Sitja uppi með óseldar gærur fyrir yfir 200 milljónir króna Haraldur Guðmundsson skrifar 1. desember 2014 08:15 Loðskinn geymir sauðargærur fyrir Norðlenska, Kaupfélag Skagfirðinga og SAH afurðir. „Það er sölutregða og við getum áætlað að heildarverðmæti óseldra gæra í landinu nemi meira en 200 milljónum króna,“ segir Gunnsteinn Björnsson, framkvæmdastjóri Loðskinns á Sauðárkróki, spurður hvernig sláturleyfishöfum gangi að selja sauðargærur úr landi. Gunnsteinn segir innflutningsbann Rússa, sem gildir gagnvart flestum ríkjum Evrópu, skýra að mestu hversu illa gengur að selja vöruna. „Eftirspurnin er einnig minni en oft áður í augnablikinu. En sölutregðan stafar mikið af Úkraínudeilunni því Rússland er risastór markaður fyrir unnar gærur en þær hafa hingað til farið héðan til landa eins og Frakklands og Ítalíu. Kaupendur þar hafa átt í erfiðleikum með að selja vörurnar til Rússlands og það hefur leitt til lausafjárskorts hjá þeim.“ Samkvæmt upplýsingum frá Kaupfélagi Skagfirðinga (KS) á fyrirtækið enn um 60 þúsund óseldar gærur. Gunnsteinn nefnir einnig önnur fyrirtæki eins og Norðlenska, Sláturfélag Suðurlands (SS), og SAH afurðir á Blönduósi. „Það eiga allir eitthvað en Norðlenska og SS eiga sennilega minnst. Við höfum séð um að salta gærur fyrir þrjú fyrirtæki og þær eru geymdar hér hjá okkur.“Gunnsteinn BjörnssonVaran er að sögn Gunnsteins seld til Evrópu og Tyrklands, á undir eitt þúsund krónur stykkið, þar sem gæran fer í framleiðslu á mokkaskinni eða leðri. „Við höfum reynt að selja sem allra mest af okkar skinnum í mokkaframleiðslu því það gefur hærra verð en það er alltaf eitthvað sem fer í leður.“ Í fyrra seldust að sögn Guðsteins allar þær gærur sem fyrirtækin áttu eftir sláturtíðina 2013. „Ég hef ekki áhyggjur af því að þetta seljist ekki en þetta mun taka lengri tíma en venjulega. Maður er því ekkert orðinn stressaður enn þá en þessi óvissa sem hefur myndast gerir það að verkum að kaupendurnir fara mjög varlega.“ Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
„Það er sölutregða og við getum áætlað að heildarverðmæti óseldra gæra í landinu nemi meira en 200 milljónum króna,“ segir Gunnsteinn Björnsson, framkvæmdastjóri Loðskinns á Sauðárkróki, spurður hvernig sláturleyfishöfum gangi að selja sauðargærur úr landi. Gunnsteinn segir innflutningsbann Rússa, sem gildir gagnvart flestum ríkjum Evrópu, skýra að mestu hversu illa gengur að selja vöruna. „Eftirspurnin er einnig minni en oft áður í augnablikinu. En sölutregðan stafar mikið af Úkraínudeilunni því Rússland er risastór markaður fyrir unnar gærur en þær hafa hingað til farið héðan til landa eins og Frakklands og Ítalíu. Kaupendur þar hafa átt í erfiðleikum með að selja vörurnar til Rússlands og það hefur leitt til lausafjárskorts hjá þeim.“ Samkvæmt upplýsingum frá Kaupfélagi Skagfirðinga (KS) á fyrirtækið enn um 60 þúsund óseldar gærur. Gunnsteinn nefnir einnig önnur fyrirtæki eins og Norðlenska, Sláturfélag Suðurlands (SS), og SAH afurðir á Blönduósi. „Það eiga allir eitthvað en Norðlenska og SS eiga sennilega minnst. Við höfum séð um að salta gærur fyrir þrjú fyrirtæki og þær eru geymdar hér hjá okkur.“Gunnsteinn BjörnssonVaran er að sögn Gunnsteins seld til Evrópu og Tyrklands, á undir eitt þúsund krónur stykkið, þar sem gæran fer í framleiðslu á mokkaskinni eða leðri. „Við höfum reynt að selja sem allra mest af okkar skinnum í mokkaframleiðslu því það gefur hærra verð en það er alltaf eitthvað sem fer í leður.“ Í fyrra seldust að sögn Guðsteins allar þær gærur sem fyrirtækin áttu eftir sláturtíðina 2013. „Ég hef ekki áhyggjur af því að þetta seljist ekki en þetta mun taka lengri tíma en venjulega. Maður er því ekkert orðinn stressaður enn þá en þessi óvissa sem hefur myndast gerir það að verkum að kaupendurnir fara mjög varlega.“
Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira