Fá ekki að búa sér til tekjur Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 20. janúar 2014 00:00 Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, og Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á Íslandi. Fjárveitingavaldið hefur hindrað Lyfjastofnun í að taka að sér verkefni sem hún fær greitt fyrir að fullu frá innlendum lyfjafyrirtækjum. Þar með takmarkast umsvif stofnunarinnar og komið er í veg fyrir nýsköpun í lyfjaiðnaðinum hér á landi. Þetta kemur fram í aðsendri greinRannveigar Gunnarsdóttur, forstjóra Lyfjastofnunar, í Fréttablaðinu í dag. „Þetta er barátta sem við höfum staðið í frá hruni þegar gerð var krafa um lækkun rekstrarkostnaðar hjá Lyfjastofnun eins og öðrum ríkisstofnunum, hvort sem þær voru fjármagnaðar af sjálfsaflafé eða með framlagi úr ríkissjóði. Ef við eyðum tekjum sem við fáum umfram heimildir fjárlaga er það skilgreint sem hallarekstur,“ segir Rannveig. Hún kveðst hafa rætt við ráðherra og embættismenn án árangurs. „Það er alltaf talað um ramma sem ráðuneytin hafa. Þetta virðist vera einhver fasti. Það er ekki hægt að stækka rammann þótt tekjur aukist.“ Rannveig greinir frá því að árið 2006 hafi Lyfjastofnun ráðist í það nýsköpunarverkefni að meta umsóknir um markaðsleyfi fyrir samheitalyf að fullu, í stað þess að byggja matið á vinnu sérfræðinga annarrar lyfjastofnunar á Evrópska efnahagssvæðinu, EES. Til þess að þetta væri framkvæmanlegt þurfti að fjölga sérfræðingum og þróa verkefnið. Lyfjafyrirtækin óska eftir þjónustunni og greiða fyrir hana. Rannveig bendir á að með því að meta umsóknirnar hér skapist gjaldeyristekjur og atvinnutækifæri. Fjárheimildir fjárlaga hafi hins vegar heft þróun nýsköpunarverkefnisins þar sem heimild til fjárlaga var lægri en rekstraráætlanir stofnunarinnar.Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri actavis á Íslandi.Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á Íslandi, segir málið fáránlegt. „Þótt Lyfjastofnun vilji sinna sínu hlutverki eins vel og hún getur er henni í raun gert ókleift að gera það.“ Hún kveðst hafa farið á fund fjármálaráðherra í sumar. „Hann kvaðst ekki þekkja bakgrunninn en hafði tvo embættismenn með sér sem vitnuðu í eitthvað sem hafði gerst fyrir nokkrum árum og búið var að laga. Mér sýndist fjárlagaskrifstofumennirnir vera inni í sínum kassa og ekki geta horft út fyrir hann.“ Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2012 segir að neikvæð fjárhagsstaða Lyfjastofnunar skýrist að stórum hluta af því hvernig hún er fjármögnuð og hvernig tekjur hennar og gjöld eru færð í bókhaldi ríkisins. Bent er á að stofnuninni sé óheimilt að mæta hallanum með mörkuðum tekjum sínum sem eru umfram áætlun fjárlaga nema Alþingi kveði sérstaklega á um það í fjár- eða fjáraukalögum. Að mati Ríkisendurskoðunar er mikilvægt að taka á þessari óvenjulegu rekstrarstöðu Lyfjastofnunar til frambúðar og þeim vanda sem henni fylgir. Mest lesið Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Neytendur eigi meira inni Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn Atvinnulíf Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Fjárveitingavaldið hefur hindrað Lyfjastofnun í að taka að sér verkefni sem hún fær greitt fyrir að fullu frá innlendum lyfjafyrirtækjum. Þar með takmarkast umsvif stofnunarinnar og komið er í veg fyrir nýsköpun í lyfjaiðnaðinum hér á landi. Þetta kemur fram í aðsendri greinRannveigar Gunnarsdóttur, forstjóra Lyfjastofnunar, í Fréttablaðinu í dag. „Þetta er barátta sem við höfum staðið í frá hruni þegar gerð var krafa um lækkun rekstrarkostnaðar hjá Lyfjastofnun eins og öðrum ríkisstofnunum, hvort sem þær voru fjármagnaðar af sjálfsaflafé eða með framlagi úr ríkissjóði. Ef við eyðum tekjum sem við fáum umfram heimildir fjárlaga er það skilgreint sem hallarekstur,“ segir Rannveig. Hún kveðst hafa rætt við ráðherra og embættismenn án árangurs. „Það er alltaf talað um ramma sem ráðuneytin hafa. Þetta virðist vera einhver fasti. Það er ekki hægt að stækka rammann þótt tekjur aukist.“ Rannveig greinir frá því að árið 2006 hafi Lyfjastofnun ráðist í það nýsköpunarverkefni að meta umsóknir um markaðsleyfi fyrir samheitalyf að fullu, í stað þess að byggja matið á vinnu sérfræðinga annarrar lyfjastofnunar á Evrópska efnahagssvæðinu, EES. Til þess að þetta væri framkvæmanlegt þurfti að fjölga sérfræðingum og þróa verkefnið. Lyfjafyrirtækin óska eftir þjónustunni og greiða fyrir hana. Rannveig bendir á að með því að meta umsóknirnar hér skapist gjaldeyristekjur og atvinnutækifæri. Fjárheimildir fjárlaga hafi hins vegar heft þróun nýsköpunarverkefnisins þar sem heimild til fjárlaga var lægri en rekstraráætlanir stofnunarinnar.Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri actavis á Íslandi.Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á Íslandi, segir málið fáránlegt. „Þótt Lyfjastofnun vilji sinna sínu hlutverki eins vel og hún getur er henni í raun gert ókleift að gera það.“ Hún kveðst hafa farið á fund fjármálaráðherra í sumar. „Hann kvaðst ekki þekkja bakgrunninn en hafði tvo embættismenn með sér sem vitnuðu í eitthvað sem hafði gerst fyrir nokkrum árum og búið var að laga. Mér sýndist fjárlagaskrifstofumennirnir vera inni í sínum kassa og ekki geta horft út fyrir hann.“ Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2012 segir að neikvæð fjárhagsstaða Lyfjastofnunar skýrist að stórum hluta af því hvernig hún er fjármögnuð og hvernig tekjur hennar og gjöld eru færð í bókhaldi ríkisins. Bent er á að stofnuninni sé óheimilt að mæta hallanum með mörkuðum tekjum sínum sem eru umfram áætlun fjárlaga nema Alþingi kveði sérstaklega á um það í fjár- eða fjáraukalögum. Að mati Ríkisendurskoðunar er mikilvægt að taka á þessari óvenjulegu rekstrarstöðu Lyfjastofnunar til frambúðar og þeim vanda sem henni fylgir.
Mest lesið Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Neytendur eigi meira inni Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn Atvinnulíf Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira