Bóluáhrif á hlutabréfamarkaði gætu smitast yfir á fasteignamarkað Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. júlí 2014 18:53 Fagstjóri rannsókna hjá Hagstofunni segir að vegna gjaldeyrishaftanna gætu bóluáhrif sem nú sjást á innlendum hlutabréfamarkaði mögulega smitast yfir á íbúðamarkaðinn. Í hverfum nærri miðbæ Reykjavíkur var fermetraverð í fjölbýli á síðasta ári um 15 til 20 prósentum hærra en á árinu 2007. Í nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar er fjallað nokkuð um áhyggjur af bólumyndun á hlutabréfamarkaði, en þar segir: „Mikil hækkun hlutabréfa skráðra félaga og umframeftirspurn í hlutafjárútboðum að undanförnu hefur leitt til vangaveltna um hvort bólumyndun, þ.e.a.s. hækkun umfram undirliggjandi verðmæti, sé að eiga sér stað á hlutabréfamarkaði.“Eftirspurn langt umfram framboð Eftirspurn fjárfesta var langt umfram framboð í nær öllum hlutafjárútboðum sem hafa átt sér stað eftir að skráningar á aðallista Kauphallar Íslands tóku við sér að nýju eftir hrun. Hækkun á vísitölu aðallista Kauphallarinnar nam nærri 30 prósentum á síðasta ári. Skortur á fjárfestingarkostum ýtir undir umframeftirspurn eftir þeim fáu kostum sem eru í boði. Lífeyrissjóðir fá ekki að fjárfesta erlendis vegna gjaldeyrishafta og því hafa margir þeirra tekið þátt í nær öllum hlutafjárútboðum í aðdraganda skráningar félaga sem hafa átt sér stað frá árinu 2010. Samtals eiga lífeyrissjóðir landsins, beint og óbeint, að minnsta kosti 37,4 prósent hlutafjár íslenskra félaga sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar. En grimm eftirspurn eftir fjárfestingarkostum nær ekki bara til hlutabréfamarkaðarins. Vísbendingar eru um að þessara áhrifa gæti einnig á fasteignamarkaði. Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um þjóðhagsspá Hagstofunnar og viðmælendur blaðsins telja vísbendingar um að skilyrði séu að skapst til bólumyndunar á íbúðamarkaði.Mikil hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu Í þjóðhagsspá Hagstofunnar segir: „Miklar sviptingar hafa verið á fermetraverði íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár eftir hverfum og íbúðartegundum.Í hverfum nærri miðbæ Reykjavíkur var fermetraverð í fjölbýli árið 2013 um 15 til 20% hærra en á árinu 2007.“ Það er eðlilegt að margir spyrji sig í ljósi þessa hvort það sé raunveruleg bólumyndun á íbúðamarkaði. Til þess að svara spurningunni er nauðsynlegt að skoða þróun raunverðs íbúða á síðustu árum. Hækkun raunverðs íbúða í prósentum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið nokkuð jöfn frá því að markaðurinn náði sér upp úr dýfu sem varð eftir hrun árin 2008-2009, samkvæmt þessu grafi frá Datamarket. Ekki er um sambærilegar prósentuhækkanir og voru fyrir hrun þegar hin eiginlega fasteignabóla var að blása út á árunum 2005-2007.Er hægt að segja að hækkanir raunverðs íbúða á höfuðborgarsvæðinu séu óeðlilega miklar? „Það er kannski of snemmt að dæma um það. Eins og þú segir þá hefur raunhækkunin verið tiltölulega hófleg, en þetta er að fara af stað núna. Það er hins vegar of snemmt að segja að þetta sé bólumyndun. Það gæti gerst síðar,“ segir Marinó Melsted, fagstjóri rannsókna og spáa hjá Hagstofunni. Marinó segir að þetta velti á því hversu lengi gjaldeyrishöftin vara, þ.e. hvort það verði bóla á íbúðamarkaði. „Ef höftin ílengjast gæti það leitt til bólumyndunar á fjármálamarkaði og jafnvel víðar og þar með talið á íbúðamarkaði.“ Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Fagstjóri rannsókna hjá Hagstofunni segir að vegna gjaldeyrishaftanna gætu bóluáhrif sem nú sjást á innlendum hlutabréfamarkaði mögulega smitast yfir á íbúðamarkaðinn. Í hverfum nærri miðbæ Reykjavíkur var fermetraverð í fjölbýli á síðasta ári um 15 til 20 prósentum hærra en á árinu 2007. Í nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar er fjallað nokkuð um áhyggjur af bólumyndun á hlutabréfamarkaði, en þar segir: „Mikil hækkun hlutabréfa skráðra félaga og umframeftirspurn í hlutafjárútboðum að undanförnu hefur leitt til vangaveltna um hvort bólumyndun, þ.e.a.s. hækkun umfram undirliggjandi verðmæti, sé að eiga sér stað á hlutabréfamarkaði.“Eftirspurn langt umfram framboð Eftirspurn fjárfesta var langt umfram framboð í nær öllum hlutafjárútboðum sem hafa átt sér stað eftir að skráningar á aðallista Kauphallar Íslands tóku við sér að nýju eftir hrun. Hækkun á vísitölu aðallista Kauphallarinnar nam nærri 30 prósentum á síðasta ári. Skortur á fjárfestingarkostum ýtir undir umframeftirspurn eftir þeim fáu kostum sem eru í boði. Lífeyrissjóðir fá ekki að fjárfesta erlendis vegna gjaldeyrishafta og því hafa margir þeirra tekið þátt í nær öllum hlutafjárútboðum í aðdraganda skráningar félaga sem hafa átt sér stað frá árinu 2010. Samtals eiga lífeyrissjóðir landsins, beint og óbeint, að minnsta kosti 37,4 prósent hlutafjár íslenskra félaga sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar. En grimm eftirspurn eftir fjárfestingarkostum nær ekki bara til hlutabréfamarkaðarins. Vísbendingar eru um að þessara áhrifa gæti einnig á fasteignamarkaði. Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um þjóðhagsspá Hagstofunnar og viðmælendur blaðsins telja vísbendingar um að skilyrði séu að skapst til bólumyndunar á íbúðamarkaði.Mikil hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu Í þjóðhagsspá Hagstofunnar segir: „Miklar sviptingar hafa verið á fermetraverði íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár eftir hverfum og íbúðartegundum.Í hverfum nærri miðbæ Reykjavíkur var fermetraverð í fjölbýli árið 2013 um 15 til 20% hærra en á árinu 2007.“ Það er eðlilegt að margir spyrji sig í ljósi þessa hvort það sé raunveruleg bólumyndun á íbúðamarkaði. Til þess að svara spurningunni er nauðsynlegt að skoða þróun raunverðs íbúða á síðustu árum. Hækkun raunverðs íbúða í prósentum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið nokkuð jöfn frá því að markaðurinn náði sér upp úr dýfu sem varð eftir hrun árin 2008-2009, samkvæmt þessu grafi frá Datamarket. Ekki er um sambærilegar prósentuhækkanir og voru fyrir hrun þegar hin eiginlega fasteignabóla var að blása út á árunum 2005-2007.Er hægt að segja að hækkanir raunverðs íbúða á höfuðborgarsvæðinu séu óeðlilega miklar? „Það er kannski of snemmt að dæma um það. Eins og þú segir þá hefur raunhækkunin verið tiltölulega hófleg, en þetta er að fara af stað núna. Það er hins vegar of snemmt að segja að þetta sé bólumyndun. Það gæti gerst síðar,“ segir Marinó Melsted, fagstjóri rannsókna og spáa hjá Hagstofunni. Marinó segir að þetta velti á því hversu lengi gjaldeyrishöftin vara, þ.e. hvort það verði bóla á íbúðamarkaði. „Ef höftin ílengjast gæti það leitt til bólumyndunar á fjármálamarkaði og jafnvel víðar og þar með talið á íbúðamarkaði.“
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira