Telur líkur á miklum efnahagslegum óstöðugleika Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. júní 2014 14:37 Framkvæmdastjóri SVÞ og segir að fjárhagstjón vegna breytingu á reglum Seðlabanka Íslands um tryggingar og sparnað erlendra tryggingafélaga verði gífurlegt. Hann segir að þarna séu hagsmunir tugþúsunda Íslendinga í húfi og telur ólíklegt að erlendir aðilar muni koma til með að opna reikninga hér á landi. Fari svo, þurfi að finna lausn á hvað gert verði við þá samninga. Seðlabanki Íslands telur að gjaldeyrisviðskipti þriggja íslenskra tryggingamiðlara sem selja þjónustu erlendra tryggingafélaga hérlendis brjóti í bága við lög um gjaldeyrismál. Því þurfa um þrjátíu þúsund Íslendingar, sem safnað hafa sparnaði erlendis, að hætta því og færa sparnað sinn í krónur. Seðlabankinn telur að um fjörutíu milljarðar króna hafi farið úr landi í erlendum gjaldmiðli á árunum 2012-2014 vegna þessara sparnaðarleiða. „Það er allavega erfitt að sjá að þau erlendu félög sem eiga hlut í málinu opni reikninga hér og þá verða menn, og Seðlabankinn, að svara þeirri spurningu, hvernig ætla þau að meðhöndla þá samninga sem þarna eru undir ef þau erlendu félög sem þarna eiga hlut í máli neiti að opna reikninga í íslenskum krónum,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ). Andrés segir tilkynninguna um breyttar reglur hafa komið honum í opna skjöldu og hafa aðrir hagsmunaaðilar sömu sögu að segja. „Seðlabankastjóri segir þetta hafa verið unnið í samráði við hagsmunaaðila. Hvorki við eða aðrir vissum af þessu fyrr en þessi makalausa tilkynning birtist,“ segir Andrés.Mun stuðla að efnahagslegum óstöðugleikaÞorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að ákvörðun Seðlabanka Íslands að loka á sparnað almennings í útlöndum endurspegli þann vanda sem fylgir gjaldeyrishöfum. Hann segir að nauðsynlegt sé að afnema höftin til að koma í veg fyrir efnahagslegan óstöðugleika. „Það hefur gætt ójafnræðis á milli aðila. Þarna eru erlendir lífeyrissjóðir sem geta boðið upp á annars konar þjónustu heldur en innlendir sjóðir geta gert. Hins vegar er viðfangsefnið til lengri tíma litið, hvað lífeyrissjóðina varðar, að þá er alveg nauðsynlegt að lífeyrissjóðir geti komist út til fjárfestinga. Þetta mun stuðla að verulegum efnahagslegum óstöðugleika hér á landi ef þetta fjármagn á að vera læst hér inni til langframa,“ segir Þorsteinn. Tengdar fréttir Allianz ekki tilkynnt um breytingar á reglum um gjaldeyrishöft Allianz furðulostið yfir fregnum. Enginn frá Seðlabankanum hafði samband við félagið. 17. júní 2014 18:58 Þurfa að færa sparnaðinn í krónur vegna haftanna Starfsemi erlendra tryggingafélaga og sala þeirra á sparnaðarleiðum til einstaklinga hérlendis brýtur gegn lögum um gjaldeyrismál. Þrjátíu þúsund Íslendingar sem hafa safnað sparnaði erlendis gegnum umboðsmenn erlendra tryggingafélaga hér á landi eftir að höftum var komið á, þurfa að hætta því og færa sparnaðinn í krónur. 17. júní 2014 18:30 Nýjar reglur um gjaldeyrishöft vekja furðu Seðlabankinn ætlar að setja nýjar reglur sem feli í sér að greiðslur iðgjalda til erlendra tryggingafélaga verði ekki lengur heimilar. 18. júní 2014 06:59 Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Framkvæmdastjóri SVÞ og segir að fjárhagstjón vegna breytingu á reglum Seðlabanka Íslands um tryggingar og sparnað erlendra tryggingafélaga verði gífurlegt. Hann segir að þarna séu hagsmunir tugþúsunda Íslendinga í húfi og telur ólíklegt að erlendir aðilar muni koma til með að opna reikninga hér á landi. Fari svo, þurfi að finna lausn á hvað gert verði við þá samninga. Seðlabanki Íslands telur að gjaldeyrisviðskipti þriggja íslenskra tryggingamiðlara sem selja þjónustu erlendra tryggingafélaga hérlendis brjóti í bága við lög um gjaldeyrismál. Því þurfa um þrjátíu þúsund Íslendingar, sem safnað hafa sparnaði erlendis, að hætta því og færa sparnað sinn í krónur. Seðlabankinn telur að um fjörutíu milljarðar króna hafi farið úr landi í erlendum gjaldmiðli á árunum 2012-2014 vegna þessara sparnaðarleiða. „Það er allavega erfitt að sjá að þau erlendu félög sem eiga hlut í málinu opni reikninga hér og þá verða menn, og Seðlabankinn, að svara þeirri spurningu, hvernig ætla þau að meðhöndla þá samninga sem þarna eru undir ef þau erlendu félög sem þarna eiga hlut í máli neiti að opna reikninga í íslenskum krónum,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ). Andrés segir tilkynninguna um breyttar reglur hafa komið honum í opna skjöldu og hafa aðrir hagsmunaaðilar sömu sögu að segja. „Seðlabankastjóri segir þetta hafa verið unnið í samráði við hagsmunaaðila. Hvorki við eða aðrir vissum af þessu fyrr en þessi makalausa tilkynning birtist,“ segir Andrés.Mun stuðla að efnahagslegum óstöðugleikaÞorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að ákvörðun Seðlabanka Íslands að loka á sparnað almennings í útlöndum endurspegli þann vanda sem fylgir gjaldeyrishöfum. Hann segir að nauðsynlegt sé að afnema höftin til að koma í veg fyrir efnahagslegan óstöðugleika. „Það hefur gætt ójafnræðis á milli aðila. Þarna eru erlendir lífeyrissjóðir sem geta boðið upp á annars konar þjónustu heldur en innlendir sjóðir geta gert. Hins vegar er viðfangsefnið til lengri tíma litið, hvað lífeyrissjóðina varðar, að þá er alveg nauðsynlegt að lífeyrissjóðir geti komist út til fjárfestinga. Þetta mun stuðla að verulegum efnahagslegum óstöðugleika hér á landi ef þetta fjármagn á að vera læst hér inni til langframa,“ segir Þorsteinn.
Tengdar fréttir Allianz ekki tilkynnt um breytingar á reglum um gjaldeyrishöft Allianz furðulostið yfir fregnum. Enginn frá Seðlabankanum hafði samband við félagið. 17. júní 2014 18:58 Þurfa að færa sparnaðinn í krónur vegna haftanna Starfsemi erlendra tryggingafélaga og sala þeirra á sparnaðarleiðum til einstaklinga hérlendis brýtur gegn lögum um gjaldeyrismál. Þrjátíu þúsund Íslendingar sem hafa safnað sparnaði erlendis gegnum umboðsmenn erlendra tryggingafélaga hér á landi eftir að höftum var komið á, þurfa að hætta því og færa sparnaðinn í krónur. 17. júní 2014 18:30 Nýjar reglur um gjaldeyrishöft vekja furðu Seðlabankinn ætlar að setja nýjar reglur sem feli í sér að greiðslur iðgjalda til erlendra tryggingafélaga verði ekki lengur heimilar. 18. júní 2014 06:59 Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Allianz ekki tilkynnt um breytingar á reglum um gjaldeyrishöft Allianz furðulostið yfir fregnum. Enginn frá Seðlabankanum hafði samband við félagið. 17. júní 2014 18:58
Þurfa að færa sparnaðinn í krónur vegna haftanna Starfsemi erlendra tryggingafélaga og sala þeirra á sparnaðarleiðum til einstaklinga hérlendis brýtur gegn lögum um gjaldeyrismál. Þrjátíu þúsund Íslendingar sem hafa safnað sparnaði erlendis gegnum umboðsmenn erlendra tryggingafélaga hér á landi eftir að höftum var komið á, þurfa að hætta því og færa sparnaðinn í krónur. 17. júní 2014 18:30
Nýjar reglur um gjaldeyrishöft vekja furðu Seðlabankinn ætlar að setja nýjar reglur sem feli í sér að greiðslur iðgjalda til erlendra tryggingafélaga verði ekki lengur heimilar. 18. júní 2014 06:59
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun