Mesta mótlætið á ferlinum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. nóvember 2014 07:00 Það gengur vel í boltanum hjá Arnóri Atlasyni þessa dagana og hann stefnir á að mæta mjög sterkur til leiks á HM í Katar í janúar. fréttablaðið/vilhelm „Þetta er rosalega jafnt og má ekki mikið gerast til að við föllum niður um mörg sæti,“ segir landsliðsmaðurinn Arnór Atlason en lið hans í Frakklandi, St. Raphael, er að gera það afar gott. Það var í öðru sæti í gær en gæti hafa fallið niður um eitt sæti eftir að Fréttablaðið fór í prentun. „Markmið liðsins eru enn þau sömu og það er að komast í Evrópukeppni á næsta tímabili. Þá þurfum við að vera í einu af fimm efstu sætunum í deildinni. Það er markmiðið að vera komnir í góða stöðu þegar við förum í jólafrí,“ segir Arnór en framundan eru leikir gegn liðum Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar og Ragnars Óskarssonar. „Það hefur vantað stöðugleika í okkar lið. Við unnum kannski stóru liðin eins og PSG í fyrra en síðan tókst okkur auðveldlega að tapa fyrir liðunum í neðri hlutanum. Nú höfum við frekar tapað fyrir betri liðunum og klárað hin. Ég myndi segja að við værum nokkurn veginn á pari.“Spilar miklu meira Eftir frekar erfiða síðustu leiktíð hefur gengið betur hjá Arnóri í vetur. Hann er fjórði markahæsti leikmaður liðsins með 31 mark og er að spila mun meira en áður. „Þetta er tvennt ólíkt. Þetta var erfitt í fyrra en nú er ég með stórt hlutverk. Spila um 50 mínútur í leik og mest vinstra megin fyrir utan. Ég hef einnig verið á miðjunni og svo þurft að leysa skyttustöðuna hægra megin út af meiðslum annarra leikmanna. Svo er ég heill heilsu og er mest ánægður með það. Síðustu vikur hafa verið góðar og ég er jákvæður,“ segir Arnór en hann lenti í meiðslum í desember í fyrra og var í kapphlaupi við að ná EM. „Það er allt önnur staða á mér núna en í fyrra. Það er himinn og haf á milli. Ég er í allt öðru formi núna. Tímabilið í fyrra var mesta mótlætið sem ég hef lent í. Það var mjög erfitt. Ég get alveg viðurkennt það. Við fengum nýjan þjálfara og liðið hafði gott af því að fá nýja strauma.“ Arnór og félagar afrekuðu þó að leggja stórlið PSG, sem Róbert Gunnarsson leikur með, en flestir bjuggust við því að liðið myndi valta yfir deildina enda með ógnarsterkt lið. PSG var aftur á móti búið að tapa þrem leikjum í fyrstu tíu umferðunum. „Auðvitað á þetta lið ekki að tapa leik. Ég held að það séu allir sammála um það. Ég veit ekki hvað er að en þar sem þeir koma er stórleikur hvers árs hjá hinu liðinu. Þannig að það er allt gefið til þess að leggja þá. Þeir eru samt ekki langt á eftir og eiga leik eftir gegn toppliðinu þannig að liðið gæti farið að nálgast toppinn.Ísland, Ísrael, handbolti, landslið, karla, undankeppni em, vetur 2014, em 2016Eigum skilið að fara á HM Eins og öllum Íslendingum ætti að vera kunnugt um þá komst Ísland inn á HM í Katar en varð þó að nota bakdyrnar. Það truflar skyttuna ekkert. „Mér finnst stórkostlegt að við séum á leið á mótið. Mér finnst það gleymast aðeins í umfjölluninni að við erum að fá sætið fyrir frábæran árangur á EM í janúar. Við lentum í fimmta sæti þar og þess vegna komumst við inn. Það var enginn að velja okkur inn. Við erum að fara af því við náðum fínum árangri. Við þurfum ekki að skammast okkar fyrir neitt,“ segir Akureyringurinn en Ísland missti upphaflega af farseðlinum til Katar er það tapaði óvænt í umspili gegn Bosníu. „Það er verst hvað maður var búinn að eyða miklum tíma í að svekkja sig á þessum Bosníuleikjum. Það fór alveg með sumarfríið. Svo skiptu þeir bara engu máli,“ segir Arnór léttur. Handbolti Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Það trompast allt þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
„Þetta er rosalega jafnt og má ekki mikið gerast til að við föllum niður um mörg sæti,“ segir landsliðsmaðurinn Arnór Atlason en lið hans í Frakklandi, St. Raphael, er að gera það afar gott. Það var í öðru sæti í gær en gæti hafa fallið niður um eitt sæti eftir að Fréttablaðið fór í prentun. „Markmið liðsins eru enn þau sömu og það er að komast í Evrópukeppni á næsta tímabili. Þá þurfum við að vera í einu af fimm efstu sætunum í deildinni. Það er markmiðið að vera komnir í góða stöðu þegar við förum í jólafrí,“ segir Arnór en framundan eru leikir gegn liðum Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar og Ragnars Óskarssonar. „Það hefur vantað stöðugleika í okkar lið. Við unnum kannski stóru liðin eins og PSG í fyrra en síðan tókst okkur auðveldlega að tapa fyrir liðunum í neðri hlutanum. Nú höfum við frekar tapað fyrir betri liðunum og klárað hin. Ég myndi segja að við værum nokkurn veginn á pari.“Spilar miklu meira Eftir frekar erfiða síðustu leiktíð hefur gengið betur hjá Arnóri í vetur. Hann er fjórði markahæsti leikmaður liðsins með 31 mark og er að spila mun meira en áður. „Þetta er tvennt ólíkt. Þetta var erfitt í fyrra en nú er ég með stórt hlutverk. Spila um 50 mínútur í leik og mest vinstra megin fyrir utan. Ég hef einnig verið á miðjunni og svo þurft að leysa skyttustöðuna hægra megin út af meiðslum annarra leikmanna. Svo er ég heill heilsu og er mest ánægður með það. Síðustu vikur hafa verið góðar og ég er jákvæður,“ segir Arnór en hann lenti í meiðslum í desember í fyrra og var í kapphlaupi við að ná EM. „Það er allt önnur staða á mér núna en í fyrra. Það er himinn og haf á milli. Ég er í allt öðru formi núna. Tímabilið í fyrra var mesta mótlætið sem ég hef lent í. Það var mjög erfitt. Ég get alveg viðurkennt það. Við fengum nýjan þjálfara og liðið hafði gott af því að fá nýja strauma.“ Arnór og félagar afrekuðu þó að leggja stórlið PSG, sem Róbert Gunnarsson leikur með, en flestir bjuggust við því að liðið myndi valta yfir deildina enda með ógnarsterkt lið. PSG var aftur á móti búið að tapa þrem leikjum í fyrstu tíu umferðunum. „Auðvitað á þetta lið ekki að tapa leik. Ég held að það séu allir sammála um það. Ég veit ekki hvað er að en þar sem þeir koma er stórleikur hvers árs hjá hinu liðinu. Þannig að það er allt gefið til þess að leggja þá. Þeir eru samt ekki langt á eftir og eiga leik eftir gegn toppliðinu þannig að liðið gæti farið að nálgast toppinn.Ísland, Ísrael, handbolti, landslið, karla, undankeppni em, vetur 2014, em 2016Eigum skilið að fara á HM Eins og öllum Íslendingum ætti að vera kunnugt um þá komst Ísland inn á HM í Katar en varð þó að nota bakdyrnar. Það truflar skyttuna ekkert. „Mér finnst stórkostlegt að við séum á leið á mótið. Mér finnst það gleymast aðeins í umfjölluninni að við erum að fá sætið fyrir frábæran árangur á EM í janúar. Við lentum í fimmta sæti þar og þess vegna komumst við inn. Það var enginn að velja okkur inn. Við erum að fara af því við náðum fínum árangri. Við þurfum ekki að skammast okkar fyrir neitt,“ segir Akureyringurinn en Ísland missti upphaflega af farseðlinum til Katar er það tapaði óvænt í umspili gegn Bosníu. „Það er verst hvað maður var búinn að eyða miklum tíma í að svekkja sig á þessum Bosníuleikjum. Það fór alveg með sumarfríið. Svo skiptu þeir bara engu máli,“ segir Arnór léttur.
Handbolti Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Það trompast allt þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira