LeLe Hardy, einn allra sterkasti erlendi leikmaður sem hefur spilað hér á landi, mun leika í Finnlandi í vetur að því er fram kemur á Karfan.is.
Hardy, sem er 27 ára, lék í fjögur tímabil á Íslandi, tvö með Njarðvík og tvö með Haukum. Hún varð Íslands- og bikarmeistari með Njarðvík árið 2012 og bikarmeistari með Haukum í fyrra.
Hardy var með ótrúlega tölfræði hér á landi en á síðasta tímabili var hún með 28,4 stig, 20,3 fráköst, 5,2 stoðsendingar og 4,5 stolna bolta að meðaltali í leik.
Liðið sem Hardy leikur með í vetur heitir Vive og leikur í efstu deild. Liðið hafnaði í 7. sæti deildarinnar í fyrra.
Haukar verða ekki með erlendan leikmann í vetur en tefla engu að síður fram mjög öflugu liði en landsliðskonurnar Helena Sverrisdóttir, Pálína Gunnlaugsdóttir og Jóhanna Björk Sveinsdóttir eru gengnar til liðs við Hafnarfjarðarliðið.
LeLe Hardy spilar í Finnlandi í vetur

Tengdar fréttir

Helena snýr heim og verður hluti af þjálfaraþríeyki Hauka
Besta körfuboltakona landsins verður spilandi þjálfari Hauka ásamt tveimur öðrum næsta vetur.

Kanalausir Haukar á næsta tímabili: Spennandi tilhugsun
Pálína Gunnlaugsdóttir vill vinna titil með alíslensku liði Hauka á næstu leiktíð.

Pálína og Jóhanna Björk semja við Hauka
Haukar halda áfram að styrkja sig fyrir komandi átök í Domino's-deild kvenna.