Sigur fyrir borgarbúa Jón Júlíus Karlsson skrifar 21. mars 2014 19:40 Viðsnúningur í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur er sigur borgarbúa. Þetta segir formaður borgarráðs. Skuldir Orkuveitunnar lækkuðu um 40 milljarða á síðasta ári. Árið 2011 kynnti Orkuveita Reykjavíkur til leik aðgerðaráætlun, Planið svokallaða, til að bjarga rekstri fyrirtækisins. Planið virðist vera að ganga upp. Orkuveitan fékk lán frá eigendum sínum til að koma í veg fyrir sjóðþurrð um mitt ár 2011. Rekstur fyrirtækisins var þá í miklum ólestri. Aðgerðaráætlunin Planið var sett í gang og var stefnt að því að ná tilbaka 51 milljarði í lok árs 2016. Það hefur gengið vonum framar því nú er búið að ná meira en 80% þeirrar heildarfjárhæðar sem Planinu var ætlað að skila. „Fyrirtækið var auðvitað í gríðarlegum vanda árið 2011 þegar við sjósettum áætlun okkar sem við köllum Planið. Það var fyrirséð að árið 2013 yrði erfiðast. Við erum komin standandi í gegnum það og staðið við allar okkar skuldbindingar,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.Rekstrarkostnaður lækkað gríðarlega Skuldir Orkuveitunnar lækkuðu um tæpa 39 milljarða á síðasta starfsári. Nettóskuldir nema 186 milljörðum í dag og hafa lækkað um 48 milljarða á síðustu fjórum árum. Horfur í rekstri Orkuveitunnar eru nokkuð bjartar að mati Bjarna en tekist hefur að lækka verulega rekstrarkostnað fyrirtækisins. „Rekstrarkostnaður hefur lækkað alveg gríðarlega og mun hraðar en við þorðum að vona. Auðvitað er fækkun starfsfólks hluti af því. Við höfum fækkað starfsfólki um 200 manns en það virðist ekki koma neitt niður á þjónustu fyrirtækisins,“ segir Bjarni. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, er afar ánægður með rekstrarafkomu Orkuveitunnar og hrósar starfsfólki fyrirtækisins. „Það þurfti allt að ganga upp til þess að þetta ár gengi vel. Ég held að þetta sé sigur fyrir alla borgarbúa og eigendur orkuveitunnar,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Viðsnúningur í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur er sigur borgarbúa. Þetta segir formaður borgarráðs. Skuldir Orkuveitunnar lækkuðu um 40 milljarða á síðasta ári. Árið 2011 kynnti Orkuveita Reykjavíkur til leik aðgerðaráætlun, Planið svokallaða, til að bjarga rekstri fyrirtækisins. Planið virðist vera að ganga upp. Orkuveitan fékk lán frá eigendum sínum til að koma í veg fyrir sjóðþurrð um mitt ár 2011. Rekstur fyrirtækisins var þá í miklum ólestri. Aðgerðaráætlunin Planið var sett í gang og var stefnt að því að ná tilbaka 51 milljarði í lok árs 2016. Það hefur gengið vonum framar því nú er búið að ná meira en 80% þeirrar heildarfjárhæðar sem Planinu var ætlað að skila. „Fyrirtækið var auðvitað í gríðarlegum vanda árið 2011 þegar við sjósettum áætlun okkar sem við köllum Planið. Það var fyrirséð að árið 2013 yrði erfiðast. Við erum komin standandi í gegnum það og staðið við allar okkar skuldbindingar,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.Rekstrarkostnaður lækkað gríðarlega Skuldir Orkuveitunnar lækkuðu um tæpa 39 milljarða á síðasta starfsári. Nettóskuldir nema 186 milljörðum í dag og hafa lækkað um 48 milljarða á síðustu fjórum árum. Horfur í rekstri Orkuveitunnar eru nokkuð bjartar að mati Bjarna en tekist hefur að lækka verulega rekstrarkostnað fyrirtækisins. „Rekstrarkostnaður hefur lækkað alveg gríðarlega og mun hraðar en við þorðum að vona. Auðvitað er fækkun starfsfólks hluti af því. Við höfum fækkað starfsfólki um 200 manns en það virðist ekki koma neitt niður á þjónustu fyrirtækisins,“ segir Bjarni. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, er afar ánægður með rekstrarafkomu Orkuveitunnar og hrósar starfsfólki fyrirtækisins. „Það þurfti allt að ganga upp til þess að þetta ár gengi vel. Ég held að þetta sé sigur fyrir alla borgarbúa og eigendur orkuveitunnar,“ sagði Dagur B. Eggertsson.
Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun