Höftin stærsta ógnin við stöðugleika hér á landi Samúel Karl Ólason skrifar 8. júlí 2014 10:01 Þorsteienn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/GVA „Fjármagnshöftin eru stærsta ógnin við efnahagslegan stöðugleika hér á landi. Afnám þeirra er því nauðsynleg forsenda heilbrigðs og stöðugs efnahagslífs og batnandi lífskjara hér á landi.“ Þetta skrifar Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun undir heitinu: Fjármagnshöftin - vernd eða vá?. Hann segir að mikið hafi verið rætt um áhættu sem felist í afnámi hafta, en minna um óhjákvæmileg skaðleg áhrif haftanna á fjármagnskerfið til lengri tíma. „Allar líkur eru á að höftin auki mjög innlenda þenslu og valdi umtalsverðum verðbólguþrýstingi á næstu árum. Þá er ótalinn kostnaður hagkerfisins vegna glataðra fjárfestingartækifæra, minni nýliðunar fyrirtækja og brotthvarfs einhverra þeirra úr landi vegna óviðunandi rekstrarskilyrða innan hafta.“Ekki einfalt verkefni, en mikilvægt Segir hann afnám fjármagnshafta vera mikilvægasta verkefnið sem íslensk stjórnvöld standa frammi fyrir. Það sé ekki einfalt og afnámi haft muni fylgja óvissa og þá sérstaklega hvað varði þróun gengis krónunnar og verðlags. „Það auðveldar hins vegar verkið að aðstæður til afnáms þeirra eru eins hagstæðar og kostur er á. Efnahagslífið er í ágætu jafnvægi, verðbólga lág, hagvöxtur tekinn að aukast á nýjan leik og traust á íslenska hagkerfinu fer vaxandi,“ segir Þorsteinn. „Verkefnið er ekki einfalt og afnámi hafta mun óhjákvæmilega fylgja óviss, sér í lagi hvað varðar þróun gengis og verðlags.“ Þorsteinn segir peningamagn í umferð og eignir lífeyrissjóða nær aldrei hafa verið meiri sem hlutfal af landsframleiðslu. „Þetta fjármagn er læst inni í fjármagnshöftum og getur einvörðungu leitað í innlenda fjárfestingarkosti. Nægum fjárfestingarkostum innanlands er ekki til að dreifa fyrir allt þetta fjármagn og það mun þrýsta eignaverði upp á komandi misserum.“ Líklegt er að því muni fylgja bólumyndun á eignamörkuðum á komandi árum og ofþennsla. Í kjölfarið fylgir aukin verðbólga, gengisfall og efnahagskreppa.Hraðari þróun en áður Þá segir Þorsteinn að framtíðarlífeyrir þjóðarinnar hvíli á þeirri forsendu að lífeyrissjóðir geti ávaxtað fé með að lágmarki 3,5 prósenta raunávöxtun til lengri tíma. „Innan fjármagnshafta er slík ávöxtunarforsenda ekki raunhæf og aðeins tímaspursmál hvenær lífeyrissjóðir þurfa að bregðast við með skerðingu lífeyrisréttinda, sjái ekki fyrir endann á fjármagnshöftum.“ Þorsteinn segir ofþennslu allt of vel þekkt fyrirbæri í íslensku efnahagslífi og því miður hafi efnahagsstjórn jafnan verið slök í góðæri. Nú muni þróunin líklega vera hraðari en áður vegna þess mikla fjármagns sem er læst hér inni. „Lykilforsenda þess að hægt verði að koma í veg fyrir ofhitnun hagkerfisins er hratt afnám fjármagnshafta. Efnahagsleg áhætta afnáms hafta er mun minni en hættan sem fylgir enn einni rússíbanareið íslensks efnahagslífs með kunnuglegri kollsteypu í lok ferðar.“ Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
„Fjármagnshöftin eru stærsta ógnin við efnahagslegan stöðugleika hér á landi. Afnám þeirra er því nauðsynleg forsenda heilbrigðs og stöðugs efnahagslífs og batnandi lífskjara hér á landi.“ Þetta skrifar Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun undir heitinu: Fjármagnshöftin - vernd eða vá?. Hann segir að mikið hafi verið rætt um áhættu sem felist í afnámi hafta, en minna um óhjákvæmileg skaðleg áhrif haftanna á fjármagnskerfið til lengri tíma. „Allar líkur eru á að höftin auki mjög innlenda þenslu og valdi umtalsverðum verðbólguþrýstingi á næstu árum. Þá er ótalinn kostnaður hagkerfisins vegna glataðra fjárfestingartækifæra, minni nýliðunar fyrirtækja og brotthvarfs einhverra þeirra úr landi vegna óviðunandi rekstrarskilyrða innan hafta.“Ekki einfalt verkefni, en mikilvægt Segir hann afnám fjármagnshafta vera mikilvægasta verkefnið sem íslensk stjórnvöld standa frammi fyrir. Það sé ekki einfalt og afnámi haft muni fylgja óvissa og þá sérstaklega hvað varði þróun gengis krónunnar og verðlags. „Það auðveldar hins vegar verkið að aðstæður til afnáms þeirra eru eins hagstæðar og kostur er á. Efnahagslífið er í ágætu jafnvægi, verðbólga lág, hagvöxtur tekinn að aukast á nýjan leik og traust á íslenska hagkerfinu fer vaxandi,“ segir Þorsteinn. „Verkefnið er ekki einfalt og afnámi hafta mun óhjákvæmilega fylgja óviss, sér í lagi hvað varðar þróun gengis og verðlags.“ Þorsteinn segir peningamagn í umferð og eignir lífeyrissjóða nær aldrei hafa verið meiri sem hlutfal af landsframleiðslu. „Þetta fjármagn er læst inni í fjármagnshöftum og getur einvörðungu leitað í innlenda fjárfestingarkosti. Nægum fjárfestingarkostum innanlands er ekki til að dreifa fyrir allt þetta fjármagn og það mun þrýsta eignaverði upp á komandi misserum.“ Líklegt er að því muni fylgja bólumyndun á eignamörkuðum á komandi árum og ofþennsla. Í kjölfarið fylgir aukin verðbólga, gengisfall og efnahagskreppa.Hraðari þróun en áður Þá segir Þorsteinn að framtíðarlífeyrir þjóðarinnar hvíli á þeirri forsendu að lífeyrissjóðir geti ávaxtað fé með að lágmarki 3,5 prósenta raunávöxtun til lengri tíma. „Innan fjármagnshafta er slík ávöxtunarforsenda ekki raunhæf og aðeins tímaspursmál hvenær lífeyrissjóðir þurfa að bregðast við með skerðingu lífeyrisréttinda, sjái ekki fyrir endann á fjármagnshöftum.“ Þorsteinn segir ofþennslu allt of vel þekkt fyrirbæri í íslensku efnahagslífi og því miður hafi efnahagsstjórn jafnan verið slök í góðæri. Nú muni þróunin líklega vera hraðari en áður vegna þess mikla fjármagns sem er læst hér inni. „Lykilforsenda þess að hægt verði að koma í veg fyrir ofhitnun hagkerfisins er hratt afnám fjármagnshafta. Efnahagsleg áhætta afnáms hafta er mun minni en hættan sem fylgir enn einni rússíbanareið íslensks efnahagslífs með kunnuglegri kollsteypu í lok ferðar.“
Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun