Orkuskortur stöðvar ekki sæstrenginn út Sveinn Arnarsson skrifar 23. júlí 2014 12:00 Með lagningu sæstrengs getur nýting þeirrar raforku sem framleidd er á Íslandi aukist til muna. Hugmyndir Landsvirkjunar um lagningu sæstrengs til meginlands Evrópu gætu verið arðsamar fyrir fyrirtækið þótt raforkuskortur sé á innanlandsmarkaði. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, hefur látið hafa það eftir sér að aðilar geti ekki gengið að því vísu að fá keypta raforku á innanlandsmarkaði. Eftirspurnin sé mikil og því líklegt að einhverjir verði frá að hverfa sem vilja kaupa orku til iðnaðar hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun er það framkvæmanlegt að selja raforku í gegnum sæstreng þó að ekki sé hægt að útvega öllum aðilum í orkufrekum iðnaði rafmagn. Eðli raforkufreks iðnaðar sé slíkt að hann þarf stöðuga orku allan ársins hring. Hins vegar sé hægt að selja ákveðna umframorku í gegnum sæstreng í stuttan tíma í hvert sinn og því er ekki um að ræða stöðugan orkuflutning til meginlands Evrópu. Hægt sé að selja rafmagn út á tímum þegar hægir á raforkunotkun innanlands. Með því væri einnig hægt að keyra vatnsaflsvirkjanir á fullum afköstum síðsumars. Þar með myndu vatnsaflsvirkjanir ekki fara á yfirfall eins og hefur tíðkast. Sú orka sem felst í vatni sem flæðir yfir stíflur yrði því beislað og nýtt til sölu.búrfellsvirkjun Mikill áhugi erlendra aðila er á hreinni orku frá Landsvirkjun til orkufreks iðnaðar hér á landi.Með þessu móti verður nýting þeirrar orku sem til fellur á Íslandi mun betri en verið hefur. Nú nýlega var fyrirvörum á raforkusamningi Landsvirkjunar við United Silicon í Helguvík aflétt. Um er að ræða verksmiðju sem þarf um 35 megavött. Einnig eru aðrir aðilar með samninga við Landsvirkjun upp á rúmlega 200 megavött. Landsvirkjun hefur samt sem áður enn ekki skuldbundið sig til að útvega þessa orku. Eftirspurnin er því gríðarlega mikil. Þau fyrirtæki sem hafa óskað eftir kaupum á miklu magni raforku eru nánast öll á suðvesturhorni landsins utan PCC sem verður reist á Bakka við Húsavík. Virkjunarframkvæmdir eru hafnar fyrir þann aðila á Þeistareykjum í Þingeyjarsýslum, sem talið er geta framleitt um 45 megavött til að byrja með en stækkunarmöguleikar þar eru taldir miklir. Landsvirkjun telur sig eiga raforku til fyrir United Silicon. Hins vegar þurfi að ráðast í frekari virkjanir til þess að eiga rafmagn fyrir þá aðila sem hafa óskað eftir kaupum samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun. Í ávarpi Harðar Arnarsonar á ársfundi Landsvirkjunar í apríl 2012 kom fram að aukna orkuvinnslu megi nýta til að byggja áfram upp fjölbreyttan iðnað og samhliða til að selja raforku um sæstreng til Evrópu. Íslensk raforkuframleiðsla eigi sér nokkra sérstöðu á meðal þjóða Evrópu í möguleikum á aukinni raforkuvinnslu með endurnýjanlegri orku. Landsvirkjun stefnir að því að lokið verði við að afla forsendna og vinna hagkvæmniathuganir á árinu 2015. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Hugmyndir Landsvirkjunar um lagningu sæstrengs til meginlands Evrópu gætu verið arðsamar fyrir fyrirtækið þótt raforkuskortur sé á innanlandsmarkaði. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, hefur látið hafa það eftir sér að aðilar geti ekki gengið að því vísu að fá keypta raforku á innanlandsmarkaði. Eftirspurnin sé mikil og því líklegt að einhverjir verði frá að hverfa sem vilja kaupa orku til iðnaðar hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun er það framkvæmanlegt að selja raforku í gegnum sæstreng þó að ekki sé hægt að útvega öllum aðilum í orkufrekum iðnaði rafmagn. Eðli raforkufreks iðnaðar sé slíkt að hann þarf stöðuga orku allan ársins hring. Hins vegar sé hægt að selja ákveðna umframorku í gegnum sæstreng í stuttan tíma í hvert sinn og því er ekki um að ræða stöðugan orkuflutning til meginlands Evrópu. Hægt sé að selja rafmagn út á tímum þegar hægir á raforkunotkun innanlands. Með því væri einnig hægt að keyra vatnsaflsvirkjanir á fullum afköstum síðsumars. Þar með myndu vatnsaflsvirkjanir ekki fara á yfirfall eins og hefur tíðkast. Sú orka sem felst í vatni sem flæðir yfir stíflur yrði því beislað og nýtt til sölu.búrfellsvirkjun Mikill áhugi erlendra aðila er á hreinni orku frá Landsvirkjun til orkufreks iðnaðar hér á landi.Með þessu móti verður nýting þeirrar orku sem til fellur á Íslandi mun betri en verið hefur. Nú nýlega var fyrirvörum á raforkusamningi Landsvirkjunar við United Silicon í Helguvík aflétt. Um er að ræða verksmiðju sem þarf um 35 megavött. Einnig eru aðrir aðilar með samninga við Landsvirkjun upp á rúmlega 200 megavött. Landsvirkjun hefur samt sem áður enn ekki skuldbundið sig til að útvega þessa orku. Eftirspurnin er því gríðarlega mikil. Þau fyrirtæki sem hafa óskað eftir kaupum á miklu magni raforku eru nánast öll á suðvesturhorni landsins utan PCC sem verður reist á Bakka við Húsavík. Virkjunarframkvæmdir eru hafnar fyrir þann aðila á Þeistareykjum í Þingeyjarsýslum, sem talið er geta framleitt um 45 megavött til að byrja með en stækkunarmöguleikar þar eru taldir miklir. Landsvirkjun telur sig eiga raforku til fyrir United Silicon. Hins vegar þurfi að ráðast í frekari virkjanir til þess að eiga rafmagn fyrir þá aðila sem hafa óskað eftir kaupum samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun. Í ávarpi Harðar Arnarsonar á ársfundi Landsvirkjunar í apríl 2012 kom fram að aukna orkuvinnslu megi nýta til að byggja áfram upp fjölbreyttan iðnað og samhliða til að selja raforku um sæstreng til Evrópu. Íslensk raforkuframleiðsla eigi sér nokkra sérstöðu á meðal þjóða Evrópu í möguleikum á aukinni raforkuvinnslu með endurnýjanlegri orku. Landsvirkjun stefnir að því að lokið verði við að afla forsendna og vinna hagkvæmniathuganir á árinu 2015.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira