EasyJet tvöfaldar ferðafjölda til íslands Heimir Már Pétursson skrifar 8. júlí 2014 19:45 easyJet tilkynnti í dag um fjölgun áfangastaða til og frá Íslandi um þrjá, aukna tíðni til tveggja annarra og tvöföldun ferða til og frá landinu á næsta ári. Framkvæmdastjóri félagsins áætlar að farþegar easyJet skili Íslendingum um 40 milljörðum króna í gjaldeyristekjur á næsta ári. Vöxtur easyJet á Íslandi á undanförnum tveimur árum hefur nánast verið með ólíkindum. En félagið stefnir að því að verða næststærsta félagið sem þjónar Íslandi á næsta ári. easyJet tilkynnti á fréttamannafundi í dag að heilsársflug milli Keflavíkur og Belfast á norður Írlandi og Genfar í Sviss hefjist í lok október og til Gatwick flugvallar í Lundúnum í desember. Áfangastaðir félagsins verða þar með orðnir átta. Þá verður tíðni ferða aukin á Manchester og Luton og frá og með febrúar á næsta ári verða ferðir félagsins til og frá landinu orðnar 110 á mánuði en eru 52 nú. „Það er ekki beint flug til Írlands eins og er þannig að þar er mikil þörf og við verðum vör við mikinn áhuga hjá Írum, sem verða að fara í gegnum Manchester eða Luton til að koma hingað til lands. Genf varð fyrir valinu þar sem hún er fjármálamiðstöð Sviss og við erum með öfluga miðstöð þar. Þá gefst Íslendingum færi á að komast til margra bestu skíðasvæða heims frá Genf, þannig þar er mikil eftirspurn,“ segir Ali Gayward framkvæmdastjóri easyJet fyrir Ísland. Þá sé easyJet stærsta flugfélagið á Gatwick flugvelli þaðan sem félagi flýgur til yfir 100 áfangastaða. Eftirspurn sé eftir Íslandi á áfangastöðum félagsins líka yfir vetrartímann. „Algerlega. Og ef þið skoðið ferðirnar okkar þá bætum við heldur í yfir vetrarmánuðina. Þá er eftirspurnin jafnvel meiri en á sumrin því fólk vill koma hingað til að sjá fyrirbæri eins og norðurljósin t.d. . Evrópumenn og þá sérstaklega Bretar, sem njóta ekki sérlega góðs sumurs, sækja suður á bóginn yfir sumarmánuðina. Þótt við flytjum fólk hingað á sumrin þá er það á veturna sem Bretar vilja virkilega koma til Íslands,“ segir Gayward. Hún reiknar með að farþegar félagsins til og frá íslandi verði um 400 þúsund á næsta ári. Þá muni áform um lestarsamgöngur mili Keflavíkur og Reykjavíkur styrkja Keflavík sem áfangastað. Grímur Sæmundsen formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir easyJet mikilvægt fyrir íslenska ferðaþjónustu og þjónusta félagsins hafi reynst vera hrein viðbót við farþegaflutninga frá Bretlandi. En Bretar eru nú fjölmennasti ferðamannahópurinn sem sækir Ísland heim.Staðfestir þetta líka að Ísland getur verið blómlegur ferðamannastaður yfir vetrartímann?„Ekki síst, vegna þess að það er ljóst af þeim farþegum sem eru t.d. að koma með easyJet að þeir eru ekki síður að koma að vetrarlagi. Sem er mjög jákvætt fyrir ferðamannaþjónustuna á Íslandi vegna þess að við höfum verið að reyna að ýta undir og þróa vetrarferðamennsku. Þannig að easyJet hefur lagt okkur virkilega gott lið í því efni,“ segir Grímur. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
easyJet tilkynnti í dag um fjölgun áfangastaða til og frá Íslandi um þrjá, aukna tíðni til tveggja annarra og tvöföldun ferða til og frá landinu á næsta ári. Framkvæmdastjóri félagsins áætlar að farþegar easyJet skili Íslendingum um 40 milljörðum króna í gjaldeyristekjur á næsta ári. Vöxtur easyJet á Íslandi á undanförnum tveimur árum hefur nánast verið með ólíkindum. En félagið stefnir að því að verða næststærsta félagið sem þjónar Íslandi á næsta ári. easyJet tilkynnti á fréttamannafundi í dag að heilsársflug milli Keflavíkur og Belfast á norður Írlandi og Genfar í Sviss hefjist í lok október og til Gatwick flugvallar í Lundúnum í desember. Áfangastaðir félagsins verða þar með orðnir átta. Þá verður tíðni ferða aukin á Manchester og Luton og frá og með febrúar á næsta ári verða ferðir félagsins til og frá landinu orðnar 110 á mánuði en eru 52 nú. „Það er ekki beint flug til Írlands eins og er þannig að þar er mikil þörf og við verðum vör við mikinn áhuga hjá Írum, sem verða að fara í gegnum Manchester eða Luton til að koma hingað til lands. Genf varð fyrir valinu þar sem hún er fjármálamiðstöð Sviss og við erum með öfluga miðstöð þar. Þá gefst Íslendingum færi á að komast til margra bestu skíðasvæða heims frá Genf, þannig þar er mikil eftirspurn,“ segir Ali Gayward framkvæmdastjóri easyJet fyrir Ísland. Þá sé easyJet stærsta flugfélagið á Gatwick flugvelli þaðan sem félagi flýgur til yfir 100 áfangastaða. Eftirspurn sé eftir Íslandi á áfangastöðum félagsins líka yfir vetrartímann. „Algerlega. Og ef þið skoðið ferðirnar okkar þá bætum við heldur í yfir vetrarmánuðina. Þá er eftirspurnin jafnvel meiri en á sumrin því fólk vill koma hingað til að sjá fyrirbæri eins og norðurljósin t.d. . Evrópumenn og þá sérstaklega Bretar, sem njóta ekki sérlega góðs sumurs, sækja suður á bóginn yfir sumarmánuðina. Þótt við flytjum fólk hingað á sumrin þá er það á veturna sem Bretar vilja virkilega koma til Íslands,“ segir Gayward. Hún reiknar með að farþegar félagsins til og frá íslandi verði um 400 þúsund á næsta ári. Þá muni áform um lestarsamgöngur mili Keflavíkur og Reykjavíkur styrkja Keflavík sem áfangastað. Grímur Sæmundsen formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir easyJet mikilvægt fyrir íslenska ferðaþjónustu og þjónusta félagsins hafi reynst vera hrein viðbót við farþegaflutninga frá Bretlandi. En Bretar eru nú fjölmennasti ferðamannahópurinn sem sækir Ísland heim.Staðfestir þetta líka að Ísland getur verið blómlegur ferðamannastaður yfir vetrartímann?„Ekki síst, vegna þess að það er ljóst af þeim farþegum sem eru t.d. að koma með easyJet að þeir eru ekki síður að koma að vetrarlagi. Sem er mjög jákvætt fyrir ferðamannaþjónustuna á Íslandi vegna þess að við höfum verið að reyna að ýta undir og þróa vetrarferðamennsku. Þannig að easyJet hefur lagt okkur virkilega gott lið í því efni,“ segir Grímur.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira