Ná ekki að loka stóru sprungunni í Vaðlaheiðargöngum Haraldur Guðmundsson skrifar 13. desember 2014 08:45 Þessa dagana streyma um 140 lítrar af heitu vatni út úr göngunum á hverri sekúndu. Mynd/Valgeir Ekki verður gerð önnur tilraun til að loka heitavatnssprungunni sem opnaðist í Vaðlaheiðargöngum í febrúar. Vatnið verður leitt út úr göngunum í rörum en einnig streymir talsvert af heitu vatni úr minni sprungum innar í göngunum. Stóra sprungan dælir enn um 65 lítrum af 46 gráðu heitu vatni inn í göngin Eyjafjarðarmegin á hverri sekúndu. Þrjár tilraunir hafa verið gerðar til að loka henni með sérútbúinni efnablöndu. Síðustu tilrauninni lauk í lok nóvember en þá tókst að minnka strauminn um 30 lítra á sekúndu.Valgeir Bergmann„Þá var dælt ofan í sprungusvæðið í nokkra daga og þá lokaðist á einum stað en opnaðist á öðrum. Allar þessar aðgerðir hafa skilað einhverjum árangri en við teljum ekki forsvaranlegt að eyða meiri tíma í að reyna að þétta svæðið betur,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri verkkaupans Vaðlaheiðarganga hf. Alls streyma nú um 140 lítrar af heitu vatni úr göngunum á hverri sekúndu. Um 50 lítrar af allt að 59 gráðu heitu vatni koma úr minni sprungum innar í göngunum. Lofthitinn er í kringum 30 gráður og vonast er til að hann lækki þegar vatnið úr stóru sprungunni verður komið í rör. „Það lekur mest við stafn ganganna en það stendur til að loka fyrir það með efnaþéttingu. Pípurnar verða svo til bráðabirgða til að minnka uppgufun og hitann,“ segir Valgeir. Framkvæmdir við að loka sprungunni hafa verið kostnaðarsamar. Efnablandan er dýr og erlendir sérfræðingar hafa komið að framkvæmdunum. Gangagerðin hefur einnig tafist vegna heita vatnsins og verkið er nú á eftir áætlun. Valgeir segir ekki búið að taka saman hversu mikið efnablandan hefur kostað. „Þetta er kostnaður sem má alltaf búast við í svona verki en efnagrauturinn er dýr og þetta hleypur á tugum milljóna króna. Samt sem áður erum við bara búin að nota einungis brot af því magni sem fór í gerð Héðinsfjarðarganga.“ Valgeir segir ekki ljóst hvenær gangagerð í Eyjafirði getur hafist aftur. „Það verður ekki fyrr en aðstæður batna og vatnið þeim megin minnkar. Vonandi getum við byrjað þar aftur á fyrstu mánuðum næsta árs.“ Hitinn og rakinn í göngunum urðu til þess að tæki og tól verktakans Ósafls voru færð yfir í Fnjóskadal í september. Þar hefur tekist að bora og sprengja 760 metra og eru göngin því nú alls 3.450 metra löng. „Þar gengur ágætlega en þó erum við búin að vera í leiðinda bergi inn á milli en það er ekki hægt að segja að það sé að tefja verkið þeim megin. Þar að auki er lítið sem ekkert vatn þar.“ Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Ekki verður gerð önnur tilraun til að loka heitavatnssprungunni sem opnaðist í Vaðlaheiðargöngum í febrúar. Vatnið verður leitt út úr göngunum í rörum en einnig streymir talsvert af heitu vatni úr minni sprungum innar í göngunum. Stóra sprungan dælir enn um 65 lítrum af 46 gráðu heitu vatni inn í göngin Eyjafjarðarmegin á hverri sekúndu. Þrjár tilraunir hafa verið gerðar til að loka henni með sérútbúinni efnablöndu. Síðustu tilrauninni lauk í lok nóvember en þá tókst að minnka strauminn um 30 lítra á sekúndu.Valgeir Bergmann„Þá var dælt ofan í sprungusvæðið í nokkra daga og þá lokaðist á einum stað en opnaðist á öðrum. Allar þessar aðgerðir hafa skilað einhverjum árangri en við teljum ekki forsvaranlegt að eyða meiri tíma í að reyna að þétta svæðið betur,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri verkkaupans Vaðlaheiðarganga hf. Alls streyma nú um 140 lítrar af heitu vatni úr göngunum á hverri sekúndu. Um 50 lítrar af allt að 59 gráðu heitu vatni koma úr minni sprungum innar í göngunum. Lofthitinn er í kringum 30 gráður og vonast er til að hann lækki þegar vatnið úr stóru sprungunni verður komið í rör. „Það lekur mest við stafn ganganna en það stendur til að loka fyrir það með efnaþéttingu. Pípurnar verða svo til bráðabirgða til að minnka uppgufun og hitann,“ segir Valgeir. Framkvæmdir við að loka sprungunni hafa verið kostnaðarsamar. Efnablandan er dýr og erlendir sérfræðingar hafa komið að framkvæmdunum. Gangagerðin hefur einnig tafist vegna heita vatnsins og verkið er nú á eftir áætlun. Valgeir segir ekki búið að taka saman hversu mikið efnablandan hefur kostað. „Þetta er kostnaður sem má alltaf búast við í svona verki en efnagrauturinn er dýr og þetta hleypur á tugum milljóna króna. Samt sem áður erum við bara búin að nota einungis brot af því magni sem fór í gerð Héðinsfjarðarganga.“ Valgeir segir ekki ljóst hvenær gangagerð í Eyjafirði getur hafist aftur. „Það verður ekki fyrr en aðstæður batna og vatnið þeim megin minnkar. Vonandi getum við byrjað þar aftur á fyrstu mánuðum næsta árs.“ Hitinn og rakinn í göngunum urðu til þess að tæki og tól verktakans Ósafls voru færð yfir í Fnjóskadal í september. Þar hefur tekist að bora og sprengja 760 metra og eru göngin því nú alls 3.450 metra löng. „Þar gengur ágætlega en þó erum við búin að vera í leiðinda bergi inn á milli en það er ekki hægt að segja að það sé að tefja verkið þeim megin. Þar að auki er lítið sem ekkert vatn þar.“
Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira