Reginn fasteignafélag hagnaðist um 750 milljónir króna á fyrri helmingi ársins. Hagnaður félagsins á fyrstu sex mánuðum 2013 nam 534 milljónum og jókst því um rúm 40 prósent milli ára.
Í afkomutilkynningu félagsins segir að rekstrartekjur hafi numið 2.181 milljón og að bókfært virði fjárfestingareigna félagsins hafi verið um 51,5 milljarðar króna, við lok tímabilsins. Reginn á 54 fasteignir og þar á meðal verslunarmiðstöðina Smáralind og Egilshöll í Grafarvogi.
„Félagið hefur nú endurfjármagnað öll dótturfélög sín og er endurfjármögnunarferli sem hófst eftir skráningu félagsins því lokið. Fjármögnun er í öllum tilvikum í formi eignatryggðra skuldabréfaflokka. Stjórnendur félagsins telja að horfur í rekstri séu góðar og engar vísbendingar eru um annað en að áætlanir félagsins standistí öllum aðalatriðum,“ segir í afkomutilkynningunni.
Hagnaður Regins eykst um 40% milli ára
Haraldur Guðmundsson skrifar

Mest lesið


Falsaði fleiri bréf
Viðskipti innlent

Hætta við yfirtökuna
Viðskipti innlent

Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig
Viðskipti innlent

Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn
Viðskipti innlent

Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna
Viðskipti innlent


Starbucks opnaði á Laugavegi í dag
Viðskipti innlent

Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn
Atvinnulíf

Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins
Viðskipti innlent