Tvöfalt fleiri ferðamenn á hvert starf Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júní 2015 10:52 Ferðamönnum hefur fjölgað um 225 prósent frá árinu 2010. Hér má sjá ferðamenn við Dynjanda á dögunum. vísir/pjetur Fjöldi ferðamanna á hvert starf í ferðaþjónustu hefur tvöfaldast á síðastliðnum fimm árum. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem kom út í dag. 11 erlendir ferðamenn komu á fyrstu 5 mánuðum ársins fyrir hvert starf í ferðaþjónustu árið 2010 en á þessu ári voru ferðamennirnir orðnir rúmlega tvöfalt fleiri eða 22,7. Er það til marks um mikla framleiðniaukningu hjá starfandi fólki í ferðaþjónustu á þessu tímabili. Á sama tíma hefur störfum í ferðaþjónustu fjölgað um 60 prósent, störfin voru 10.500 árið 2010 en eru nú um 16.700. Aukningin á fjölda erlendra ferðamanna er þó töluvert meiri eða 225 prósent á þessu tímabili. Hlutfallslega hefur fjöldi ferðamanna á hvert starf verið að aukast hraðar utan háannar og því hefur framleiðnivöxturinn verið meiri þar. Veruleg árstíðarsveifla sé þó enn í komum ferðamanna yfir árið þrátt fyrir að hún hafi verið á undanhaldi síðustu ár.mynd/HagsjáÍ Hagsjá segir að á lágönn séu ferðamenn tiltölulega fáir á hvert starf en fleiri yfir háönnina. Á síðasta ári komu fæstir ferðamenn á hvert starf í janúar og desember eða um 3,3 í hvoru tilfelli fyrir sig. Yfir háönnina komu um 7,7 ferðamenn á hvert starf í ágúst. Sé litið á tölur Hagstofunnar um meðalfjölda starfa yfir árið eftir flokkum ferðaþjónustu sést að stærsti hlutinn liggur í veitingasölu- og þjónustu en þar voru um 7.100 stöðugildi á síðasta ári. Næststærsti hlutinn liggur í rekstri gististaða um 4.000 manns. Fjölgunin milli 2010 og 2014 hefur verið hlutfallslega mest í flokknum „ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur og bókunarþjónusta“ eða 82 prósent en einnig hefur orðið mikil fjölgun í rekstri gististaða eða 74 prósent. Fjölgunin hefur verið töluvert minni í farþegaflutningum með flugi (26 prósent) og veitingasölu- og þjónustu (28 prósent). „Sé litið til undirgreina þarf ekki að koma svo mikið á óvart að þær greinar sem standa undir stærstum hluta af heildaraukningu starfa milli 2010 og 2014 eru einmitt „ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur og bókunarþjónusta“ annars vegar og rekstur gististaða hins vegar,“ segir í Hagsjá. Fréttir af flugi Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Fjöldi ferðamanna á hvert starf í ferðaþjónustu hefur tvöfaldast á síðastliðnum fimm árum. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem kom út í dag. 11 erlendir ferðamenn komu á fyrstu 5 mánuðum ársins fyrir hvert starf í ferðaþjónustu árið 2010 en á þessu ári voru ferðamennirnir orðnir rúmlega tvöfalt fleiri eða 22,7. Er það til marks um mikla framleiðniaukningu hjá starfandi fólki í ferðaþjónustu á þessu tímabili. Á sama tíma hefur störfum í ferðaþjónustu fjölgað um 60 prósent, störfin voru 10.500 árið 2010 en eru nú um 16.700. Aukningin á fjölda erlendra ferðamanna er þó töluvert meiri eða 225 prósent á þessu tímabili. Hlutfallslega hefur fjöldi ferðamanna á hvert starf verið að aukast hraðar utan háannar og því hefur framleiðnivöxturinn verið meiri þar. Veruleg árstíðarsveifla sé þó enn í komum ferðamanna yfir árið þrátt fyrir að hún hafi verið á undanhaldi síðustu ár.mynd/HagsjáÍ Hagsjá segir að á lágönn séu ferðamenn tiltölulega fáir á hvert starf en fleiri yfir háönnina. Á síðasta ári komu fæstir ferðamenn á hvert starf í janúar og desember eða um 3,3 í hvoru tilfelli fyrir sig. Yfir háönnina komu um 7,7 ferðamenn á hvert starf í ágúst. Sé litið á tölur Hagstofunnar um meðalfjölda starfa yfir árið eftir flokkum ferðaþjónustu sést að stærsti hlutinn liggur í veitingasölu- og þjónustu en þar voru um 7.100 stöðugildi á síðasta ári. Næststærsti hlutinn liggur í rekstri gististaða um 4.000 manns. Fjölgunin milli 2010 og 2014 hefur verið hlutfallslega mest í flokknum „ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur og bókunarþjónusta“ eða 82 prósent en einnig hefur orðið mikil fjölgun í rekstri gististaða eða 74 prósent. Fjölgunin hefur verið töluvert minni í farþegaflutningum með flugi (26 prósent) og veitingasölu- og þjónustu (28 prósent). „Sé litið til undirgreina þarf ekki að koma svo mikið á óvart að þær greinar sem standa undir stærstum hluta af heildaraukningu starfa milli 2010 og 2014 eru einmitt „ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur og bókunarþjónusta“ annars vegar og rekstur gististaða hins vegar,“ segir í Hagsjá.
Fréttir af flugi Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira