Advania á markað í Svíþjóð innan nokkurra ára Snærós Sindradóttir skrifar 26. júní 2014 00:01 .Forstjórinn, Gestur G Gestsson, er ánægður með áhuga erlendu fjárfestanna á hugbúnaðarfyrirtækinu Advania VÍSIR/GVA Framtakssjóður Íslands, sem er meirihlutaeigandi í hugbúnaðarfyrirtækinu Advania, hefur gert samkomulag við norræna fjárfesta um að sjóðurinn framselji forgangsrétt sinn til áætlaðrar hlutafjáraukningar í fyrirtækinu. Samkomulagið tryggir fjárfestunum að lágmarki 51 prósents hlut í fyrirtækinu. Hlutafé í Advania verður aukið um tvo milljarða króna samhliða þessu. Fjárfestarnir koma að Advania í gegnum sænska félagið AdvInvest en hópurinn er samsettur af reynslumiklum mönnum í upplýsingageiranum hið ytra. „Þetta eru fyrst og fremst stjórnendur og stofnendur upplýsingatæknifyrirtækja síðustu 20 til 30 ára og þeir hafa starfað hjá flestum stærstu upplýsingatæknifyrirtækjunum á Norðurlöndum,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania. Gestur segir að aðkoma fjárfestanna að fyrirtækinu muni reynast Advania vel. „Þetta er gífurlega gott fyrir félagið. Þetta sýnir ekki bara trú á Advania heldur því að það að reka upplýsingatæknifyrirtæki á Íslandi getur verið kjölfesta í öflugri starfsemi á Norðurlöndum.“ Nái áætlanir hinna erlendu fjárfesta hjá AdvInvest fram að ganga verður Advania sett á markað á Íslandi og í Svíþjóð á næstu árum. „Það eru að koma að félaginu aðilar með mikla reynslu og þekkingu á mörkuðum í Skandinavíu. Þeir ætla að nýta sér þá kunnáttu og sitt tengslanet til að auka veg Advania á erlendum mörkuðum. Markaðslega hefur þetta mikið meiri þýðingu erlendis en hér heima,“ segir Gestur. Aðrir hluthafar í Advania hafa verið boðaðir á fund hjá fyrirtækinu þann 2. júlí næstkomandi. Auk framtakssjóðsins, sem er aðaleigandi Advania, eru liðlega fjörutíu hluthafar í félaginu. „Þetta er allt háð samþykki hluthafafundar,“ segir Gestur. „Núverandi hluthöfum er boðið hvort heldur sem er að taka þátt og auka sinn hlut eða sitja hjá. Það verða haldnar fjárfestingarkynningar fyrir hluthafa og farið verður í gegnum tækifæri okkar fram undan. Í lok þess verða hluthafar að gera upp við sig hvað þeir vilja gera.“ Afstaða annarra hlutafjáreigenda mun ráða hve stóran hlut AdvInvest mun eignast í Advania. Fjárfesting AdvInvest í Advania er ein stærsta fjárfesting erlendra aðila í íslensku atvinnulífi frá efnahagshruni árið 2008. Advania er stærsta upplýsingatæknifyrirtæki landsins með um 1.100 starfsmenn. Tap fyrirtækisins árið 2012 nam 1.692 milljónum króna og 360 milljónum á síðasta ári. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Von, hugrekki og virðing við lok lífs Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Framtakssjóður Íslands, sem er meirihlutaeigandi í hugbúnaðarfyrirtækinu Advania, hefur gert samkomulag við norræna fjárfesta um að sjóðurinn framselji forgangsrétt sinn til áætlaðrar hlutafjáraukningar í fyrirtækinu. Samkomulagið tryggir fjárfestunum að lágmarki 51 prósents hlut í fyrirtækinu. Hlutafé í Advania verður aukið um tvo milljarða króna samhliða þessu. Fjárfestarnir koma að Advania í gegnum sænska félagið AdvInvest en hópurinn er samsettur af reynslumiklum mönnum í upplýsingageiranum hið ytra. „Þetta eru fyrst og fremst stjórnendur og stofnendur upplýsingatæknifyrirtækja síðustu 20 til 30 ára og þeir hafa starfað hjá flestum stærstu upplýsingatæknifyrirtækjunum á Norðurlöndum,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania. Gestur segir að aðkoma fjárfestanna að fyrirtækinu muni reynast Advania vel. „Þetta er gífurlega gott fyrir félagið. Þetta sýnir ekki bara trú á Advania heldur því að það að reka upplýsingatæknifyrirtæki á Íslandi getur verið kjölfesta í öflugri starfsemi á Norðurlöndum.“ Nái áætlanir hinna erlendu fjárfesta hjá AdvInvest fram að ganga verður Advania sett á markað á Íslandi og í Svíþjóð á næstu árum. „Það eru að koma að félaginu aðilar með mikla reynslu og þekkingu á mörkuðum í Skandinavíu. Þeir ætla að nýta sér þá kunnáttu og sitt tengslanet til að auka veg Advania á erlendum mörkuðum. Markaðslega hefur þetta mikið meiri þýðingu erlendis en hér heima,“ segir Gestur. Aðrir hluthafar í Advania hafa verið boðaðir á fund hjá fyrirtækinu þann 2. júlí næstkomandi. Auk framtakssjóðsins, sem er aðaleigandi Advania, eru liðlega fjörutíu hluthafar í félaginu. „Þetta er allt háð samþykki hluthafafundar,“ segir Gestur. „Núverandi hluthöfum er boðið hvort heldur sem er að taka þátt og auka sinn hlut eða sitja hjá. Það verða haldnar fjárfestingarkynningar fyrir hluthafa og farið verður í gegnum tækifæri okkar fram undan. Í lok þess verða hluthafar að gera upp við sig hvað þeir vilja gera.“ Afstaða annarra hlutafjáreigenda mun ráða hve stóran hlut AdvInvest mun eignast í Advania. Fjárfesting AdvInvest í Advania er ein stærsta fjárfesting erlendra aðila í íslensku atvinnulífi frá efnahagshruni árið 2008. Advania er stærsta upplýsingatæknifyrirtæki landsins með um 1.100 starfsmenn. Tap fyrirtækisins árið 2012 nam 1.692 milljónum króna og 360 milljónum á síðasta ári.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Von, hugrekki og virðing við lok lífs Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira