STEF getur gert lögbannskröfur á fjarskiptafyrirtæki Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 29. apríl 2014 17:44 Hæstiréttur felldi í dag úr gildi hluta úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá dómi lögbannskröfu fjögurra réttahafasamtaka gegn fimm fjarskiptafyrirtækjum. Rétthafasamtökin fjögur, SMÁÍS, STEF, SÍK og Félag hljómplötuframleiðenda fóru fram á lögbannskröfu þess efnis að fyrirtækin lokuðu fyrir aðgang að skráarskiptasíðunum Deildu.net og PirateBay. Lagt var til að lokað yrði á alla internetumferð viðskiptavina til og frá þeim netþjónum sem hýsa umræddar síður. Fyrirtækin eru Síminn, Vodafone, Hringdu, Tal og 365 miðlar. Þrjú þessara fyrirtækja, Síminn, Vodafone og Hringdu kröfðust þess að málinu yrði vísað frá dómi. Með úrksurði Héraðsdóms Reykjavíkur í mars var það gert. Samtökin kærðu úrskurðina til Hæstaréttar „Málunum var vísað frá vegna formsatriða. Ástæðan er að þetta var höfðað í nafni fjögurra samtaka en bara eitt þeirra, STEF, er með svokallaða löggildingu ráðuneytisins,“ sagði Tómas Jónsson, lögmaður samtakanna í samtali við Vísi þegar málunum var vísað frá. Hæstiréttur felldi úr gildi þann hluta málsins er snéri að STEF í málunum gegn Hringdu og Vodafone. Í málinu gegn Símanum var hinn kærði úrskurður hins vegar staðfestur. „Eftir stendur að STEF getur þá gert þessar lögbannskröfur. En ekki hin samtökin,“ sagði Tómas í samtali við Vísi nú rétt í þessu. Ákvörðun hafi verið tekin um það á sínum tíma að fara í lögbann gegn öllum stærstu fjarskiptafyrirtækjunum til að gæta jafnræðis þeirra á milli. Nú sé hægt að taka lögbannskröfuna til efnismeðferðar í málunum er varða Vodafone og Hringdu. „Nái lögbannskröfur STEF fram að ganga á eitt fyrirtæki verður ekki annað sé en að önnur fjarskiptafyrirtæki yrðu bundin af því.“ Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Hæstiréttur felldi í dag úr gildi hluta úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá dómi lögbannskröfu fjögurra réttahafasamtaka gegn fimm fjarskiptafyrirtækjum. Rétthafasamtökin fjögur, SMÁÍS, STEF, SÍK og Félag hljómplötuframleiðenda fóru fram á lögbannskröfu þess efnis að fyrirtækin lokuðu fyrir aðgang að skráarskiptasíðunum Deildu.net og PirateBay. Lagt var til að lokað yrði á alla internetumferð viðskiptavina til og frá þeim netþjónum sem hýsa umræddar síður. Fyrirtækin eru Síminn, Vodafone, Hringdu, Tal og 365 miðlar. Þrjú þessara fyrirtækja, Síminn, Vodafone og Hringdu kröfðust þess að málinu yrði vísað frá dómi. Með úrksurði Héraðsdóms Reykjavíkur í mars var það gert. Samtökin kærðu úrskurðina til Hæstaréttar „Málunum var vísað frá vegna formsatriða. Ástæðan er að þetta var höfðað í nafni fjögurra samtaka en bara eitt þeirra, STEF, er með svokallaða löggildingu ráðuneytisins,“ sagði Tómas Jónsson, lögmaður samtakanna í samtali við Vísi þegar málunum var vísað frá. Hæstiréttur felldi úr gildi þann hluta málsins er snéri að STEF í málunum gegn Hringdu og Vodafone. Í málinu gegn Símanum var hinn kærði úrskurður hins vegar staðfestur. „Eftir stendur að STEF getur þá gert þessar lögbannskröfur. En ekki hin samtökin,“ sagði Tómas í samtali við Vísi nú rétt í þessu. Ákvörðun hafi verið tekin um það á sínum tíma að fara í lögbann gegn öllum stærstu fjarskiptafyrirtækjunum til að gæta jafnræðis þeirra á milli. Nú sé hægt að taka lögbannskröfuna til efnismeðferðar í málunum er varða Vodafone og Hringdu. „Nái lögbannskröfur STEF fram að ganga á eitt fyrirtæki verður ekki annað sé en að önnur fjarskiptafyrirtæki yrðu bundin af því.“
Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira