Ferðir tólf þúsund farþega Icelandair í uppnámi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2014 15:57 Guðjón Arngrímsson. Vísir/Heiða Icelandair hefur fellt niður 65 flug félagsins mánudaginn 16. júní, vegna sólarhringsverkfalls Flugvirkjafélags Íslands, sem stendur frá kl. 06.00 til kl. 06.00 næsta morguns. Þetta eru öll flug Icelandair þennan dag, nema þau flug sem hefjast erlendis síðdegis 16. júní og lenda á Keflavíkurflugvelli að morgni 17. júní. Listi yfir niðurfelld flug er á Icelandair.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Samningafundi flugvirkja við Samtök atvinnulífsins lauk um þrjúleytið í dag án árangurs. Flugvirkjar höfðu boðað til vinnustöðvunar á mánudag en til allsherjarverkfalls kemur fimmtudaginn 19. júní náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í tilkynningunni frá Icelandair segir að ákvörðun um að fella niður flugin með þessum fyrirvara hafi verið tekin til þess að eyða óvissu og gefa farþegum tækifæri á því að gera nauðsynlegar ráðstafanir. Í heild hafi aðgerðirnar áhrif á ferðir um 12 þúsund farþega sem langflestir séu erlendir ferðamenn. Upplýsingum sé komið til þeirra eftir fremsta megni m.a. með textaskilaboðum og tölvupósti. Mikið álag er á þjónustuveri félagsins. „Þetta eru okkur mikil vonbrigði. Samningum er lokið við yfir 95% af starfsfólki Icelandair Group og flugvirkjum standa til boða sambærilegar kjarabætur og samstarfsmenn þeirra hafa nýlega samið um. Í þeirri stöðu er útilokað fyrir félagið að ganga að ítrekaðri kröfu flugvirkja um margfalt meiri hækkun launa en aðrir hafa fengið. Viðræður hafa engan árangur borið. Við neyðumst því til þess að taka strax í dag ákvörðun um að fella niður allt flug á mánudag. Við biðjum viðskiptavini félagsins velvirðingar á þeirri miklu röskun sem verkfallið veldur og gerum allt sem í okkar valdi stendur þeim til aðstoðar," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Icelandair mun í dag og um helgina reyna eftir fremsta megni reyna að leysa úr vanda farþega m.a. með því að flytja þá yfir á flug annarra flugfélaga eins og hægt er, einnig að færa farþega á önnur flug Icelandair til og frá áfangastöðunum ef það er unnt, eða breyta farmiðum með öðrum hætti. Þeir sem hætta við ferð sína munu fá endurgreitt. Aukaflugum hefur verið bætt við áætlun félagsins á sunnudag og þriðjudag til þess að mæta álaginu að því er segir í tilkynningunni. „Áhrif eins sólarhrings verkfalls eru mun meiri nú um miðjan júní en fyrir mánuði síðan, þar sem háannatími ferðaþjónustunnar er genginn í garð og flug hefur verið aukið til muna frá því sem þá var og farþegafjöldinn meiri”, segir Guðjón. Mest lesið Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Sjá meira
Icelandair hefur fellt niður 65 flug félagsins mánudaginn 16. júní, vegna sólarhringsverkfalls Flugvirkjafélags Íslands, sem stendur frá kl. 06.00 til kl. 06.00 næsta morguns. Þetta eru öll flug Icelandair þennan dag, nema þau flug sem hefjast erlendis síðdegis 16. júní og lenda á Keflavíkurflugvelli að morgni 17. júní. Listi yfir niðurfelld flug er á Icelandair.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Samningafundi flugvirkja við Samtök atvinnulífsins lauk um þrjúleytið í dag án árangurs. Flugvirkjar höfðu boðað til vinnustöðvunar á mánudag en til allsherjarverkfalls kemur fimmtudaginn 19. júní náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í tilkynningunni frá Icelandair segir að ákvörðun um að fella niður flugin með þessum fyrirvara hafi verið tekin til þess að eyða óvissu og gefa farþegum tækifæri á því að gera nauðsynlegar ráðstafanir. Í heild hafi aðgerðirnar áhrif á ferðir um 12 þúsund farþega sem langflestir séu erlendir ferðamenn. Upplýsingum sé komið til þeirra eftir fremsta megni m.a. með textaskilaboðum og tölvupósti. Mikið álag er á þjónustuveri félagsins. „Þetta eru okkur mikil vonbrigði. Samningum er lokið við yfir 95% af starfsfólki Icelandair Group og flugvirkjum standa til boða sambærilegar kjarabætur og samstarfsmenn þeirra hafa nýlega samið um. Í þeirri stöðu er útilokað fyrir félagið að ganga að ítrekaðri kröfu flugvirkja um margfalt meiri hækkun launa en aðrir hafa fengið. Viðræður hafa engan árangur borið. Við neyðumst því til þess að taka strax í dag ákvörðun um að fella niður allt flug á mánudag. Við biðjum viðskiptavini félagsins velvirðingar á þeirri miklu röskun sem verkfallið veldur og gerum allt sem í okkar valdi stendur þeim til aðstoðar," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Icelandair mun í dag og um helgina reyna eftir fremsta megni reyna að leysa úr vanda farþega m.a. með því að flytja þá yfir á flug annarra flugfélaga eins og hægt er, einnig að færa farþega á önnur flug Icelandair til og frá áfangastöðunum ef það er unnt, eða breyta farmiðum með öðrum hætti. Þeir sem hætta við ferð sína munu fá endurgreitt. Aukaflugum hefur verið bætt við áætlun félagsins á sunnudag og þriðjudag til þess að mæta álaginu að því er segir í tilkynningunni. „Áhrif eins sólarhrings verkfalls eru mun meiri nú um miðjan júní en fyrir mánuði síðan, þar sem háannatími ferðaþjónustunnar er genginn í garð og flug hefur verið aukið til muna frá því sem þá var og farþegafjöldinn meiri”, segir Guðjón.
Mest lesið Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Sjá meira