Advania fær viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum Stefán Árni Pálsson skrifar 5. mars 2014 09:05 Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, mun opna ráðstefnuna með ávarpi. mynd/aðsend Tíu íslensk fyrirtæki hafa fengið viðurkenningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Fyrirtækin eru Advania, Vátryggingarfélag Íslands, Íslandsbanki, Mannvit, Icelandair Group, Landsbréf, Íslandssjóðir, Íslandspóstur, Lánasjóður sveitarfélaganna og Stefnir. Viðskiptaráð Íslands, Nasdaq OMX Iceland, Samtök atvinnulífsins og Rannsóknarmiðstöð í stjórnarháttum við Háskóla Íslands standa að viðurkenningunni. Fyrirtækin hafa farið í gegnum úttektarferli á stjórnarháttum sem sérstakir úttektaraðilar (Lex lögmannsstofa, Deloitte, KPMG o.fl.) hafa leitt út frá verklagi sem Rannsóknarmiðstöðin hefur hannað í samræmi við Leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja. Rannsóknarmiðstöð í stjórnarháttum við Háskóla Íslands rýnir niðurstöðurnar og gerir samantekt á niðurstöðum um stjórnarhætti félagsins. Samantektirnar má nálgast á vef Viðskiptaráðs Íslands. Þann 11. mars nk. kl. 9 – 12, munu fyrirtækin fá afhentar viðurkenningar sem Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum á ráðstefnu sem ber heitið: Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, mun opna ráðstefnuna með ávarpi og aðalræðumaður verður prófessor David Beatty, Conway Director hjá Clarkson Centre for Business Ethics and Board Effectiveness við Rotman School of Management í Kanada. Fulltrúar þriggja fyrirtækja munu halda erindi um stjórnarhætti, þau Hrund Rudolfsdóttir í stjórn Stefnis, Úlfar Steindórsson í stjórn Icelandair Group, og Jón Már Halldórsson í stjórn Mannvits. Forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar í stjórnarháttum við Háskóla Íslands, Dr. Eyþór Ívar Jónsson hefur bent á að þetta framtak leggur áherslu á hve mikilvægt er að viðskiptalífið leiði umbætur á góðum stjórnarháttum á Íslandi. Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Tíu íslensk fyrirtæki hafa fengið viðurkenningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Fyrirtækin eru Advania, Vátryggingarfélag Íslands, Íslandsbanki, Mannvit, Icelandair Group, Landsbréf, Íslandssjóðir, Íslandspóstur, Lánasjóður sveitarfélaganna og Stefnir. Viðskiptaráð Íslands, Nasdaq OMX Iceland, Samtök atvinnulífsins og Rannsóknarmiðstöð í stjórnarháttum við Háskóla Íslands standa að viðurkenningunni. Fyrirtækin hafa farið í gegnum úttektarferli á stjórnarháttum sem sérstakir úttektaraðilar (Lex lögmannsstofa, Deloitte, KPMG o.fl.) hafa leitt út frá verklagi sem Rannsóknarmiðstöðin hefur hannað í samræmi við Leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja. Rannsóknarmiðstöð í stjórnarháttum við Háskóla Íslands rýnir niðurstöðurnar og gerir samantekt á niðurstöðum um stjórnarhætti félagsins. Samantektirnar má nálgast á vef Viðskiptaráðs Íslands. Þann 11. mars nk. kl. 9 – 12, munu fyrirtækin fá afhentar viðurkenningar sem Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum á ráðstefnu sem ber heitið: Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, mun opna ráðstefnuna með ávarpi og aðalræðumaður verður prófessor David Beatty, Conway Director hjá Clarkson Centre for Business Ethics and Board Effectiveness við Rotman School of Management í Kanada. Fulltrúar þriggja fyrirtækja munu halda erindi um stjórnarhætti, þau Hrund Rudolfsdóttir í stjórn Stefnis, Úlfar Steindórsson í stjórn Icelandair Group, og Jón Már Halldórsson í stjórn Mannvits. Forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar í stjórnarháttum við Háskóla Íslands, Dr. Eyþór Ívar Jónsson hefur bent á að þetta framtak leggur áherslu á hve mikilvægt er að viðskiptalífið leiði umbætur á góðum stjórnarháttum á Íslandi.
Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira