Meiðslapésinn Derrick Rose, leikmaður Chicago Bulls, er enn og aftur kominn á meiðslalistann og fór í raun þangað fyrir tveim vikum síðan.
Hann mun líklega missa af því sem eftir er af undirbúningstímabilinu sem og byrjun leiktíðarinnar eftir að hafa brotið bein í andlitinu.
Rose ætlaði að byrja að æfa aftur í dag en ekkert verður af því þar sem hann er ekki búinn að jafna sig. Það eru enn miklar bólgur í andlitinu eftir aðgerðina sem hann þurfti að gangast undir.
Sem fyrr vill félagið fara varlega með hann enda langtímahagsmunir félagsins í húfi.
Fyrsti leikur Bulls í deildinni fer fram þann 27. október.
Rose missir líklega af byrjun tímabilsins

Mest lesið





Barcelona rúllaði yfir Como
Fótbolti


Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena
Körfubolti



Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn
Enski boltinn