Stærstu kaup í sögu Apple Bjarki Ármannsson skrifar 9. maí 2014 19:04 Dr. Dre verður ríkasti maður rappheimsins ef kaupin ganga í gegn. Vísir/AFP Allt lítur út fyrir að brátt verði gengið frá kaupum tölvurisans Apple á fyrirtækinu Beat Electronics, sem stofnað var af rapparanum Dr. Dre og framleiðir vinsæl heyrnartól. Kaupin eru talin nema rúmum 360 milljörðum króna og yrðu þannig þau stærstu í sögu Apple. Guardian er meðal þeirra sem fjallar um þetta mál. Talið er að kaupin verði tilkynnt á næstunni, jafnvel fljótlega eftir helgi. Beats var sett á laggirnar árið 2008 og nýlega kynnti fyrirtækið tónlistardreifikerfi að hætti Spotify. Talið er að það kerfi hafi heillað Apple, en iTunes-forritið þeirra hefur minnkað í vinsældum undanfarið. Dr. Dre, sem er frekar þekktur fyrir tónlistarsmíð sína en viðskiptavit, yrði með þessum kaupum ríkasti maðurinn í rappbransanum. Auðæfi hans yrðu metin á um 90 milljarða króna. Þess má geta að leikarinn Tyrone Gibson, félagi Dr. Dre, birti á Instagram-síðu sinni í gærnótt myndband sem gaf sterklega til kynna að kaupin væru við það að ganga í gegn en því hefur síðar verið eytt. Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Allt lítur út fyrir að brátt verði gengið frá kaupum tölvurisans Apple á fyrirtækinu Beat Electronics, sem stofnað var af rapparanum Dr. Dre og framleiðir vinsæl heyrnartól. Kaupin eru talin nema rúmum 360 milljörðum króna og yrðu þannig þau stærstu í sögu Apple. Guardian er meðal þeirra sem fjallar um þetta mál. Talið er að kaupin verði tilkynnt á næstunni, jafnvel fljótlega eftir helgi. Beats var sett á laggirnar árið 2008 og nýlega kynnti fyrirtækið tónlistardreifikerfi að hætti Spotify. Talið er að það kerfi hafi heillað Apple, en iTunes-forritið þeirra hefur minnkað í vinsældum undanfarið. Dr. Dre, sem er frekar þekktur fyrir tónlistarsmíð sína en viðskiptavit, yrði með þessum kaupum ríkasti maðurinn í rappbransanum. Auðæfi hans yrðu metin á um 90 milljarða króna. Þess má geta að leikarinn Tyrone Gibson, félagi Dr. Dre, birti á Instagram-síðu sinni í gærnótt myndband sem gaf sterklega til kynna að kaupin væru við það að ganga í gegn en því hefur síðar verið eytt.
Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira