Athygli er vakin á hulstrinu á vef Forbes.
Í hulstrinu er síminn öruggur gegn vatni, en gallinn er sá að á kafi, hættir skjárinn að bregðast snertingu. Mögulegt er að hafa heyrnatól tengd við símann á meðan hann er í hulstrinu en ekki er hægt að tengja hann við hleðslutæki. Þrátt fyrir að heyrnartól sé tengt við símann er hulstrið samt vatnshelt.
Hulstrið er mjög öruggt gegn höggum, en gúmmípúðar eru á hliðum þess. Það er hannað fyrir mjög erfiðar aðstæður og virðist kjörið fyrir einstaklinga sem eru gjarnir á að skemma síma sína.