OR hagnaðist um tæpa 3,4 milljarða á síðasta ári Óli Kristján Ármannsson skrifar 21. mars 2014 15:55 Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Fréttablaðið/GVA Orkuveita Reykjavíkur skilaði 3.350 milljóna króna hagnaði á síðasta rekstrarári samkvæmt uppgjöri sem kynnt var í gær. Árið áður var 2.295 milljóna króna tap á rekstrinum. Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir samstæðunnar 283.107 milljónum króna í árslok 2013. Eigið fé nam 80.969 milljónum króna um áramót og er eiginfjárhlutfallsamstæðunnar 28,6 prósent. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, segir fyrirtækið hafa styrkst hratt og með föstum tökum á rekstrinum hafi tekist að bæta afkomuna frá ári til árs. „Reksturinn er stöðugt að batna og er orðinn mjög góður,“ segir Bjarni, en hann kynnti niðurstöðuna á blaðamannafundi eftir hádegi í dag. Unnið er samkvæmt áætlun frá árinu 2011 (planið) um að bæta markvisst fjárhag Orkuveitunnar og er árangur ársins 2013 tæplega 3,3 milljörðum króna yfir markmiðum tímabilsins. Planið miðar við að afla 51,3 milljarða króna fyfir árslok 2016, en eftir árið 2013 hafa markmið í raun náðst að 82 prósentum. Heildarárangur plansins er 5,1 milljarð umfram markmið tímabilsins 2011 til 2013. Meðal aðgerða sem gripið hefur verið til er sala höfuðstöðva Orkuveitunnar á Bæjarhálsi og sala Perlunnar, gjaldskrár hafa verið uppfærðar til samræmis við verðlagsþróun og starfsmönnum fækkað úr 600 í um 400.Meðal þess sem bætir afkomu Orkuveitunnar á síðasta ári er sala höfuðstöðva fyrirtækisins við Bæjarháls 1 í Reykjavík.Visir/GVAÍ fréttatilkynningu Orkuveitunnar segir að hagræðing í rekstri og umfangsmiklar ráðstafanir, sem stjórn fyrirtækisins og eigendur þess (Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð), samþykktu á árinu 2011 hafi skilað mun meiri og skjótari árangri en gert var ráð fyrir . Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur. „Aðgerðaáætlun Orkuveitunnar er til ársloka 2016 og þegar til ráðstafana var gripið fékk Orkuveitan víkjandi lán hjá eigendum sínum til að koma í veg fyrir sjóðþurrð um mitt ár 2011,“ segir í tilkynningunni. Þá kemur fram að nú þegar gildistími aðgerðaráætlunarinnar sé hálfnaður sýni ársreikningur samstæðu Orkuveitunnar, sem stjórn fyrirtækisins samþykkti í dag, að tekist hafi að ná í hús ríflega 42 milljörðum króna af þeim 51 milljarði sem ráðstafanirnar hafi átt að skila í heild sinni. „Staðfesta starfsfólks Orkuveitunnar, stjórnar og eigenda við að framfylgja planinu hefur verið einstök. Nú uppskerum við árangur erfiðisins. Á sama tíma hefur okkur tekist að tryggja hnökralitla þjónustu veitukerfanna,“ er svo haft eftir Bjarna í tilkynningunni. Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Orkuveita Reykjavíkur skilaði 3.350 milljóna króna hagnaði á síðasta rekstrarári samkvæmt uppgjöri sem kynnt var í gær. Árið áður var 2.295 milljóna króna tap á rekstrinum. Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir samstæðunnar 283.107 milljónum króna í árslok 2013. Eigið fé nam 80.969 milljónum króna um áramót og er eiginfjárhlutfallsamstæðunnar 28,6 prósent. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, segir fyrirtækið hafa styrkst hratt og með föstum tökum á rekstrinum hafi tekist að bæta afkomuna frá ári til árs. „Reksturinn er stöðugt að batna og er orðinn mjög góður,“ segir Bjarni, en hann kynnti niðurstöðuna á blaðamannafundi eftir hádegi í dag. Unnið er samkvæmt áætlun frá árinu 2011 (planið) um að bæta markvisst fjárhag Orkuveitunnar og er árangur ársins 2013 tæplega 3,3 milljörðum króna yfir markmiðum tímabilsins. Planið miðar við að afla 51,3 milljarða króna fyfir árslok 2016, en eftir árið 2013 hafa markmið í raun náðst að 82 prósentum. Heildarárangur plansins er 5,1 milljarð umfram markmið tímabilsins 2011 til 2013. Meðal aðgerða sem gripið hefur verið til er sala höfuðstöðva Orkuveitunnar á Bæjarhálsi og sala Perlunnar, gjaldskrár hafa verið uppfærðar til samræmis við verðlagsþróun og starfsmönnum fækkað úr 600 í um 400.Meðal þess sem bætir afkomu Orkuveitunnar á síðasta ári er sala höfuðstöðva fyrirtækisins við Bæjarháls 1 í Reykjavík.Visir/GVAÍ fréttatilkynningu Orkuveitunnar segir að hagræðing í rekstri og umfangsmiklar ráðstafanir, sem stjórn fyrirtækisins og eigendur þess (Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð), samþykktu á árinu 2011 hafi skilað mun meiri og skjótari árangri en gert var ráð fyrir . Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur. „Aðgerðaáætlun Orkuveitunnar er til ársloka 2016 og þegar til ráðstafana var gripið fékk Orkuveitan víkjandi lán hjá eigendum sínum til að koma í veg fyrir sjóðþurrð um mitt ár 2011,“ segir í tilkynningunni. Þá kemur fram að nú þegar gildistími aðgerðaráætlunarinnar sé hálfnaður sýni ársreikningur samstæðu Orkuveitunnar, sem stjórn fyrirtækisins samþykkti í dag, að tekist hafi að ná í hús ríflega 42 milljörðum króna af þeim 51 milljarði sem ráðstafanirnar hafi átt að skila í heild sinni. „Staðfesta starfsfólks Orkuveitunnar, stjórnar og eigenda við að framfylgja planinu hefur verið einstök. Nú uppskerum við árangur erfiðisins. Á sama tíma hefur okkur tekist að tryggja hnökralitla þjónustu veitukerfanna,“ er svo haft eftir Bjarna í tilkynningunni.
Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira