Fólk hafi hvata til að bæta kjör sín Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. janúar 2015 09:00 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að breytingar á skattaumhverfinu séu á meðal forgangsverkefna hjá ráðuneyti sínu. Bjarni var á meðal frummælenda á skattadegi Deloitte. fréttablaðið/gva Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, vill einfalda tekjuskatt á einstaklinga, halda áfram breytingu á virðisaukaskattskerfinu, breyta skattlagningu á bifreiðar og bifreiðaeldsneyti og einfalda tollakerfið svo íslensk verslun líði ekki fyrir það. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Bjarna á skattadegi Deloitte í gær. Hann ræddi þar skattabreytingarnar sem ríkisstjórnin hefur staðið að frá því að hún tók við völdum og stöðuna fram undan. Skattadagur Deloitte er einn helsti vettvangur fyrir umræðu um skatta á Íslandi. Um 200 manns mættu á fundinn sem haldinn var á Grand Hóteli í Reykjavík.Vill breytingar á tekjuskatti „Það er ekki einfalt að fara í grundvallarbreytingar á þriggja þrepa tekjuskattskerfi. En það er það sem vilji minn stendur til að gera. Að draga úr þessu flækjustigi. Það er óþarflega mikið flækjustig sem við erum með, sérstaklega þegar við förum að horfa á tekjuskattskerfið samhliða bótakerfunum sem við höfum innleitt og öllum tekjutengingunum sem þar eru. Hár persónuafsláttur, þrjú tekjuskattsþrep og síðan allir þessir bótaflokkar með tekjutengingum geta leitt til jaðarskattsáhrifa sem eru yfir 50 prósent,“ sagði Bjarni. Það sé nauðsynlegt að taka þetta til sérstakrar skoðunar með það að markmiði að hvatar í skattkerfinu séu réttir „Að það séu ekki letjandi áhrif inni í kerfinu til þess að leggja meira á sig til þess að bæta kjör sín. Ég vonast að sjálfsögðu til þess að breytingar í þessa veru geti litið dagsins ljós sem allra fyrst. Þetta er eitt af þeim forgangsverkefnum sem við höfum í ráðuneytinu hjá mér,“ sagði hann. Netverslun í heiminum eykst stöðugt og fréttir hafa borist af því að Íslendingar sæki mikið í erlenda verslun. Bjarni vill gera úrbætur á rekstrarumhverfi verslunar hér á landi. „Við þurfum að skoða það að íslensk verslun getur verið að líða fyrir það fyrirkomulag tolla sem við erum með í dag. Þegar við skoðum heildartekjuöflun vegna tollaframkvæmdarinnar, þá er í mínum huga alveg ljóst að þarna er svigrúm til þess að gera breytingar,“ sagði Bjarni. Þá sagðist Bjarni vilja halda áfram endurskoðun á tryggingagjaldinu. „Það var um þrjú prósent af vergri landsframleiðslu árið 2006 en árið 2013 var það komið í rétt um fjögur prósent. Við munum leita leiða til að lækka tryggingagjaldið eftir því sem ástandið í ríkisbúskapnum býður upp á það. Það er eitt af stóru málunum fyrir atvinnulífið í landinu að halda því eins lágu og aðstæður bjóða upp á,“ sagði hann.Skortur á aðhaldi Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði sjónarmið samtakanna og ríkisstjórnarinnar í skattamálum vera á svipuðum nótum. Hann gagnrýndi hins vegar ríkisstjórnina fyrir skort á aðhaldi og sagði að það hefði ávallt skort aðhald eftir bankahrunið. En á föstu verðlagi hefðu ríkisútgjöld aukist jafnt og þétt frá árinu 2012. „Það er vissulega áhyggjuefni vegna þess að þegar við stóðum frammi fyrir þeim vanda sem var í efnahagslífinu árið 2009 þá komu menn sér saman um það að liðlega helmingur aðhaldsins skyldi eiga sér stað með niðurskurði. Og tæplega helmingur eða 45 prósent skyldi fara fram með skattahækkunum. En þegar upp er staðið hafa 86 prósent þess sem til þurfti til að koma ríkissjóði á núllið átt sér stað með skattahækkunum. Aðeins fjórtán prósent með niðurskurði og það sem verra er, að megnið af þeim litla niðurskurði sem átti sér stað var þá í formi fjárfestingar. Sem er ekki niðurskurður. Það er fyrst og fremst frestun á útgjöldum. Þetta er mjög alvarleg staða vegna þess að þetta þrengir mjög að því svigrúmi sem ríkið hefur til þess að skila þessum miklu skattahækkunum til baka,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn benti á að ríkissjóður skuldar enn í dag 1.500 milljarða króna fyrir utan hundruð milljarða í lífeyrisskuldbindingar. „Og áttatíu milljarða vaxtabyrði liðlega,“ sagði hann. Þorsteinn sagði að aukin skattbyrði bankanna væri líka umhugsunarefni. Hætta væri á að vaxtamunur bankanna yrði hálfu prósenti hærri en hann þyrfti að vera vegna sérstakrar skattheimtu ríkissjóðs. „Þegar við skattleggjum þjónustugrein eins og fjármálafyrirtæki þá eru það viðskiptavinir sem greiða. Þannig að við erum að skattleggja atvinnulíf og heimili í landinu enn frekar,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði að efnahagskreppan eftir fall bankanna hefði leitt það gott af sér að það hefði orðið bylgja nýsköpunar í landinu. „Við sáum mikinn þrótt hjá nýsköpunarfyrirtækjum. Það er þó ein nýsköpun sem við vildum gjarnan reyna að vinda ofan af. Það var mikil nýsköpun í fjármálaráðuneytinu þegar kom að nýjum sköttum. Og því miður hefur hún haldið áfram og því miður víðar. Við sáum mikið af nýjum sköttum,“ sagði Þorsteinn.Bankaskatturinn bætir stöðuna Fjármálaráðherra sagði aftur á móti að breytingar á bankaskattinum og fjársýsluskattinum hefðu átt þátt í að stuðla að bættri stöðu ríkissjóðs um leið og umfangsmiklar breytingar voru gerðar á skattakerfinu, meðal annars með niðurfellingu auðlegðarskatts, lækkun tekjuskatts, niðurfellingu vörugjalda og fleira. „Langmest áhrif hafa þar breytingarnar sem við gerðum á skattalegri meðferð slitabúanna. Þar afnámum við undanþágurnar á bankaskattinum og það hefur þau áhrif að þrátt fyrir að lækkun á tryggingagjaldinu og að ýmsir skattar á einstaklinga hafi lækkað, þá eru tekjur ríkissjóðs engu að síður að hækka. Það er síðan annað mál að sá skattur er að hluta til tímabundinn. En þetta eru engu að síður niðurstöðurnar,“ sagði Bjarni. Það væri rangt að halda því fram að stjórnvöld hefðu kastað frá sér tekjustofnununum með breytingum í skattkerfinu. „Það er bara einfaldlega ekki rétt.“Prinsippumræðu um auðlindaskatt Þorsteinn sagði jafnframt að hann vildi að menn veltu því fyrir sér hvaða fyrirkomulag ætti að vera á skattlagningu á auðlindarentu til framtíðar. Þannig að það sé ekki aðeins hugsað sem eitthvert sérsmíðað fyrirbæri utan um sjávarútveginn heldur nái almennt utan um þær greinar sem nýta sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar. „Þá horfum við til eftirfarandi grundvallaratriða. Það verður að skapa fyrirtækjum fyrirsjáanlegt og stöðugt rekstrarumhverfi. Við getum ekki endalaust verið að hræra í þessu skattkerfi,“ sagði Þorsteinn. Hann lagði áherslu á að ekki mætti mismuna fyrirtækjum eftir stærð og gerð og skekkja samkeppnisstöðu gagnvart erlendum keppinautum. Auðlindagjöld þurfi að vera hófleg og hvetja til ábyrgrar umgengni við auðlindir og umhverfi. „Vandinn er sá að þegar við horfum á sjávarútveginn sérstaklega, þá höfum við aldrei farið í þessa prinsippumræðu um það hvað er auðlindarenta. Og hvernig skattleggjum við auðlindarentu? Hvað af hagnaði sjávarútvegs er tilkomið vegna nýtingar auðlindarinnar og hvað er tilkomið vegna þess sem við sjáum í rekstri allra annarra fyrirtækja? Það er að segja stærðar og stærðarhagkvæmni fyrirtækjanna, vöruþróunar, nýsköpunar, öflugs markaðsstarfs og svo framvegis,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að þegar veiðigjöldin væru farin að drepa meðalstór fyrirtæki, þá væri augljóst að það væri engin skattlagning á auðlindarentu lengur. „Það er búið að seilast miklu dýpra í vasa þessara fyrirtækja en svo og við verðum einfaldlega að ná utan um þetta prinsipp af því að við hljótum að horfa til fleiri þátta í framtíðinni eins og mögulegrar olíuvinnslu, raforkuframleiðslu og svo framvegis. Að þar gildi sömu prinsipp um skattlagningu og auðlindarentu og í öðrum atvinnugreinum.“ Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, vill einfalda tekjuskatt á einstaklinga, halda áfram breytingu á virðisaukaskattskerfinu, breyta skattlagningu á bifreiðar og bifreiðaeldsneyti og einfalda tollakerfið svo íslensk verslun líði ekki fyrir það. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Bjarna á skattadegi Deloitte í gær. Hann ræddi þar skattabreytingarnar sem ríkisstjórnin hefur staðið að frá því að hún tók við völdum og stöðuna fram undan. Skattadagur Deloitte er einn helsti vettvangur fyrir umræðu um skatta á Íslandi. Um 200 manns mættu á fundinn sem haldinn var á Grand Hóteli í Reykjavík.Vill breytingar á tekjuskatti „Það er ekki einfalt að fara í grundvallarbreytingar á þriggja þrepa tekjuskattskerfi. En það er það sem vilji minn stendur til að gera. Að draga úr þessu flækjustigi. Það er óþarflega mikið flækjustig sem við erum með, sérstaklega þegar við förum að horfa á tekjuskattskerfið samhliða bótakerfunum sem við höfum innleitt og öllum tekjutengingunum sem þar eru. Hár persónuafsláttur, þrjú tekjuskattsþrep og síðan allir þessir bótaflokkar með tekjutengingum geta leitt til jaðarskattsáhrifa sem eru yfir 50 prósent,“ sagði Bjarni. Það sé nauðsynlegt að taka þetta til sérstakrar skoðunar með það að markmiði að hvatar í skattkerfinu séu réttir „Að það séu ekki letjandi áhrif inni í kerfinu til þess að leggja meira á sig til þess að bæta kjör sín. Ég vonast að sjálfsögðu til þess að breytingar í þessa veru geti litið dagsins ljós sem allra fyrst. Þetta er eitt af þeim forgangsverkefnum sem við höfum í ráðuneytinu hjá mér,“ sagði hann. Netverslun í heiminum eykst stöðugt og fréttir hafa borist af því að Íslendingar sæki mikið í erlenda verslun. Bjarni vill gera úrbætur á rekstrarumhverfi verslunar hér á landi. „Við þurfum að skoða það að íslensk verslun getur verið að líða fyrir það fyrirkomulag tolla sem við erum með í dag. Þegar við skoðum heildartekjuöflun vegna tollaframkvæmdarinnar, þá er í mínum huga alveg ljóst að þarna er svigrúm til þess að gera breytingar,“ sagði Bjarni. Þá sagðist Bjarni vilja halda áfram endurskoðun á tryggingagjaldinu. „Það var um þrjú prósent af vergri landsframleiðslu árið 2006 en árið 2013 var það komið í rétt um fjögur prósent. Við munum leita leiða til að lækka tryggingagjaldið eftir því sem ástandið í ríkisbúskapnum býður upp á það. Það er eitt af stóru málunum fyrir atvinnulífið í landinu að halda því eins lágu og aðstæður bjóða upp á,“ sagði hann.Skortur á aðhaldi Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði sjónarmið samtakanna og ríkisstjórnarinnar í skattamálum vera á svipuðum nótum. Hann gagnrýndi hins vegar ríkisstjórnina fyrir skort á aðhaldi og sagði að það hefði ávallt skort aðhald eftir bankahrunið. En á föstu verðlagi hefðu ríkisútgjöld aukist jafnt og þétt frá árinu 2012. „Það er vissulega áhyggjuefni vegna þess að þegar við stóðum frammi fyrir þeim vanda sem var í efnahagslífinu árið 2009 þá komu menn sér saman um það að liðlega helmingur aðhaldsins skyldi eiga sér stað með niðurskurði. Og tæplega helmingur eða 45 prósent skyldi fara fram með skattahækkunum. En þegar upp er staðið hafa 86 prósent þess sem til þurfti til að koma ríkissjóði á núllið átt sér stað með skattahækkunum. Aðeins fjórtán prósent með niðurskurði og það sem verra er, að megnið af þeim litla niðurskurði sem átti sér stað var þá í formi fjárfestingar. Sem er ekki niðurskurður. Það er fyrst og fremst frestun á útgjöldum. Þetta er mjög alvarleg staða vegna þess að þetta þrengir mjög að því svigrúmi sem ríkið hefur til þess að skila þessum miklu skattahækkunum til baka,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn benti á að ríkissjóður skuldar enn í dag 1.500 milljarða króna fyrir utan hundruð milljarða í lífeyrisskuldbindingar. „Og áttatíu milljarða vaxtabyrði liðlega,“ sagði hann. Þorsteinn sagði að aukin skattbyrði bankanna væri líka umhugsunarefni. Hætta væri á að vaxtamunur bankanna yrði hálfu prósenti hærri en hann þyrfti að vera vegna sérstakrar skattheimtu ríkissjóðs. „Þegar við skattleggjum þjónustugrein eins og fjármálafyrirtæki þá eru það viðskiptavinir sem greiða. Þannig að við erum að skattleggja atvinnulíf og heimili í landinu enn frekar,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði að efnahagskreppan eftir fall bankanna hefði leitt það gott af sér að það hefði orðið bylgja nýsköpunar í landinu. „Við sáum mikinn þrótt hjá nýsköpunarfyrirtækjum. Það er þó ein nýsköpun sem við vildum gjarnan reyna að vinda ofan af. Það var mikil nýsköpun í fjármálaráðuneytinu þegar kom að nýjum sköttum. Og því miður hefur hún haldið áfram og því miður víðar. Við sáum mikið af nýjum sköttum,“ sagði Þorsteinn.Bankaskatturinn bætir stöðuna Fjármálaráðherra sagði aftur á móti að breytingar á bankaskattinum og fjársýsluskattinum hefðu átt þátt í að stuðla að bættri stöðu ríkissjóðs um leið og umfangsmiklar breytingar voru gerðar á skattakerfinu, meðal annars með niðurfellingu auðlegðarskatts, lækkun tekjuskatts, niðurfellingu vörugjalda og fleira. „Langmest áhrif hafa þar breytingarnar sem við gerðum á skattalegri meðferð slitabúanna. Þar afnámum við undanþágurnar á bankaskattinum og það hefur þau áhrif að þrátt fyrir að lækkun á tryggingagjaldinu og að ýmsir skattar á einstaklinga hafi lækkað, þá eru tekjur ríkissjóðs engu að síður að hækka. Það er síðan annað mál að sá skattur er að hluta til tímabundinn. En þetta eru engu að síður niðurstöðurnar,“ sagði Bjarni. Það væri rangt að halda því fram að stjórnvöld hefðu kastað frá sér tekjustofnununum með breytingum í skattkerfinu. „Það er bara einfaldlega ekki rétt.“Prinsippumræðu um auðlindaskatt Þorsteinn sagði jafnframt að hann vildi að menn veltu því fyrir sér hvaða fyrirkomulag ætti að vera á skattlagningu á auðlindarentu til framtíðar. Þannig að það sé ekki aðeins hugsað sem eitthvert sérsmíðað fyrirbæri utan um sjávarútveginn heldur nái almennt utan um þær greinar sem nýta sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar. „Þá horfum við til eftirfarandi grundvallaratriða. Það verður að skapa fyrirtækjum fyrirsjáanlegt og stöðugt rekstrarumhverfi. Við getum ekki endalaust verið að hræra í þessu skattkerfi,“ sagði Þorsteinn. Hann lagði áherslu á að ekki mætti mismuna fyrirtækjum eftir stærð og gerð og skekkja samkeppnisstöðu gagnvart erlendum keppinautum. Auðlindagjöld þurfi að vera hófleg og hvetja til ábyrgrar umgengni við auðlindir og umhverfi. „Vandinn er sá að þegar við horfum á sjávarútveginn sérstaklega, þá höfum við aldrei farið í þessa prinsippumræðu um það hvað er auðlindarenta. Og hvernig skattleggjum við auðlindarentu? Hvað af hagnaði sjávarútvegs er tilkomið vegna nýtingar auðlindarinnar og hvað er tilkomið vegna þess sem við sjáum í rekstri allra annarra fyrirtækja? Það er að segja stærðar og stærðarhagkvæmni fyrirtækjanna, vöruþróunar, nýsköpunar, öflugs markaðsstarfs og svo framvegis,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að þegar veiðigjöldin væru farin að drepa meðalstór fyrirtæki, þá væri augljóst að það væri engin skattlagning á auðlindarentu lengur. „Það er búið að seilast miklu dýpra í vasa þessara fyrirtækja en svo og við verðum einfaldlega að ná utan um þetta prinsipp af því að við hljótum að horfa til fleiri þátta í framtíðinni eins og mögulegrar olíuvinnslu, raforkuframleiðslu og svo framvegis. Að þar gildi sömu prinsipp um skattlagningu og auðlindarentu og í öðrum atvinnugreinum.“
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent