Ekki allir sáttir við auglýsingu Dekkverks: Viðbrögðin koma eiganda verkstæðisins á óvart Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. desember 2015 15:13 Auglýsingin umdeilda sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Auglýsing dekkjaverkstæðisins Dekkverks í Fréttablaðinu í morgun hefur vakið mikla athygli netverja en á henni má sjá dekk í líki nakins kvenlíkama. Auglýsingunni hefur verið deilt í hópum á Facebook á borð við Beauty Tips 30+ og Markaðsnörda en sitt sýnist hverjum um markaðssetninguna þar sem kvenmannslíkaminn er notaður til að vekja athygli á vöru. Einhverjir hafa lýst því yfir að þeir ætli að hætta að skipta við Dekkverk vegna auglýsingarinnar þar sem verið sé að hlutgera kvenlíkamann í enn eitt skiptið og það sé hallærislegt árið 2015. Guðmundur Örn Guðjónsson, eigandi Dekkverks, segist í samtali við Vísi ekki skilja hvers vegna auglýsingin hafi valdið svona miklum usla. „Við birtum þessa auglýsingu af því að þetta er flott mynd. Við sáum ekkert að henni. Það var ekki ætlunin að móðga neinn og við erum ekki viljandi að reyna að móðga fólk. Þessi viðbrögð koma mér mjög á óvart þar sem við vorum með sambærilega mynd af karlmanni í fyrra sem var búið að móta svona í dekk og fengum mjög góðar viðtökur við því. Ég skil ekki hver munurinn er á þeirri mynd og myndinni sem við birtum núna,“ segir Guðmundur.Verið að gera úlfalda úr mýflugu Hann segir myndina koma frá West Lake-dekkjaframleiðandanum og hún hafi verið birt í mun fleiri löndum en bara hér á landi. Guðmundur segir að hún hafi ekki verið gagnrýnd neins staðar nema hér. Undir orð hans tekur Astrid Daxböck sem starfar í bókhaldinu hjá Dekkverki. Hún sá bæði myndirnar af karlinum og konunni áður en þær birtust og segir þær báðar jafnflottar.Auglýsing dagsins. Hvaða ár er aftur? Stay classy Dekkverk. #6dagsleikinn pic.twitter.com/ms19JUD9Am— Dagny Aradottir Pind (@dagnyara) December 1, 2015 Ég ætlaði einmitt að kaupa negldan umgang á Súkkuna mína. Það verður ekki hjá Dekkverk. #6dagsleikinn #fokkiðykkur pic.twitter.com/arBQ6LUn7Q— Helga Þórey (@findhelga) December 1, 2015 S/O á Dekkverk fyrir að geta ekki með neinu móti metið tíðarandann.— Guðmundur Bjarki (@Gudmundurbjark) December 1, 2015 „Þetta er nokkurs konar dekkjalist og ég sá ekki neitt að þessu, hvorki að myndinni af karlmanninum né núna af konunni. Ég skil ekki alveg af hverju það er í lagi að birta mynd af karlmanni en svo núna þegar það er birt mynd af konu þá gerir fólk athugasemdir,“ segir Astrid. Hún segir að mikið fólki hafi hringt inn á verkstæðið í dag og kvartað. Guðmundur segir að þetta sé dæmi um það þegar úlfaldi sé gerður úr mýflugu. „Við hlæjum að þessu hérna á verkstæðinu, bæði konurnar og karlarnir sem vinna hérna. En við munum að öllum líkindum ekki nota myndir af konum í framtíðinni, bara körlum,“ segir Guðmundur.Sambærileg auglýsing með karllíkama sem Guðmundur segir að hafi birst í fyrra. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Sjá meira
Auglýsing dekkjaverkstæðisins Dekkverks í Fréttablaðinu í morgun hefur vakið mikla athygli netverja en á henni má sjá dekk í líki nakins kvenlíkama. Auglýsingunni hefur verið deilt í hópum á Facebook á borð við Beauty Tips 30+ og Markaðsnörda en sitt sýnist hverjum um markaðssetninguna þar sem kvenmannslíkaminn er notaður til að vekja athygli á vöru. Einhverjir hafa lýst því yfir að þeir ætli að hætta að skipta við Dekkverk vegna auglýsingarinnar þar sem verið sé að hlutgera kvenlíkamann í enn eitt skiptið og það sé hallærislegt árið 2015. Guðmundur Örn Guðjónsson, eigandi Dekkverks, segist í samtali við Vísi ekki skilja hvers vegna auglýsingin hafi valdið svona miklum usla. „Við birtum þessa auglýsingu af því að þetta er flott mynd. Við sáum ekkert að henni. Það var ekki ætlunin að móðga neinn og við erum ekki viljandi að reyna að móðga fólk. Þessi viðbrögð koma mér mjög á óvart þar sem við vorum með sambærilega mynd af karlmanni í fyrra sem var búið að móta svona í dekk og fengum mjög góðar viðtökur við því. Ég skil ekki hver munurinn er á þeirri mynd og myndinni sem við birtum núna,“ segir Guðmundur.Verið að gera úlfalda úr mýflugu Hann segir myndina koma frá West Lake-dekkjaframleiðandanum og hún hafi verið birt í mun fleiri löndum en bara hér á landi. Guðmundur segir að hún hafi ekki verið gagnrýnd neins staðar nema hér. Undir orð hans tekur Astrid Daxböck sem starfar í bókhaldinu hjá Dekkverki. Hún sá bæði myndirnar af karlinum og konunni áður en þær birtust og segir þær báðar jafnflottar.Auglýsing dagsins. Hvaða ár er aftur? Stay classy Dekkverk. #6dagsleikinn pic.twitter.com/ms19JUD9Am— Dagny Aradottir Pind (@dagnyara) December 1, 2015 Ég ætlaði einmitt að kaupa negldan umgang á Súkkuna mína. Það verður ekki hjá Dekkverk. #6dagsleikinn #fokkiðykkur pic.twitter.com/arBQ6LUn7Q— Helga Þórey (@findhelga) December 1, 2015 S/O á Dekkverk fyrir að geta ekki með neinu móti metið tíðarandann.— Guðmundur Bjarki (@Gudmundurbjark) December 1, 2015 „Þetta er nokkurs konar dekkjalist og ég sá ekki neitt að þessu, hvorki að myndinni af karlmanninum né núna af konunni. Ég skil ekki alveg af hverju það er í lagi að birta mynd af karlmanni en svo núna þegar það er birt mynd af konu þá gerir fólk athugasemdir,“ segir Astrid. Hún segir að mikið fólki hafi hringt inn á verkstæðið í dag og kvartað. Guðmundur segir að þetta sé dæmi um það þegar úlfaldi sé gerður úr mýflugu. „Við hlæjum að þessu hérna á verkstæðinu, bæði konurnar og karlarnir sem vinna hérna. En við munum að öllum líkindum ekki nota myndir af konum í framtíðinni, bara körlum,“ segir Guðmundur.Sambærileg auglýsing með karllíkama sem Guðmundur segir að hafi birst í fyrra.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Sjá meira