Viðskipti innlent

VR gagnrýnir fjárlagafrumvarpið harðlega

Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR
Í ályktun sem stjórn VR sendi frá sér í kvöld er fjárlagafrumvarp næsta árs harðlega gagnrýnt. Í ályktuninni segir að hækkun á lægra þrepi virðisaukaskatts komi verst við þá tekjulægstu.

„Hækkun barnabóta og breytingar á vörugjöldum jafna ekki út þessa hækkun matvæla hjá launalægsta hópnum, eins og stjórnvöld vilja vera láta. Að auki erufjölmargir launamenn með lágar og millitekjur barnlausir eða með eldri börná framfæri og fæstirþeirra eru tíðir gestir í þeim verslunum sem geta lækkað verð á sínum vörum í kjölfar afnáms almennra vörugjalda.Þetta er einfaldlega leikur að tölum. Miklu meira þarf að koma til svo komið sé til móts við tekjulægri heimili,“ segir í ályktuninni.

VR mótmælir einnig harðlega skerðingu á bótarétti atvinnulausra þar sem atvinnuleysi minnki ekki með slíkri aðgerð; vandanum sé einungist velt yfir á sveitarfélögin.



Sunna Kristín Hilmarsdóttir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×