Hart sótt að Adam Scott á þriðja hring 23. mars 2014 11:04 Keegan Bradley spilaði sig inn í toppbaráttuna í gær. AP/Vísir Þriðji hringur á Arnold Palmer Invitational golfmótinu sem fram fer á Bay Hill vellinum í Flórída fór fram í gær en fyrir hringinn hafði ástralski kylfingurinn Adam Scott sjö högga forystu á næstu menn og mótið virtist nánast vera búið. Það var þó hart sótt að Scott á þriðja hring en hann byrjaði hann mjög illa og fékk tvo skolla á fyrstu fimm holunum. Það nýttu nokkrir kylfingar sér í toppbaráttunni en um tíma var forysta hans komin niður í eitt högg. Hann tók sig þó saman í andlitinu á seinni níu holunum og kláraði hringinn á 71 höggi eða einu undir pari en hann er 15 höggum undir pari í mótinu. Þrátt fyrir að Scott hafi tekist að bjarga þriðja hringnum sínum þá unnu margir keppendur á hann, meðal annars fyrrum PGA-meistarinn Keegan Bradley sem kom inn á 66 höggum í gær eða sex undir. Hann er í öðru sæti, þremur höggum á eftir Adam Scott á samtals 13 höggum undir. Bandaríkjamennirnir Matt Every og Jason Kokrak eru jafnir í þriðja sæti á 12 undir pari en Chesson Hadley og Ítalinn Francesco Molinari eru á 11 höggum undir pari í fimmta sæti. Það er því nóg af öflugum kylfingum sem gætu gert atlögu að Adam Scott í dag en hann hefur leitt mótið nánast frá byrjun. Bein útsending frá lokahringnum hefst á Golfstöðinni klukkan 16:30 í dag. Golf Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Þriðji hringur á Arnold Palmer Invitational golfmótinu sem fram fer á Bay Hill vellinum í Flórída fór fram í gær en fyrir hringinn hafði ástralski kylfingurinn Adam Scott sjö högga forystu á næstu menn og mótið virtist nánast vera búið. Það var þó hart sótt að Scott á þriðja hring en hann byrjaði hann mjög illa og fékk tvo skolla á fyrstu fimm holunum. Það nýttu nokkrir kylfingar sér í toppbaráttunni en um tíma var forysta hans komin niður í eitt högg. Hann tók sig þó saman í andlitinu á seinni níu holunum og kláraði hringinn á 71 höggi eða einu undir pari en hann er 15 höggum undir pari í mótinu. Þrátt fyrir að Scott hafi tekist að bjarga þriðja hringnum sínum þá unnu margir keppendur á hann, meðal annars fyrrum PGA-meistarinn Keegan Bradley sem kom inn á 66 höggum í gær eða sex undir. Hann er í öðru sæti, þremur höggum á eftir Adam Scott á samtals 13 höggum undir. Bandaríkjamennirnir Matt Every og Jason Kokrak eru jafnir í þriðja sæti á 12 undir pari en Chesson Hadley og Ítalinn Francesco Molinari eru á 11 höggum undir pari í fimmta sæti. Það er því nóg af öflugum kylfingum sem gætu gert atlögu að Adam Scott í dag en hann hefur leitt mótið nánast frá byrjun. Bein útsending frá lokahringnum hefst á Golfstöðinni klukkan 16:30 í dag.
Golf Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira