Heimsótti Minsk og fræddist um athvarf Viktoría Hermannsdóttir skrifar 13. nóvember 2014 14:30 Högni skoðaði athvarfið sem er rekið af Rauða krossinum á Íslandi. myndir/Þórir Guðmundsson Ræddu málin Högni ræddi við skjólstæðinga athvarfsins. „Þetta var mjög skemmtilegt og áhugavert, að sjá þetta athvarf sem Rauði krossinn á Íslandi rekur þarna,“ segir Högni Egilsson söngvari, sem er á tónleikaferðlagi með hljómsveitinni Gus Gus. Í vikunni heimsótti hann athvarf fyrir fólk með geðraskanir í Minsk í Hvíta-Rússlandi sem rekið er með aðstoð frá Rauða krossinum á Íslandi. Athvarfið er ætlað fólki sem er að aðlagast daglegu lífi eftir spítalavist á geðdeild. Það var reist að fyrirmynd slíkra athvarfa sem eru rekin hérlendis, meðal annars Vinjar við Hverfisgötu, Lautar á Akureyri og Dvalar í Kópavogi. Högni hefur sjálfur sagt frá því opinberlega að hann sé með geðhvarfasýki og gat því miðlað af reynslu sinni til þeirra sem sækja athvarfið. Mikil vanþekking er á geðsjúkdómum í Hvíta- Rússlandi, að sögn Högna.Hann segir fólkið sem hann ræddi við margt hafa þurft að sæta miklum fordómum. „Það var skemmtilegt að koma þarna inn og eiga í samræðum við fólkið sem lendir á upp kant við samfélagið sitt vegna einhverrar greiningar. Það eru miklir fordómar og lítil vitneskja. Þarna hitti ég til dæmis stelpu sem var greind með geðklofa þegar hún var 16-17 ára og í kjölfarið mætti hún lokuðum dyrum alls staðar í umhverfi sínu. Hún mátti ekki fara í leikfimi í skólanum og gat svo ekki farið í háskóla að læra hönnun eins og hana langaði. Þarna heldur fólk oft á tíðum að geðklofa einstaklingar séu hættulegir enda vanþekkingin mikil.“ Hann segir að þó að vissulega sé þekkingin á geðsjúkdómum lengra á veg komin hérlendis þá séu samt fordómar til staðar. „Í kjölfarið á því að ég talaði opinberlega um mína sögu þá hafa margir talað við mig og sagt mér sínar sögur eða einhverra sem tengjast þeim. Það eru margir hræddir við geðsjúkdóma og það þarf að sýna þessum einstaklingum stuðning og hlusta á þá til þess að gera þeim kleift að vera með í samfélaginu.“ Högni ræddi við fólkið í athvarfinu um þessi málefni og tók líka lagið. „Fólkið þarna var mjög innblásið. Það eiga allir rétt á sínum upplifunum. Það þarf að tala um verðmætin og þau gildi sem það felur í sér að eiga sér sögu, eiga sér þessa þrekraun og takast á við umhverfi sitt. Í því er fólgin ákveðin sorg og reynsla en um leið gerir það þig að dýpri manneskju fyrir vikið,“ segir hann. Högni segir það hafa verið afar áhugavert að heimsækja athvarfið og hitta fólk úr öðrum menningarheimi sem er að kljást við geðsjúkdóma. „Þetta er eina svona athvarfið í þessari stóru borg. Það var ótrúlega gaman að fá tækifæri til þess að fara þangað. Þetta er flott starf sem Rauði krossinn er að vinna þarna og mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að taka þátt í svona.“ Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Sjá meira
Ræddu málin Högni ræddi við skjólstæðinga athvarfsins. „Þetta var mjög skemmtilegt og áhugavert, að sjá þetta athvarf sem Rauði krossinn á Íslandi rekur þarna,“ segir Högni Egilsson söngvari, sem er á tónleikaferðlagi með hljómsveitinni Gus Gus. Í vikunni heimsótti hann athvarf fyrir fólk með geðraskanir í Minsk í Hvíta-Rússlandi sem rekið er með aðstoð frá Rauða krossinum á Íslandi. Athvarfið er ætlað fólki sem er að aðlagast daglegu lífi eftir spítalavist á geðdeild. Það var reist að fyrirmynd slíkra athvarfa sem eru rekin hérlendis, meðal annars Vinjar við Hverfisgötu, Lautar á Akureyri og Dvalar í Kópavogi. Högni hefur sjálfur sagt frá því opinberlega að hann sé með geðhvarfasýki og gat því miðlað af reynslu sinni til þeirra sem sækja athvarfið. Mikil vanþekking er á geðsjúkdómum í Hvíta- Rússlandi, að sögn Högna.Hann segir fólkið sem hann ræddi við margt hafa þurft að sæta miklum fordómum. „Það var skemmtilegt að koma þarna inn og eiga í samræðum við fólkið sem lendir á upp kant við samfélagið sitt vegna einhverrar greiningar. Það eru miklir fordómar og lítil vitneskja. Þarna hitti ég til dæmis stelpu sem var greind með geðklofa þegar hún var 16-17 ára og í kjölfarið mætti hún lokuðum dyrum alls staðar í umhverfi sínu. Hún mátti ekki fara í leikfimi í skólanum og gat svo ekki farið í háskóla að læra hönnun eins og hana langaði. Þarna heldur fólk oft á tíðum að geðklofa einstaklingar séu hættulegir enda vanþekkingin mikil.“ Hann segir að þó að vissulega sé þekkingin á geðsjúkdómum lengra á veg komin hérlendis þá séu samt fordómar til staðar. „Í kjölfarið á því að ég talaði opinberlega um mína sögu þá hafa margir talað við mig og sagt mér sínar sögur eða einhverra sem tengjast þeim. Það eru margir hræddir við geðsjúkdóma og það þarf að sýna þessum einstaklingum stuðning og hlusta á þá til þess að gera þeim kleift að vera með í samfélaginu.“ Högni ræddi við fólkið í athvarfinu um þessi málefni og tók líka lagið. „Fólkið þarna var mjög innblásið. Það eiga allir rétt á sínum upplifunum. Það þarf að tala um verðmætin og þau gildi sem það felur í sér að eiga sér sögu, eiga sér þessa þrekraun og takast á við umhverfi sitt. Í því er fólgin ákveðin sorg og reynsla en um leið gerir það þig að dýpri manneskju fyrir vikið,“ segir hann. Högni segir það hafa verið afar áhugavert að heimsækja athvarfið og hitta fólk úr öðrum menningarheimi sem er að kljást við geðsjúkdóma. „Þetta er eina svona athvarfið í þessari stóru borg. Það var ótrúlega gaman að fá tækifæri til þess að fara þangað. Þetta er flott starf sem Rauði krossinn er að vinna þarna og mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að taka þátt í svona.“
Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Sjá meira