Advania á markað í Svíþjóð innan nokkurra ára Snærós Sindradóttir skrifar 26. júní 2014 00:01 .Forstjórinn, Gestur G Gestsson, er ánægður með áhuga erlendu fjárfestanna á hugbúnaðarfyrirtækinu Advania VÍSIR/GVA Framtakssjóður Íslands, sem er meirihlutaeigandi í hugbúnaðarfyrirtækinu Advania, hefur gert samkomulag við norræna fjárfesta um að sjóðurinn framselji forgangsrétt sinn til áætlaðrar hlutafjáraukningar í fyrirtækinu. Samkomulagið tryggir fjárfestunum að lágmarki 51 prósents hlut í fyrirtækinu. Hlutafé í Advania verður aukið um tvo milljarða króna samhliða þessu. Fjárfestarnir koma að Advania í gegnum sænska félagið AdvInvest en hópurinn er samsettur af reynslumiklum mönnum í upplýsingageiranum hið ytra. „Þetta eru fyrst og fremst stjórnendur og stofnendur upplýsingatæknifyrirtækja síðustu 20 til 30 ára og þeir hafa starfað hjá flestum stærstu upplýsingatæknifyrirtækjunum á Norðurlöndum,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania. Gestur segir að aðkoma fjárfestanna að fyrirtækinu muni reynast Advania vel. „Þetta er gífurlega gott fyrir félagið. Þetta sýnir ekki bara trú á Advania heldur því að það að reka upplýsingatæknifyrirtæki á Íslandi getur verið kjölfesta í öflugri starfsemi á Norðurlöndum.“ Nái áætlanir hinna erlendu fjárfesta hjá AdvInvest fram að ganga verður Advania sett á markað á Íslandi og í Svíþjóð á næstu árum. „Það eru að koma að félaginu aðilar með mikla reynslu og þekkingu á mörkuðum í Skandinavíu. Þeir ætla að nýta sér þá kunnáttu og sitt tengslanet til að auka veg Advania á erlendum mörkuðum. Markaðslega hefur þetta mikið meiri þýðingu erlendis en hér heima,“ segir Gestur. Aðrir hluthafar í Advania hafa verið boðaðir á fund hjá fyrirtækinu þann 2. júlí næstkomandi. Auk framtakssjóðsins, sem er aðaleigandi Advania, eru liðlega fjörutíu hluthafar í félaginu. „Þetta er allt háð samþykki hluthafafundar,“ segir Gestur. „Núverandi hluthöfum er boðið hvort heldur sem er að taka þátt og auka sinn hlut eða sitja hjá. Það verða haldnar fjárfestingarkynningar fyrir hluthafa og farið verður í gegnum tækifæri okkar fram undan. Í lok þess verða hluthafar að gera upp við sig hvað þeir vilja gera.“ Afstaða annarra hlutafjáreigenda mun ráða hve stóran hlut AdvInvest mun eignast í Advania. Fjárfesting AdvInvest í Advania er ein stærsta fjárfesting erlendra aðila í íslensku atvinnulífi frá efnahagshruni árið 2008. Advania er stærsta upplýsingatæknifyrirtæki landsins með um 1.100 starfsmenn. Tap fyrirtækisins árið 2012 nam 1.692 milljónum króna og 360 milljónum á síðasta ári. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Framtakssjóður Íslands, sem er meirihlutaeigandi í hugbúnaðarfyrirtækinu Advania, hefur gert samkomulag við norræna fjárfesta um að sjóðurinn framselji forgangsrétt sinn til áætlaðrar hlutafjáraukningar í fyrirtækinu. Samkomulagið tryggir fjárfestunum að lágmarki 51 prósents hlut í fyrirtækinu. Hlutafé í Advania verður aukið um tvo milljarða króna samhliða þessu. Fjárfestarnir koma að Advania í gegnum sænska félagið AdvInvest en hópurinn er samsettur af reynslumiklum mönnum í upplýsingageiranum hið ytra. „Þetta eru fyrst og fremst stjórnendur og stofnendur upplýsingatæknifyrirtækja síðustu 20 til 30 ára og þeir hafa starfað hjá flestum stærstu upplýsingatæknifyrirtækjunum á Norðurlöndum,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania. Gestur segir að aðkoma fjárfestanna að fyrirtækinu muni reynast Advania vel. „Þetta er gífurlega gott fyrir félagið. Þetta sýnir ekki bara trú á Advania heldur því að það að reka upplýsingatæknifyrirtæki á Íslandi getur verið kjölfesta í öflugri starfsemi á Norðurlöndum.“ Nái áætlanir hinna erlendu fjárfesta hjá AdvInvest fram að ganga verður Advania sett á markað á Íslandi og í Svíþjóð á næstu árum. „Það eru að koma að félaginu aðilar með mikla reynslu og þekkingu á mörkuðum í Skandinavíu. Þeir ætla að nýta sér þá kunnáttu og sitt tengslanet til að auka veg Advania á erlendum mörkuðum. Markaðslega hefur þetta mikið meiri þýðingu erlendis en hér heima,“ segir Gestur. Aðrir hluthafar í Advania hafa verið boðaðir á fund hjá fyrirtækinu þann 2. júlí næstkomandi. Auk framtakssjóðsins, sem er aðaleigandi Advania, eru liðlega fjörutíu hluthafar í félaginu. „Þetta er allt háð samþykki hluthafafundar,“ segir Gestur. „Núverandi hluthöfum er boðið hvort heldur sem er að taka þátt og auka sinn hlut eða sitja hjá. Það verða haldnar fjárfestingarkynningar fyrir hluthafa og farið verður í gegnum tækifæri okkar fram undan. Í lok þess verða hluthafar að gera upp við sig hvað þeir vilja gera.“ Afstaða annarra hlutafjáreigenda mun ráða hve stóran hlut AdvInvest mun eignast í Advania. Fjárfesting AdvInvest í Advania er ein stærsta fjárfesting erlendra aðila í íslensku atvinnulífi frá efnahagshruni árið 2008. Advania er stærsta upplýsingatæknifyrirtæki landsins með um 1.100 starfsmenn. Tap fyrirtækisins árið 2012 nam 1.692 milljónum króna og 360 milljónum á síðasta ári.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira