Íslandsbanki valinn besti bankinn á Íslandi af Euromoney Randver Kári Randversson skrifar 11. júlí 2014 10:03 Vísir/Vilhelm Alþjóðlega fjármálatímaritið Euromoney hefur valið Íslandsbanka besta bankann á Íslandi annað árið í röð. Einnig hefur Íslandsbanki verið valinn besti fjárfestingabankinn á Íslandi en þetta er í fyrsta sinn sem verðlaun eru veitt í þeim flokki hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Tímaritið Euromoney útnefnir árlega bestu bankana í tæplega 100 löndum og veitir þeim viðurkenninguna Awards for Excellence. Euromoney leit til ýmissa þátta í rekstri íslensku bankanna við val sitt, meðal annars arðsemi eigin fjár, gæði lánasafns, árangur í hagræðingu og markaðshlutdeildar á ýmsum þjónustuþáttum og sviðum. Einnig var litið til hlutdeildar í nýskráningum og veltu á mörkuðum við val á besta fjárfestingabankanum. „Við erum stolt af því að vera valinn besti bankinn á Íslandi annað árið í röð. Einnig gleður það okkur að vera valinn besti fjárfestingabankinn á Íslandi en með sterkum fjárfestingabanka tekur bankinn þátt í enduruppbyggingu íslensks fjármálamarkaðar, “ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri. Í tilkynningunni segir jafnframt að Íslandsbanki hafi frá stofnun unnið samkvæmt skýrum og mælanlegum markmið fyrir bankann í heild og einstaka svið hans. Markmið bankans taki mið af þeirri framtíðarsýn að vera fremstur í þjónustu, vera hreyfiafl í uppbyggingu fjármálamarkaðar og tryggja hagkvæman og heilbrigðan rekstur bankans. Íslandsbanki var efstur banka í Íslensku ánægjuvoginni fyrir árið 2013 og sýni kannanir meðal einstaklinga og fyrirtækja að bankinn þyki faglegastur meðal banka á Íslandi. „Öflug fjárfestingabankastarfsemi er nauðsynleg til að styðja við endurreisn íslensks atvinnulífs og höfum við haft það að leiðarljósi við uppbyggingu fjárfestingabankastarfsemi innan Íslandsbanka. Það er heiður að fá þessa mikilvægu viðurkenningu á vegferð okkar að skapa alþjóðlega samkeppnishæfan fjármálamarkað á Íslandi sem er vel í stakk búinn til þess að styðja við frekari vöxt og nýsköpun meðal íslenskra fyrirtækja,“ segir Tryggvi Björn Davíðsson, framkvæmdastjóri Markaða. Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Alþjóðlega fjármálatímaritið Euromoney hefur valið Íslandsbanka besta bankann á Íslandi annað árið í röð. Einnig hefur Íslandsbanki verið valinn besti fjárfestingabankinn á Íslandi en þetta er í fyrsta sinn sem verðlaun eru veitt í þeim flokki hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Tímaritið Euromoney útnefnir árlega bestu bankana í tæplega 100 löndum og veitir þeim viðurkenninguna Awards for Excellence. Euromoney leit til ýmissa þátta í rekstri íslensku bankanna við val sitt, meðal annars arðsemi eigin fjár, gæði lánasafns, árangur í hagræðingu og markaðshlutdeildar á ýmsum þjónustuþáttum og sviðum. Einnig var litið til hlutdeildar í nýskráningum og veltu á mörkuðum við val á besta fjárfestingabankanum. „Við erum stolt af því að vera valinn besti bankinn á Íslandi annað árið í röð. Einnig gleður það okkur að vera valinn besti fjárfestingabankinn á Íslandi en með sterkum fjárfestingabanka tekur bankinn þátt í enduruppbyggingu íslensks fjármálamarkaðar, “ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri. Í tilkynningunni segir jafnframt að Íslandsbanki hafi frá stofnun unnið samkvæmt skýrum og mælanlegum markmið fyrir bankann í heild og einstaka svið hans. Markmið bankans taki mið af þeirri framtíðarsýn að vera fremstur í þjónustu, vera hreyfiafl í uppbyggingu fjármálamarkaðar og tryggja hagkvæman og heilbrigðan rekstur bankans. Íslandsbanki var efstur banka í Íslensku ánægjuvoginni fyrir árið 2013 og sýni kannanir meðal einstaklinga og fyrirtækja að bankinn þyki faglegastur meðal banka á Íslandi. „Öflug fjárfestingabankastarfsemi er nauðsynleg til að styðja við endurreisn íslensks atvinnulífs og höfum við haft það að leiðarljósi við uppbyggingu fjárfestingabankastarfsemi innan Íslandsbanka. Það er heiður að fá þessa mikilvægu viðurkenningu á vegferð okkar að skapa alþjóðlega samkeppnishæfan fjármálamarkað á Íslandi sem er vel í stakk búinn til þess að styðja við frekari vöxt og nýsköpun meðal íslenskra fyrirtækja,“ segir Tryggvi Björn Davíðsson, framkvæmdastjóri Markaða.
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent