Samkeppniseftirlitið sendir Skarphéðni tóninn Jóhannes Stefánsson skrifar 3. febrúar 2014 14:49 Samkeppniseftirlitið segir Skarphéðin Berg Steinarsson tjá sig um mál Wow Air og Isavia á röngum forsendum. „Samkeppniseftirlitið [telur] mikilvægt að opinber umræða um mikilvæg samkeppnismál fari fram á grundvelli réttra forsendna." Svona endar nýútgefin yfirlýsing Samkeppniseftirlitsins, en orðunum er beint að Skarphéðni Berg Steinarssyni, fyrrverandi forstjóra Iceland Express. Samkeppniseftirlitið segir Skarphéðin Berg Steinarsson tjá sig um mál Wow Air og Isavia á röngum forsendum og að hann sé í ósamræmi við sjálfan sig með ummælum sínum við fjölmiðla. Skarphéðinn sagði í samtali við fréttavefinn Túristi.is seinasta föstudag að Isavia væri ekki þekkt fyrir að standa vörð um hagsmuni Icelandair. Auk þess sagði Skarphéðinn „Iceland Express ekki átt í neinum vandkvæðum með að sinna flugi til Boston og New York árið 2011 á sama tíma og Wow Air fékk úthlutað, eða kl 17:50." Ummæli Skarphéðins voru svar við ummælum Skúla Mogensen, forstjóra Wow Air, sem sagði meðal annars að Isavia hefði gerst sekt um að „vernda hagsmuni og einokun Icelandair." Samkeppniseftirlitið hefur vegna ummæla Skarphéðins séð tilefni til að senda frá sér yfirlýsingu þar sem Skarphéðni er sendur tónninn. Í yfirlýsingunni er því haldið fram að þessi ummæli Skarphéðins standist ekki skoðun. Yfirlýsingin er rökstudd á þennan hátt:„Af þessu tilefni er rétt að fram komi að á þeim tíma sem Skarphéðinn vísar til hafði Samkeppniseftirlitið til meðferðar kvörtun frá Iceland Express þar sem félagið kvartaði undan alvarlegum samkeppnishindrunum sem stöfuðu af úthlutun flugafgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli. Í júní 2012, þegar Skarphéðinn var framkvæmdastjóri Iceland Express, barst Samkeppniseftirlitinu bréf frá félaginu þar sem fram kemur það mat að fyrirkomulag Isavia við úthlutun afgreiðslutíma hafi haft veruleg útilokunaráhrif fyrir Iceland Express og viðhéldi yfirburðarstöðu Icelandair í áætlunarflugi til og frá Íslandi. Einnig er vísað til þess að Isavia hafi með fyrirkomulaginu veitt Icelandair samkeppnisforskot og „einkarétt“ á bestu afgreiðslutímum á flugvellinum. Hafi Iceland Express m.a. þurft að hætta áætlunarflugi til Bandaríkjanna sem það hafði starfrækt árin 2010 og 2011." Í ljósi þessa eigi ummæli Skarphéðins um að úthlutun á brottfarartímum hafi ekki haft neikvæð áhrif á Iceland Express ekki við rök að styðjast að mati Samkeppniseftirlitsins. Tengdar fréttir WOW Air þarf að hætta við Ameríkuflug WOW Air er að öllu óbreyttu hætt við áætlunarflug til Norður-Ameríku. Forstjóri félagsins er harðorður í garð rekstaraðila Keflavíkurflugvallar. 29. janúar 2014 19:39 Telur ásakanir WOW ekki standast skoðun Skarphéðinn Berg Steinarsson fyrrverandi forstjóri Iceland Express segir Isavia alls ekki þekkt fyrir að standa vörð um hagsmuni Icelandair. 31. janúar 2014 17:47 Ósammála um úrskurð Samkeppniseftirlitsins Wow Air deila enn vegna fyrirhugaðs flugs til Bandaríkjanna. 30. janúar 2014 18:02 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Sjá meira
„Samkeppniseftirlitið [telur] mikilvægt að opinber umræða um mikilvæg samkeppnismál fari fram á grundvelli réttra forsendna." Svona endar nýútgefin yfirlýsing Samkeppniseftirlitsins, en orðunum er beint að Skarphéðni Berg Steinarssyni, fyrrverandi forstjóra Iceland Express. Samkeppniseftirlitið segir Skarphéðin Berg Steinarsson tjá sig um mál Wow Air og Isavia á röngum forsendum og að hann sé í ósamræmi við sjálfan sig með ummælum sínum við fjölmiðla. Skarphéðinn sagði í samtali við fréttavefinn Túristi.is seinasta föstudag að Isavia væri ekki þekkt fyrir að standa vörð um hagsmuni Icelandair. Auk þess sagði Skarphéðinn „Iceland Express ekki átt í neinum vandkvæðum með að sinna flugi til Boston og New York árið 2011 á sama tíma og Wow Air fékk úthlutað, eða kl 17:50." Ummæli Skarphéðins voru svar við ummælum Skúla Mogensen, forstjóra Wow Air, sem sagði meðal annars að Isavia hefði gerst sekt um að „vernda hagsmuni og einokun Icelandair." Samkeppniseftirlitið hefur vegna ummæla Skarphéðins séð tilefni til að senda frá sér yfirlýsingu þar sem Skarphéðni er sendur tónninn. Í yfirlýsingunni er því haldið fram að þessi ummæli Skarphéðins standist ekki skoðun. Yfirlýsingin er rökstudd á þennan hátt:„Af þessu tilefni er rétt að fram komi að á þeim tíma sem Skarphéðinn vísar til hafði Samkeppniseftirlitið til meðferðar kvörtun frá Iceland Express þar sem félagið kvartaði undan alvarlegum samkeppnishindrunum sem stöfuðu af úthlutun flugafgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli. Í júní 2012, þegar Skarphéðinn var framkvæmdastjóri Iceland Express, barst Samkeppniseftirlitinu bréf frá félaginu þar sem fram kemur það mat að fyrirkomulag Isavia við úthlutun afgreiðslutíma hafi haft veruleg útilokunaráhrif fyrir Iceland Express og viðhéldi yfirburðarstöðu Icelandair í áætlunarflugi til og frá Íslandi. Einnig er vísað til þess að Isavia hafi með fyrirkomulaginu veitt Icelandair samkeppnisforskot og „einkarétt“ á bestu afgreiðslutímum á flugvellinum. Hafi Iceland Express m.a. þurft að hætta áætlunarflugi til Bandaríkjanna sem það hafði starfrækt árin 2010 og 2011." Í ljósi þessa eigi ummæli Skarphéðins um að úthlutun á brottfarartímum hafi ekki haft neikvæð áhrif á Iceland Express ekki við rök að styðjast að mati Samkeppniseftirlitsins.
Tengdar fréttir WOW Air þarf að hætta við Ameríkuflug WOW Air er að öllu óbreyttu hætt við áætlunarflug til Norður-Ameríku. Forstjóri félagsins er harðorður í garð rekstaraðila Keflavíkurflugvallar. 29. janúar 2014 19:39 Telur ásakanir WOW ekki standast skoðun Skarphéðinn Berg Steinarsson fyrrverandi forstjóri Iceland Express segir Isavia alls ekki þekkt fyrir að standa vörð um hagsmuni Icelandair. 31. janúar 2014 17:47 Ósammála um úrskurð Samkeppniseftirlitsins Wow Air deila enn vegna fyrirhugaðs flugs til Bandaríkjanna. 30. janúar 2014 18:02 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Sjá meira
WOW Air þarf að hætta við Ameríkuflug WOW Air er að öllu óbreyttu hætt við áætlunarflug til Norður-Ameríku. Forstjóri félagsins er harðorður í garð rekstaraðila Keflavíkurflugvallar. 29. janúar 2014 19:39
Telur ásakanir WOW ekki standast skoðun Skarphéðinn Berg Steinarsson fyrrverandi forstjóri Iceland Express segir Isavia alls ekki þekkt fyrir að standa vörð um hagsmuni Icelandair. 31. janúar 2014 17:47
Ósammála um úrskurð Samkeppniseftirlitsins Wow Air deila enn vegna fyrirhugaðs flugs til Bandaríkjanna. 30. janúar 2014 18:02