Körfuboltamaðurinn LeBron James er ekki enn búinn að ákveða hvort hann muni spila með Bandaríkjunum á Ólympíuleikunum í Ríó 2016.
„Ég er langt frá því að vera búinn að taka ákvörðun,“ sagði James eftir æfingu hjá Cleveland Cavaliers.
„Ég hef ekki hugsað mikið um þetta. Að sjálfsögðu veit hvað er að gerast og hvað er í gangi. En ég hef ekki enn ákveðið mig.“
James, sem gekk til liðs við Cleveland á nýjan leik í sumar, hefur í þrígang tekið þátt á Ólympíuleikum. Hann var í bronsliði Bandaríkjanna í Aþenu 2004, en fjórum árum seinna fengu Bandaríkjamenn gullverðlaun í Peking. Þeir endurtóku svo leikinn í London 2012.
James spilaði ekki með Bandaríkjunum á HM í sumar, en hann vann til bronsverðlauna á HM 2006.
Óvíst hvort LeBron verði með 2016
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
