Raforkuframleiðsla með endurnýjanlegum orkugjöfum jókst mikið á heimsvísu árið 2013 og nemur nú um 22% af allri raforkuframleiðslu veraldar.
Þetta kemur fram í frétt á síðu Samorku, samtök orku-og veitufyrirtækja, en þau styðjast við nýja skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar.
Ef einungis er horft til evrópskra aðildarríkja OECD nam aukningin árið 2013 6% og nemur endurnýjanleg orka nú 30% allrar raforkuframleiðslu landanna.
Alþjóðaorkumálastofnunin spáir því að árið 2020 muni endurnýjanleg orka nema 26% af allri raforkuframleiðslu veraldar.

