Landbúnaðurinn má ekki sofna á verðinum Ástvaldur Lárusson skrifar 20. september 2014 07:00 Íslenskur landbúnaður getur blómstrað undir lögmálum markaðsins. Aukin krafa er um lækkað matarverð og er spurningin ekki hvort heldur hvenær innflutningur á erlendum matvælum auðveldast til muna. Einnig er andstaðan í þjóðfélaginu við núverandi styrkja- og tollakerfi orðin mikil og er það ekki gott fyrir ímynd landbúnaðarins. Það má færa rök fyrir því að styrkja- og tollakerfið eins og það er í dag leiði til stöðnunar og bændur og afurðasöluaðilar hafa takmarkaðan hvata til þess að leita nýrra leiða til að hámarka sinn gróða. Það þarf að auka svigrúm til sjálfstæðrar tekjuöflunar hjá bændum, með því að gera það auðveldara fyrir bændur að finna markaði fyrir sínar vörur og leita nýrra tækifæra. Kerfið eins og það er núna hefur leitt til þess að bændur fá ekki viðunandi hagnað af sinni framleiðslu, en krafan um að neytendur fái vöruna á lægra verði verður sífellt háværari. Landbúnaðarvörur eru einhæfar og það þarf mjög lítið að koma til, svo mikil skerðing verði á tekjum bænda. Nýting íslensks landbúnaðar á markaðstækifærum er ekki nægileg til að geta staðið undir sjálfum sér þegar samkeppni kemur á markaðinn. Það er ekki spurning um hvort, heldur hvenær slakað verður á innflutningshöftum og er landbúnaðurinn ekki nógu sterkur til þess að standa undir högginu sem verður af breyttum markaðsaðstæðum. Það er eðlilegt að sú staðreynd að enn er ekki búið að selja mörg tonn af lambakjöti frá því í fyrra veki tortryggni. Á mörgum sviðum fá lögmál markaðarins ekki að njóta sín. Innflutningshöftum á erlendu grænmeti var þó létt fyrir rúmlega áratug. Ekki fóru grænmetisbændur á hausinn, heldur hefur þeirra stétt eflst til muna. Samkvæmt þessu ætti samkeppni í öðrum búgreinum ekki að verða þeim að falli, ef rétt er staðið að verki. Það er t.d. hægt að spyrja sig hvort það sé hlutverk íslenskra sauðfjárbænda að framleiða eins ódýrt lambakjöt fyrir íslenska neytendur og hægt er. Ekki er heldur réttlætanlegt að reyna að framleiða ódýra vöru fyrir erlenda markaði; styrkleikar okkar liggja ekki þar. Það eru mörg tækifæri í sölu á dýrri sérvöru á bæði innlendum og erlendum markaði þar sem væri hægt að beina athyglinni að hreinleika íslenskrar framleiðslu. Íslensk landbúnaðarvara gæti skapað sér sess sem sérvara á innlendum og erlendum mörkuðum. Erlend vara á íslenskum markaði þarf ekki að koma í veg fyrir að neytendur velji íslenskt, ef vel er staðið að verki við markaðssetningu og framsetningu íslenskra aðila. Hvatinn til að standa sig vel í þeim efnum væri mikill við þær aðstæður og myndi hjálpa til við að skapa vöru sem á erindi á kröfuharða erlenda markaði. Við þurfum að styrkja stoðir landbúnaðarins á ýmsum víglínum svo að hann geti staðið í lappirnar þegar fyrirhuguð samkeppni eykst á þeirra stærstu núverandi markaðshlutdeild. Framleiðslugeta íslensks landbúnaðar er meiri en eftirspurn íslenskra neytenda og því þarf að skapa grundvöll fyrir að nýta þá getu sem best. Á þeim sviðum þar sem framleiðslugetan er ekki nægjanleg til að uppfylla íslenska eftirspurn verður að markaðsetja þá vöru sem íslenska sérvöru. Það er framþróun á öllum sviðum samfélagsins og má landbúnaðurinn ekki dragast aftur úr. Nú virðist það vera þannig að landbúnaðurinn reyni að viðhalda lágu þjónustustigi, en þá snúast veikleikarnir, erfiðar náttúrulegar aðstæður, gegn honum. Það er ekkert að því að flytja inn erlendar landbúnaðarvörur, svo fremi sem íslenskur landbúnaður geti brugðist við því. Það þarf bara að grípa tækifærin og horfa fram á veginn. Ólíklegt er að auknir styrkir muni vænka hag bænda til frambúðar. Ég er þó ekki að segja að það sé rétt að fella styrkjakerfið til bænda alveg niður og taka tollverndina af, en hagsmunaaðilar eiga ekki að vera hræddir við að ræða breytingar á þessu sem gætu orðið bæði neytendum og bændum í hag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Íslenskur landbúnaður getur blómstrað undir lögmálum markaðsins. Aukin krafa er um lækkað matarverð og er spurningin ekki hvort heldur hvenær innflutningur á erlendum matvælum auðveldast til muna. Einnig er andstaðan í þjóðfélaginu við núverandi styrkja- og tollakerfi orðin mikil og er það ekki gott fyrir ímynd landbúnaðarins. Það má færa rök fyrir því að styrkja- og tollakerfið eins og það er í dag leiði til stöðnunar og bændur og afurðasöluaðilar hafa takmarkaðan hvata til þess að leita nýrra leiða til að hámarka sinn gróða. Það þarf að auka svigrúm til sjálfstæðrar tekjuöflunar hjá bændum, með því að gera það auðveldara fyrir bændur að finna markaði fyrir sínar vörur og leita nýrra tækifæra. Kerfið eins og það er núna hefur leitt til þess að bændur fá ekki viðunandi hagnað af sinni framleiðslu, en krafan um að neytendur fái vöruna á lægra verði verður sífellt háværari. Landbúnaðarvörur eru einhæfar og það þarf mjög lítið að koma til, svo mikil skerðing verði á tekjum bænda. Nýting íslensks landbúnaðar á markaðstækifærum er ekki nægileg til að geta staðið undir sjálfum sér þegar samkeppni kemur á markaðinn. Það er ekki spurning um hvort, heldur hvenær slakað verður á innflutningshöftum og er landbúnaðurinn ekki nógu sterkur til þess að standa undir högginu sem verður af breyttum markaðsaðstæðum. Það er eðlilegt að sú staðreynd að enn er ekki búið að selja mörg tonn af lambakjöti frá því í fyrra veki tortryggni. Á mörgum sviðum fá lögmál markaðarins ekki að njóta sín. Innflutningshöftum á erlendu grænmeti var þó létt fyrir rúmlega áratug. Ekki fóru grænmetisbændur á hausinn, heldur hefur þeirra stétt eflst til muna. Samkvæmt þessu ætti samkeppni í öðrum búgreinum ekki að verða þeim að falli, ef rétt er staðið að verki. Það er t.d. hægt að spyrja sig hvort það sé hlutverk íslenskra sauðfjárbænda að framleiða eins ódýrt lambakjöt fyrir íslenska neytendur og hægt er. Ekki er heldur réttlætanlegt að reyna að framleiða ódýra vöru fyrir erlenda markaði; styrkleikar okkar liggja ekki þar. Það eru mörg tækifæri í sölu á dýrri sérvöru á bæði innlendum og erlendum markaði þar sem væri hægt að beina athyglinni að hreinleika íslenskrar framleiðslu. Íslensk landbúnaðarvara gæti skapað sér sess sem sérvara á innlendum og erlendum mörkuðum. Erlend vara á íslenskum markaði þarf ekki að koma í veg fyrir að neytendur velji íslenskt, ef vel er staðið að verki við markaðssetningu og framsetningu íslenskra aðila. Hvatinn til að standa sig vel í þeim efnum væri mikill við þær aðstæður og myndi hjálpa til við að skapa vöru sem á erindi á kröfuharða erlenda markaði. Við þurfum að styrkja stoðir landbúnaðarins á ýmsum víglínum svo að hann geti staðið í lappirnar þegar fyrirhuguð samkeppni eykst á þeirra stærstu núverandi markaðshlutdeild. Framleiðslugeta íslensks landbúnaðar er meiri en eftirspurn íslenskra neytenda og því þarf að skapa grundvöll fyrir að nýta þá getu sem best. Á þeim sviðum þar sem framleiðslugetan er ekki nægjanleg til að uppfylla íslenska eftirspurn verður að markaðsetja þá vöru sem íslenska sérvöru. Það er framþróun á öllum sviðum samfélagsins og má landbúnaðurinn ekki dragast aftur úr. Nú virðist það vera þannig að landbúnaðurinn reyni að viðhalda lágu þjónustustigi, en þá snúast veikleikarnir, erfiðar náttúrulegar aðstæður, gegn honum. Það er ekkert að því að flytja inn erlendar landbúnaðarvörur, svo fremi sem íslenskur landbúnaður geti brugðist við því. Það þarf bara að grípa tækifærin og horfa fram á veginn. Ólíklegt er að auknir styrkir muni vænka hag bænda til frambúðar. Ég er þó ekki að segja að það sé rétt að fella styrkjakerfið til bænda alveg niður og taka tollverndina af, en hagsmunaaðilar eiga ekki að vera hræddir við að ræða breytingar á þessu sem gætu orðið bæði neytendum og bændum í hag.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun