Telur ásakanir WOW ekki standast skoðun Jóhannes Stefánsson skrifar 31. janúar 2014 17:47 Skarphéðinn Berg er undrandi yfir framgöngu Skúla Mogensen, forstjóra Wow Air. Vísir/Kristján Sigurjónsson Skarphéðinn Berg Steinarsson fyrrverandi forstjóri Iceland Express segir Isavia ekki þekkt fyrir að standa vörð um hagsmuni Icelandair. Hann furðar sig á viðbrögðum Skúla Mogensen við því að Wow Air hafi ekki hlotið brottfarartíma á Keflavíkurflugvelli á þeim tíma sem þeir óskuðu eftir.Skúli Mogensen, forstjóri Wow Air, hefur síðustu daga meðal annars sakað Isavia um að „vernda hagsmuni og einokun Icelandair." Hann segir ákvörðun Isavia um að áfrýja niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins, sem komst að því að Isavia skyldi úthluta Wow Air brottfarartíma á Keflavíkurflugvelli „á milli kl 16:00 og 17:30 fyrir flug til áfangastaða í Bandaríkjum Norður-Ameríku," varna því að félagið geti hafið flug til Bandaríkjanna á þessu ári. Áfrýjunin frestar réttaráhrifum ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins, og því þarf Wow Air enn sem komið er að notast við brottfarartíma klukkan 17:50, samkvæmt úthlutun.Ekkert óvenjulegt við úthlutunina Skarphéðinn furðar sig á þessum viðbrögðum Wow Air, enda hafi Iceland Express ekki átt í neinum vandkvæðum með að sinna flugi til Boston og New York árið 2011 á sama tíma og Wow Air fékk úthlutað, eða kl 17:50. Þeir hafi þó þurft að færa morgunflug sín til Evrópu frá klukkan sjö að morgni til klukkan hálf níu, til að halda samhengi í flugáætluninni. Skarphéðinn undrast yfir því að Wow Air geti ekki gert slíkt hið sama, og bendir á að þessar breytingar hafi verið gerðar í góðu samstarfi við Isavia og Icelandair á sínum tíma. Á þeim tíma flýtti Icelandair sínum ferðum til að koma til móts við Iceland Express.Norsk flugmálayfirvöld á öðru máli en Wow AirSAS og norsk flugmálayfirvöld deildu fyrir um áratug síðan um sambærilegt mál á norskum flugvöllum. Fred Andreas Wister, sem annast samræmingu afgreiðslutíma á flugvöllum þar í landi, sagði í samtali við fréttavefinn Túristi.is að norsk yfirvöld gætu ekki beitt sér í slíkum málum, enda væri tímaúthlutun á flugvöllum hluti af sameiginlegum evrópskum reglum, sem hafi forgangsáhrif yfir innlendum lögum samkvæmt EES-samningnum. I ljósi þess hafi Norwegian á sínum tíma þurft að sætta sig við þá tíma sem þeir fengu úthlutað. Félagið hefur þrátt fyrir það dafnað og er meðal stærstu lággjaldaflugfélaga í Evrópu. Fréttavefurinn Túristi.is greinir frá. Tengdar fréttir WOW Air þarf að hætta við Ameríkuflug WOW Air er að öllu óbreyttu hætt við áætlunarflug til Norður-Ameríku. Forstjóri félagsins er harðorður í garð rekstaraðila Keflavíkurflugvallar. 29. janúar 2014 19:39 Ósammála um úrskurð Samkeppniseftirlitsins Wow Air deila enn vegna fyrirhugaðs flugs til Bandaríkjanna. 30. janúar 2014 18:02 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Skarphéðinn Berg Steinarsson fyrrverandi forstjóri Iceland Express segir Isavia ekki þekkt fyrir að standa vörð um hagsmuni Icelandair. Hann furðar sig á viðbrögðum Skúla Mogensen við því að Wow Air hafi ekki hlotið brottfarartíma á Keflavíkurflugvelli á þeim tíma sem þeir óskuðu eftir.Skúli Mogensen, forstjóri Wow Air, hefur síðustu daga meðal annars sakað Isavia um að „vernda hagsmuni og einokun Icelandair." Hann segir ákvörðun Isavia um að áfrýja niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins, sem komst að því að Isavia skyldi úthluta Wow Air brottfarartíma á Keflavíkurflugvelli „á milli kl 16:00 og 17:30 fyrir flug til áfangastaða í Bandaríkjum Norður-Ameríku," varna því að félagið geti hafið flug til Bandaríkjanna á þessu ári. Áfrýjunin frestar réttaráhrifum ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins, og því þarf Wow Air enn sem komið er að notast við brottfarartíma klukkan 17:50, samkvæmt úthlutun.Ekkert óvenjulegt við úthlutunina Skarphéðinn furðar sig á þessum viðbrögðum Wow Air, enda hafi Iceland Express ekki átt í neinum vandkvæðum með að sinna flugi til Boston og New York árið 2011 á sama tíma og Wow Air fékk úthlutað, eða kl 17:50. Þeir hafi þó þurft að færa morgunflug sín til Evrópu frá klukkan sjö að morgni til klukkan hálf níu, til að halda samhengi í flugáætluninni. Skarphéðinn undrast yfir því að Wow Air geti ekki gert slíkt hið sama, og bendir á að þessar breytingar hafi verið gerðar í góðu samstarfi við Isavia og Icelandair á sínum tíma. Á þeim tíma flýtti Icelandair sínum ferðum til að koma til móts við Iceland Express.Norsk flugmálayfirvöld á öðru máli en Wow AirSAS og norsk flugmálayfirvöld deildu fyrir um áratug síðan um sambærilegt mál á norskum flugvöllum. Fred Andreas Wister, sem annast samræmingu afgreiðslutíma á flugvöllum þar í landi, sagði í samtali við fréttavefinn Túristi.is að norsk yfirvöld gætu ekki beitt sér í slíkum málum, enda væri tímaúthlutun á flugvöllum hluti af sameiginlegum evrópskum reglum, sem hafi forgangsáhrif yfir innlendum lögum samkvæmt EES-samningnum. I ljósi þess hafi Norwegian á sínum tíma þurft að sætta sig við þá tíma sem þeir fengu úthlutað. Félagið hefur þrátt fyrir það dafnað og er meðal stærstu lággjaldaflugfélaga í Evrópu. Fréttavefurinn Túristi.is greinir frá.
Tengdar fréttir WOW Air þarf að hætta við Ameríkuflug WOW Air er að öllu óbreyttu hætt við áætlunarflug til Norður-Ameríku. Forstjóri félagsins er harðorður í garð rekstaraðila Keflavíkurflugvallar. 29. janúar 2014 19:39 Ósammála um úrskurð Samkeppniseftirlitsins Wow Air deila enn vegna fyrirhugaðs flugs til Bandaríkjanna. 30. janúar 2014 18:02 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
WOW Air þarf að hætta við Ameríkuflug WOW Air er að öllu óbreyttu hætt við áætlunarflug til Norður-Ameríku. Forstjóri félagsins er harðorður í garð rekstaraðila Keflavíkurflugvallar. 29. janúar 2014 19:39
Ósammála um úrskurð Samkeppniseftirlitsins Wow Air deila enn vegna fyrirhugaðs flugs til Bandaríkjanna. 30. janúar 2014 18:02