn Eflingar hefur sent frá sér ályktun eftir að í ljós kom að HB Grandi ákvað að hækka laun stjórnarmanna um 33 prósent. 16. apríl 2015 14:13 Sýður á starfsfólki HB Granda: „Erum alltaf að setja ný met en fáum aldrei neitt“ Fiskverkafólk hjá HB Granda er verulega ósátt við 33 prósenta launahækkanir stjórnarmanna HB Granda. 15. apríl 2015 13:52 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sjá meira
Laun stjórnarmanna hækkuð um 33 prósent: „Það gilda bara allt önnur lögmál um þetta fólk“ Laun stjórnarmanna HB Granda voru hækkuð um 33,3 prósent á síðasta aðalfundi og fara úr 150 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund. 14. apríl 2015 16:18
Greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða í arð Aðalfundur HB Granda samþykkti í gær að greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða króna í arð. 11. apríl 2015 12:59
Óttast að hluthafar HB Granda flýðu ef arðgreiðslunum yrði breytt Kristján Loftsson, stjórnarformaður HB Granda, segir ekki koma til greina að draga þriggja milljarða arðgreiðslu og þriðjungshækkun á þóknun stjórnarmanna til baka hjá útgerðarfyrirtækinu HB Granda. 15. apríl 2015 23:57
Telja ákvörðun HB Granda blauta tuska framan í starfsmenn fyrirtækisins Stjórn Eflingar hefur sent frá sér ályktun eftir að í ljós kom að HB Grandi ákvað að hækka laun stjórnarmanna um 33 prósent. 16. apríl 2015 14:13
Sýður á starfsfólki HB Granda: „Erum alltaf að setja ný met en fáum aldrei neitt“ Fiskverkafólk hjá HB Granda er verulega ósátt við 33 prósenta launahækkanir stjórnarmanna HB Granda. 15. apríl 2015 13:52