Samkeppniseftirlitið sendir Skarphéðni tóninn Jóhannes Stefánsson skrifar 3. febrúar 2014 14:49 Samkeppniseftirlitið segir Skarphéðin Berg Steinarsson tjá sig um mál Wow Air og Isavia á röngum forsendum. „Samkeppniseftirlitið [telur] mikilvægt að opinber umræða um mikilvæg samkeppnismál fari fram á grundvelli réttra forsendna." Svona endar nýútgefin yfirlýsing Samkeppniseftirlitsins, en orðunum er beint að Skarphéðni Berg Steinarssyni, fyrrverandi forstjóra Iceland Express. Samkeppniseftirlitið segir Skarphéðin Berg Steinarsson tjá sig um mál Wow Air og Isavia á röngum forsendum og að hann sé í ósamræmi við sjálfan sig með ummælum sínum við fjölmiðla. Skarphéðinn sagði í samtali við fréttavefinn Túristi.is seinasta föstudag að Isavia væri ekki þekkt fyrir að standa vörð um hagsmuni Icelandair. Auk þess sagði Skarphéðinn „Iceland Express ekki átt í neinum vandkvæðum með að sinna flugi til Boston og New York árið 2011 á sama tíma og Wow Air fékk úthlutað, eða kl 17:50." Ummæli Skarphéðins voru svar við ummælum Skúla Mogensen, forstjóra Wow Air, sem sagði meðal annars að Isavia hefði gerst sekt um að „vernda hagsmuni og einokun Icelandair." Samkeppniseftirlitið hefur vegna ummæla Skarphéðins séð tilefni til að senda frá sér yfirlýsingu þar sem Skarphéðni er sendur tónninn. Í yfirlýsingunni er því haldið fram að þessi ummæli Skarphéðins standist ekki skoðun. Yfirlýsingin er rökstudd á þennan hátt:„Af þessu tilefni er rétt að fram komi að á þeim tíma sem Skarphéðinn vísar til hafði Samkeppniseftirlitið til meðferðar kvörtun frá Iceland Express þar sem félagið kvartaði undan alvarlegum samkeppnishindrunum sem stöfuðu af úthlutun flugafgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli. Í júní 2012, þegar Skarphéðinn var framkvæmdastjóri Iceland Express, barst Samkeppniseftirlitinu bréf frá félaginu þar sem fram kemur það mat að fyrirkomulag Isavia við úthlutun afgreiðslutíma hafi haft veruleg útilokunaráhrif fyrir Iceland Express og viðhéldi yfirburðarstöðu Icelandair í áætlunarflugi til og frá Íslandi. Einnig er vísað til þess að Isavia hafi með fyrirkomulaginu veitt Icelandair samkeppnisforskot og „einkarétt“ á bestu afgreiðslutímum á flugvellinum. Hafi Iceland Express m.a. þurft að hætta áætlunarflugi til Bandaríkjanna sem það hafði starfrækt árin 2010 og 2011." Í ljósi þessa eigi ummæli Skarphéðins um að úthlutun á brottfarartímum hafi ekki haft neikvæð áhrif á Iceland Express ekki við rök að styðjast að mati Samkeppniseftirlitsins. Tengdar fréttir WOW Air þarf að hætta við Ameríkuflug WOW Air er að öllu óbreyttu hætt við áætlunarflug til Norður-Ameríku. Forstjóri félagsins er harðorður í garð rekstaraðila Keflavíkurflugvallar. 29. janúar 2014 19:39 Telur ásakanir WOW ekki standast skoðun Skarphéðinn Berg Steinarsson fyrrverandi forstjóri Iceland Express segir Isavia alls ekki þekkt fyrir að standa vörð um hagsmuni Icelandair. 31. janúar 2014 17:47 Ósammála um úrskurð Samkeppniseftirlitsins Wow Air deila enn vegna fyrirhugaðs flugs til Bandaríkjanna. 30. janúar 2014 18:02 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
„Samkeppniseftirlitið [telur] mikilvægt að opinber umræða um mikilvæg samkeppnismál fari fram á grundvelli réttra forsendna." Svona endar nýútgefin yfirlýsing Samkeppniseftirlitsins, en orðunum er beint að Skarphéðni Berg Steinarssyni, fyrrverandi forstjóra Iceland Express. Samkeppniseftirlitið segir Skarphéðin Berg Steinarsson tjá sig um mál Wow Air og Isavia á röngum forsendum og að hann sé í ósamræmi við sjálfan sig með ummælum sínum við fjölmiðla. Skarphéðinn sagði í samtali við fréttavefinn Túristi.is seinasta föstudag að Isavia væri ekki þekkt fyrir að standa vörð um hagsmuni Icelandair. Auk þess sagði Skarphéðinn „Iceland Express ekki átt í neinum vandkvæðum með að sinna flugi til Boston og New York árið 2011 á sama tíma og Wow Air fékk úthlutað, eða kl 17:50." Ummæli Skarphéðins voru svar við ummælum Skúla Mogensen, forstjóra Wow Air, sem sagði meðal annars að Isavia hefði gerst sekt um að „vernda hagsmuni og einokun Icelandair." Samkeppniseftirlitið hefur vegna ummæla Skarphéðins séð tilefni til að senda frá sér yfirlýsingu þar sem Skarphéðni er sendur tónninn. Í yfirlýsingunni er því haldið fram að þessi ummæli Skarphéðins standist ekki skoðun. Yfirlýsingin er rökstudd á þennan hátt:„Af þessu tilefni er rétt að fram komi að á þeim tíma sem Skarphéðinn vísar til hafði Samkeppniseftirlitið til meðferðar kvörtun frá Iceland Express þar sem félagið kvartaði undan alvarlegum samkeppnishindrunum sem stöfuðu af úthlutun flugafgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli. Í júní 2012, þegar Skarphéðinn var framkvæmdastjóri Iceland Express, barst Samkeppniseftirlitinu bréf frá félaginu þar sem fram kemur það mat að fyrirkomulag Isavia við úthlutun afgreiðslutíma hafi haft veruleg útilokunaráhrif fyrir Iceland Express og viðhéldi yfirburðarstöðu Icelandair í áætlunarflugi til og frá Íslandi. Einnig er vísað til þess að Isavia hafi með fyrirkomulaginu veitt Icelandair samkeppnisforskot og „einkarétt“ á bestu afgreiðslutímum á flugvellinum. Hafi Iceland Express m.a. þurft að hætta áætlunarflugi til Bandaríkjanna sem það hafði starfrækt árin 2010 og 2011." Í ljósi þessa eigi ummæli Skarphéðins um að úthlutun á brottfarartímum hafi ekki haft neikvæð áhrif á Iceland Express ekki við rök að styðjast að mati Samkeppniseftirlitsins.
Tengdar fréttir WOW Air þarf að hætta við Ameríkuflug WOW Air er að öllu óbreyttu hætt við áætlunarflug til Norður-Ameríku. Forstjóri félagsins er harðorður í garð rekstaraðila Keflavíkurflugvallar. 29. janúar 2014 19:39 Telur ásakanir WOW ekki standast skoðun Skarphéðinn Berg Steinarsson fyrrverandi forstjóri Iceland Express segir Isavia alls ekki þekkt fyrir að standa vörð um hagsmuni Icelandair. 31. janúar 2014 17:47 Ósammála um úrskurð Samkeppniseftirlitsins Wow Air deila enn vegna fyrirhugaðs flugs til Bandaríkjanna. 30. janúar 2014 18:02 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
WOW Air þarf að hætta við Ameríkuflug WOW Air er að öllu óbreyttu hætt við áætlunarflug til Norður-Ameríku. Forstjóri félagsins er harðorður í garð rekstaraðila Keflavíkurflugvallar. 29. janúar 2014 19:39
Telur ásakanir WOW ekki standast skoðun Skarphéðinn Berg Steinarsson fyrrverandi forstjóri Iceland Express segir Isavia alls ekki þekkt fyrir að standa vörð um hagsmuni Icelandair. 31. janúar 2014 17:47
Ósammála um úrskurð Samkeppniseftirlitsins Wow Air deila enn vegna fyrirhugaðs flugs til Bandaríkjanna. 30. janúar 2014 18:02