Vísbendingar um skattundanskot: Nöfn hundraða Íslendinga til sölu hjá erlendum aðila Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 26. september 2014 07:00 Skattaskjólsmálin virðast fara í gegnum Lúxemborg með einum eða öðrum hætti, að sögn skattrannsóknarstjóra. NORDICPHOTOS/AFP Skattrannsóknarstjóri sendi fjármálaráðuneytinu fyrir rúmri viku greinargerð eftir að hafa farið yfir sýnishorn af gögnum með nöfnum nokkurra hundraða Íslendinga sem tengjast svokölluðum skattaskjólum. Sýnishornin fékk skattrannsóknarstjóri send frá aðila erlendis sem vill selja embættinu gögnin. Það er nú ráðuneytisins að meta hvort kaupa eigi gögnin, að sögn Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra. „Við höfum verið að skoða í sumar og haust sýnishornin frá þeim sem bauð gögnin. Þessi sýnishorn gefa vísbendingar um skattundanskot. Við skiluðum síðan greinargerð frá okkur til fjármálaráðuneytisins fyrir rúmri viku þar sem við lýstum grófri afstöðu okkar sem er eiginlega bæði og. Það er ekkert í hendi og það gæti verið þungt að afla annarra gagna sem nauðsynleg væru yrði tekin ákvörðun um rannsókn en síðan er það spurning hvort reyna eigi það sem hægt er. Nú er boltinn hjá ráðuneytinu og þeirra að meta hvort kaupa eigi gögnin eftir að þeir hafa farið yfir greinargerð okkar,“ segir Bryndís.Bryndís KristjánsdóttirMeirihluti þeirra einstaklinga sem nefndur er í gögnunum sem skattrannsóknarstjóri fékk send hefur ekki áður komið við sögu í rannsóknum embættisins, að því er Bryndís greinir frá. „Við könnumst hins vegar við þetta að hluta til.“ Spurð um hvort nefnd séu skattaskjól sem ekki hafi áður komið við sögu í rannsóknum segir hún að flest málin virðist fara í gegnum Lúxemborg með einum eða öðrum hætti. „Þetta dreifist ekki mjög víða.“ Skattrannsóknarstjóra hefur nokkrum sinnum verið boðið að kaupa ýmis gögn, bæði stór og smá, frá útlöndum en hingað til hefur því verið hafnað. Bryndís segir ýmis önnur lönd hafa keypt slík gögn, til dæmis Þýskaland. Yfirleitt er ekki vitað hverjir það eru sem bjóða gögnin til sölu. Samræður við seljendur hafa aldrei komist á það stig að verð hafi komið til tals, að því er Bryndís greinir frá. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort fjármálaráðuneytið muni mögulega kaupa gögn um einstaklinga í skattaskjólum segir að greinargerð skattrannsóknarstjóra sé til skoðunar. Mest lesið Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Samstarf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri sendi fjármálaráðuneytinu fyrir rúmri viku greinargerð eftir að hafa farið yfir sýnishorn af gögnum með nöfnum nokkurra hundraða Íslendinga sem tengjast svokölluðum skattaskjólum. Sýnishornin fékk skattrannsóknarstjóri send frá aðila erlendis sem vill selja embættinu gögnin. Það er nú ráðuneytisins að meta hvort kaupa eigi gögnin, að sögn Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra. „Við höfum verið að skoða í sumar og haust sýnishornin frá þeim sem bauð gögnin. Þessi sýnishorn gefa vísbendingar um skattundanskot. Við skiluðum síðan greinargerð frá okkur til fjármálaráðuneytisins fyrir rúmri viku þar sem við lýstum grófri afstöðu okkar sem er eiginlega bæði og. Það er ekkert í hendi og það gæti verið þungt að afla annarra gagna sem nauðsynleg væru yrði tekin ákvörðun um rannsókn en síðan er það spurning hvort reyna eigi það sem hægt er. Nú er boltinn hjá ráðuneytinu og þeirra að meta hvort kaupa eigi gögnin eftir að þeir hafa farið yfir greinargerð okkar,“ segir Bryndís.Bryndís KristjánsdóttirMeirihluti þeirra einstaklinga sem nefndur er í gögnunum sem skattrannsóknarstjóri fékk send hefur ekki áður komið við sögu í rannsóknum embættisins, að því er Bryndís greinir frá. „Við könnumst hins vegar við þetta að hluta til.“ Spurð um hvort nefnd séu skattaskjól sem ekki hafi áður komið við sögu í rannsóknum segir hún að flest málin virðist fara í gegnum Lúxemborg með einum eða öðrum hætti. „Þetta dreifist ekki mjög víða.“ Skattrannsóknarstjóra hefur nokkrum sinnum verið boðið að kaupa ýmis gögn, bæði stór og smá, frá útlöndum en hingað til hefur því verið hafnað. Bryndís segir ýmis önnur lönd hafa keypt slík gögn, til dæmis Þýskaland. Yfirleitt er ekki vitað hverjir það eru sem bjóða gögnin til sölu. Samræður við seljendur hafa aldrei komist á það stig að verð hafi komið til tals, að því er Bryndís greinir frá. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort fjármálaráðuneytið muni mögulega kaupa gögn um einstaklinga í skattaskjólum segir að greinargerð skattrannsóknarstjóra sé til skoðunar.
Mest lesið Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Samstarf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira