Lántaki þarf að greiða fjórfalda upphæð smáláns vegna vanskila Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. desember 2014 07:00 Auðfengið fé. Auðvelt er að fá lánaðan pening hjá smálánafyrirtækjunum. Öllu erfiðara er að greiða til baka. Fréttablaðið/Valli Hundrað þúsund króna skuld 21 árs karlmanns vegna láns sem hann tók hjá smálánafyrirtækinu Hraðpeningum var orðin meira en 400 þúsund krónur aðeins örfáum mánuðum eftir að lánið var tekið. Við fyrstu sýn virðast lánaskilmálar vera sanngjarnir. Á vefsíðu Hraðpeninga kemur til dæmis fram að þegar tekið er 20 þúsund króna lán í þrjátíu daga bætist við 733 krónur í kostnað og seðilgjald. Þar með er öll sagan ekki sögð. Til þess að geta fengið lán þarf að undirgangast lánshæfismat. Til þess að fá lánið greitt samdægurs þarf lántaki að fá flýtimeðferð á því. Hann greiðir því 5.990 krónur fyrir greiðslumatið í hvert sinn sem smálán er tekið. Skiptir þá engu þótt fleiri en eitt lán séu tekin samdægurs. Lendi lántaki í vanskilum bætist síðan við margfaldur innheimtukostnaður ofan á bæði höfuðstól lánsins og lánshæfismatið. Innheimtukostnaðurinn reiknast á hvert lán fyrir sig en ekki lánin sameiginlega. Fréttablaðið ræddi við föður tuttugu og eins árs gamals manns sem tók fimm smálán þann 16. júní síðastliðinn. Ungi maðurinn tók lán hjá Hraðpeningum. Samkvæmt frásögn föður unga mannsins mun hann hafa verið nýlega byrjaður í sambandi með konu. Þau hafi ákveðið að skella sér saman í stutt frí til útlanda. Grunlaus um það hversu mikinn kostnað hann gæti hlotið af smálánum ákvað maðurinn að taka fimm smálán, hvert að upphæð 20 þúsund, vegna ferðarinnar. Honum tókst ekki að greiða lánin til baka í tæka tíð og lenti því í vanskilum. Í fyrrnefndu tilfelli nemur heildarkostnaðurinn vegna lánanna fimm sem tekin voru umræddan dag, það er höfuðstóls lánanna, dráttarvaxta og innheimtukostnaðar, tæplega 295 þúsund krónum. Heildarkostnaðurinn vegna lánshæfismats, dráttarvaxta vegna ógreidds lánshæfismats og innheimtukostnaður nemur rúmum 128 þúsund krónum. Heildarkostnaður unga mannsins, þegar hann byrjaði að greiða af lánunum þann 3. nóvember var því kominn upp í 423 þúsund krónur. Þrátt fyrir að vera í vanskilum eftir 16. júlí gat maðurinn engu að síður tekið smálán hjá sama fyrirtæki að undangengnu lánshæfismati. Þann 5. ágúst tók maðurinn tvö 20 þúsund króna lán. Ungi maðurinn er byrjaður að greiða af lánunum og er nú í samráði við föður sinn að leita lausna til þess að greiða lánin að fullu. Bannað er að innheimta kostnað vegna greiðslumatsins. Stór hluti skuldar mannsins er vegna flýtimeðferðar á greiðslumatinu og áfallins kostnaðar vegna vanskila á greiðslum á greiðslumatinu. Á hinn bóginn komst áfrýjunarnefnd neytendamála að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að smálánafyrirtækjunum Kredia og Smálánum hafi verið óheimilt að taka sérstaka greiðslu fyrir flýtiafgreiðslu lánshæfismats. Þetta er niðurstaða áfrýjunarnefndar neytendamála. Með ákvörðuninni var niðurstaða Neytendastofu sama efnis staðfest. Kredia og Smálán sendu frá sér yfirlýsingu eftir að ákvörðunin var birt þar sem fram kom að fyrirtækin telji ákvörðunina ekki vera í samræmi við lög um neytendalán. Þau hyggjast láta reyna á málið fyrir dómstólum. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hefur ekkert smálánafyrirtæki breytt starfsemi sinni eftir úrskurðinn. Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Kristján lætur störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Sjá meira
Hundrað þúsund króna skuld 21 árs karlmanns vegna láns sem hann tók hjá smálánafyrirtækinu Hraðpeningum var orðin meira en 400 þúsund krónur aðeins örfáum mánuðum eftir að lánið var tekið. Við fyrstu sýn virðast lánaskilmálar vera sanngjarnir. Á vefsíðu Hraðpeninga kemur til dæmis fram að þegar tekið er 20 þúsund króna lán í þrjátíu daga bætist við 733 krónur í kostnað og seðilgjald. Þar með er öll sagan ekki sögð. Til þess að geta fengið lán þarf að undirgangast lánshæfismat. Til þess að fá lánið greitt samdægurs þarf lántaki að fá flýtimeðferð á því. Hann greiðir því 5.990 krónur fyrir greiðslumatið í hvert sinn sem smálán er tekið. Skiptir þá engu þótt fleiri en eitt lán séu tekin samdægurs. Lendi lántaki í vanskilum bætist síðan við margfaldur innheimtukostnaður ofan á bæði höfuðstól lánsins og lánshæfismatið. Innheimtukostnaðurinn reiknast á hvert lán fyrir sig en ekki lánin sameiginlega. Fréttablaðið ræddi við föður tuttugu og eins árs gamals manns sem tók fimm smálán þann 16. júní síðastliðinn. Ungi maðurinn tók lán hjá Hraðpeningum. Samkvæmt frásögn föður unga mannsins mun hann hafa verið nýlega byrjaður í sambandi með konu. Þau hafi ákveðið að skella sér saman í stutt frí til útlanda. Grunlaus um það hversu mikinn kostnað hann gæti hlotið af smálánum ákvað maðurinn að taka fimm smálán, hvert að upphæð 20 þúsund, vegna ferðarinnar. Honum tókst ekki að greiða lánin til baka í tæka tíð og lenti því í vanskilum. Í fyrrnefndu tilfelli nemur heildarkostnaðurinn vegna lánanna fimm sem tekin voru umræddan dag, það er höfuðstóls lánanna, dráttarvaxta og innheimtukostnaðar, tæplega 295 þúsund krónum. Heildarkostnaðurinn vegna lánshæfismats, dráttarvaxta vegna ógreidds lánshæfismats og innheimtukostnaður nemur rúmum 128 þúsund krónum. Heildarkostnaður unga mannsins, þegar hann byrjaði að greiða af lánunum þann 3. nóvember var því kominn upp í 423 þúsund krónur. Þrátt fyrir að vera í vanskilum eftir 16. júlí gat maðurinn engu að síður tekið smálán hjá sama fyrirtæki að undangengnu lánshæfismati. Þann 5. ágúst tók maðurinn tvö 20 þúsund króna lán. Ungi maðurinn er byrjaður að greiða af lánunum og er nú í samráði við föður sinn að leita lausna til þess að greiða lánin að fullu. Bannað er að innheimta kostnað vegna greiðslumatsins. Stór hluti skuldar mannsins er vegna flýtimeðferðar á greiðslumatinu og áfallins kostnaðar vegna vanskila á greiðslum á greiðslumatinu. Á hinn bóginn komst áfrýjunarnefnd neytendamála að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að smálánafyrirtækjunum Kredia og Smálánum hafi verið óheimilt að taka sérstaka greiðslu fyrir flýtiafgreiðslu lánshæfismats. Þetta er niðurstaða áfrýjunarnefndar neytendamála. Með ákvörðuninni var niðurstaða Neytendastofu sama efnis staðfest. Kredia og Smálán sendu frá sér yfirlýsingu eftir að ákvörðunin var birt þar sem fram kom að fyrirtækin telji ákvörðunina ekki vera í samræmi við lög um neytendalán. Þau hyggjast láta reyna á málið fyrir dómstólum. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hefur ekkert smálánafyrirtæki breytt starfsemi sinni eftir úrskurðinn.
Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Kristján lætur störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Sjá meira