Fákeppni er rauður þráður í viðskipta- og atvinnulífi Skjóðan skrifar 2. desember 2015 07:00 Samkeppniseftirlitið hefur sýnt fram á að fákeppni á eldsneytismarkaði kostar íslenska neytendur 4-4,5 milljarða á ári hverju. Íslenski eldsneytismarkaðurinn er kennslubókardæmi um fákeppnismarkað, en eitt einkenni fákeppni er að fyrirtæki velta kostnaði yfir á viðskiptavini þar sem engin þörf er á að halda honum í lágmarki til að standast samkeppni. Eldsneytismarkaðurinn er ekki eini fákeppnismarkaðurinn hér á landi. Bankamarkaðurinn er fákeppnismarkaður. Enda snýst markaðsstarf banka helst um ímyndarauglýsingar fremur en að keppt sé um að bjóða viðskiptavinum hagstæðust kjör hverju sinni. Samkeppniseftirlitið hefur hingað til látið sig fákeppni á bankamarkaði litlu varða. Nýfundinn áhugi á eldsneytismarkaði er vonandi vísbending um að nú verði skorin upp herör gegn fákeppni hvar sem hana er að finna enda fátt sem skaðar neytendur og hagkerfið í heild sinni meira en fákeppni með því beina og óbeina samráði milli aðila á markaði sem er órjúfanlegur hluti hennar. Virk samkeppni er lykill að hagsæld samfélaga. Velmegun er takmörkuð auðlind, sem verður ekki dreift til fjöldans nema með því að löggjafinn og eftirlitsaðilar tryggi virka samkeppni og grípi til markvissra ráðstafana gegn fákeppni og samráði sterkra aðila á markaði. Íslenskur sjávarútvegur er dæmi um atvinnugrein sem býr við samþjöppun og samkeppnisskekkju sem bitnar ekki aðeins á neytendum heldur skerðir útflutningstekjur þjóðarinnar. Íslenskur sjávarútvegur skiptist í þrennt. Klassískar íslenskar útgerðir einbeita sér að veiðum á bolfiski og selja gjarnan á markaði. Fiskframleiðendur kaupa sinn fisk á fiskmarkaði. Svo er það stórútgerðin, sem gín yfir öllu. Stórútgerðin á þorra kvótans bæði í bolfiski og uppsjávarstofnum. Stórútgerðin veiðir aflann og flytur hann til eigin vinnslu á sérstöku verði sem er að jafnaði langt undir markaðsverði. Útgerðin situr sjálf við borðið þar sem afsláttarverðið er ákvarðað. Síðan keppir stórútgerðin á erlendum mörkuðum við íslenska fiskframleiðendur, sem kaupa sitt hráefni á markaði og búa þar af leiðandi við mun hærra hráefnisverð. Stórútgerðin selur lítið inn á innlenda fiskmarkaði sem leiðir til þess að þeir eru skortmarkaðir þar sem seljendur ráða verðinu. Fiskkaupmenn, sem þjóna íslenskum neytendum, kaupa sinn fisk að mestu á fiskmarkaði og því leiðir fákeppnin í sjávarútvegi til hærra verðs til íslenskra neytenda en nauðsynlegt er. Þingmenn hafa lýst áhyggjum sínum af fákeppni á eldsneytismarkaði en hvenær skal taka á fákeppninni á bankamarkaði, sem hagnast á hverju ári um meira en heildarveltu olíufélaganna? Hvenær kemur að því að þingmenn taki upp hanskann fyrir íslenska neytendur og leggi sitt af mörkun til hámörkunar þjóðartekna með því að útrýma samkeppnismismunun í sjávarútvegiSkjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur sýnt fram á að fákeppni á eldsneytismarkaði kostar íslenska neytendur 4-4,5 milljarða á ári hverju. Íslenski eldsneytismarkaðurinn er kennslubókardæmi um fákeppnismarkað, en eitt einkenni fákeppni er að fyrirtæki velta kostnaði yfir á viðskiptavini þar sem engin þörf er á að halda honum í lágmarki til að standast samkeppni. Eldsneytismarkaðurinn er ekki eini fákeppnismarkaðurinn hér á landi. Bankamarkaðurinn er fákeppnismarkaður. Enda snýst markaðsstarf banka helst um ímyndarauglýsingar fremur en að keppt sé um að bjóða viðskiptavinum hagstæðust kjör hverju sinni. Samkeppniseftirlitið hefur hingað til látið sig fákeppni á bankamarkaði litlu varða. Nýfundinn áhugi á eldsneytismarkaði er vonandi vísbending um að nú verði skorin upp herör gegn fákeppni hvar sem hana er að finna enda fátt sem skaðar neytendur og hagkerfið í heild sinni meira en fákeppni með því beina og óbeina samráði milli aðila á markaði sem er órjúfanlegur hluti hennar. Virk samkeppni er lykill að hagsæld samfélaga. Velmegun er takmörkuð auðlind, sem verður ekki dreift til fjöldans nema með því að löggjafinn og eftirlitsaðilar tryggi virka samkeppni og grípi til markvissra ráðstafana gegn fákeppni og samráði sterkra aðila á markaði. Íslenskur sjávarútvegur er dæmi um atvinnugrein sem býr við samþjöppun og samkeppnisskekkju sem bitnar ekki aðeins á neytendum heldur skerðir útflutningstekjur þjóðarinnar. Íslenskur sjávarútvegur skiptist í þrennt. Klassískar íslenskar útgerðir einbeita sér að veiðum á bolfiski og selja gjarnan á markaði. Fiskframleiðendur kaupa sinn fisk á fiskmarkaði. Svo er það stórútgerðin, sem gín yfir öllu. Stórútgerðin á þorra kvótans bæði í bolfiski og uppsjávarstofnum. Stórútgerðin veiðir aflann og flytur hann til eigin vinnslu á sérstöku verði sem er að jafnaði langt undir markaðsverði. Útgerðin situr sjálf við borðið þar sem afsláttarverðið er ákvarðað. Síðan keppir stórútgerðin á erlendum mörkuðum við íslenska fiskframleiðendur, sem kaupa sitt hráefni á markaði og búa þar af leiðandi við mun hærra hráefnisverð. Stórútgerðin selur lítið inn á innlenda fiskmarkaði sem leiðir til þess að þeir eru skortmarkaðir þar sem seljendur ráða verðinu. Fiskkaupmenn, sem þjóna íslenskum neytendum, kaupa sinn fisk að mestu á fiskmarkaði og því leiðir fákeppnin í sjávarútvegi til hærra verðs til íslenskra neytenda en nauðsynlegt er. Þingmenn hafa lýst áhyggjum sínum af fákeppni á eldsneytismarkaði en hvenær skal taka á fákeppninni á bankamarkaði, sem hagnast á hverju ári um meira en heildarveltu olíufélaganna? Hvenær kemur að því að þingmenn taki upp hanskann fyrir íslenska neytendur og leggi sitt af mörkun til hámörkunar þjóðartekna með því að útrýma samkeppnismismunun í sjávarútvegiSkjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent