Auka hlutafé Jör með hópfjármögnun Haraldur Guðmundsson skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Guðmundur Jörundsson fatahönnuður er maðurinn á bak við vörumerkið Jör. Vísir/Valli Eigendur tískuvörumerkisins og verslunarinnar Jör eru nú að ljúka hlutafjáraukningu sem á að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins við Laugaveg. Hlutaféð er aukið með hópfjármögnun (e. crowdfunding) þar sem viðskiptavinum Jör er boðið að fjárfesta og fá í staðinn inneign í versluninni og lítinn hlut í fyrirtækinu. „Þetta er ekki alveg komið á hreint en þessi hópur mun eiga lítinn hlut í Jör og þetta er hugsað til þess að styrkja reksturinn hér heima en ekki til útrásar eða eitthvað slíkt,“ segir Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Jör. „Þetta eru kúnnar hjá okkur og hver fjárfesting hleypur á hundruðum þúsunda en ekki meira en það,“ segir Gunnar spurður hversu mikið fjármagn hafi fengist í hlutafjáraukningunni. Gunnar og Guðmundur Jörundsson fatahönnuður stofnuðu fyrirtækið í október 2012 og opnuðu verslunina við Laugaveg í apríl 2013. Þeir eiga 87,5 prósent í fyrirtækinu en hin 12,5 prósentin eru skráð á Eyju fjárfestingafélag ehf. sem er í eigu fjárfestanna Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur og Birgis Þórs Bieltvedt. „Við stækkuðum frekar hratt, raunar miklu hraðar en við höfðum áætlað. Þessi fjármögnun, ásamt öðrum þáttum eins og því að við erum búnir að hagræða í rekstri og fá mikla reynslu á þessum tveimur árum, var lykilatriði í því að við gátum haldið áfram,“ segir Gunnar. „Við erum ekki að fá inn fjármagn til að fara í einhverjar stórar fjárfestingar heldur til að panta birgðir og leggja grunninn að því að geta jú jafnvel farið eitthvað út til að taka þátt í sölusýningum.“ Gunnar og Guðmundur höfðu átt í viðræðum við aðra fjárfesta um aðkomu þeirra að fyrirtækinu þegar ákvörðunin um að fara í hópfjármögnunina var tekin. „Það er mjög tímafrekt ferli og getur endað á hvorn veginn sem er. Því ákváðum við að fara í hópfjármögnunina, þar sem við gátum haft stjórn á ferlinu, og höfðum samband við þá aðila sem hafa bæði verslað hjá okkur og við vissum að væru áhugasamir. Þetta var góður skóli sem innviklar fleiri í þetta fyrirtæki,“ segir Gunnar. Stefnan er að hans sögn sett á að koma vörum Jör í verslanir erlendis og á tískusýningar. „Draumurinn er svo að geta opnað verslanir erlendis. Það eru því mjög spennandi tímar framundan.” Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Eigendur tískuvörumerkisins og verslunarinnar Jör eru nú að ljúka hlutafjáraukningu sem á að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins við Laugaveg. Hlutaféð er aukið með hópfjármögnun (e. crowdfunding) þar sem viðskiptavinum Jör er boðið að fjárfesta og fá í staðinn inneign í versluninni og lítinn hlut í fyrirtækinu. „Þetta er ekki alveg komið á hreint en þessi hópur mun eiga lítinn hlut í Jör og þetta er hugsað til þess að styrkja reksturinn hér heima en ekki til útrásar eða eitthvað slíkt,“ segir Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Jör. „Þetta eru kúnnar hjá okkur og hver fjárfesting hleypur á hundruðum þúsunda en ekki meira en það,“ segir Gunnar spurður hversu mikið fjármagn hafi fengist í hlutafjáraukningunni. Gunnar og Guðmundur Jörundsson fatahönnuður stofnuðu fyrirtækið í október 2012 og opnuðu verslunina við Laugaveg í apríl 2013. Þeir eiga 87,5 prósent í fyrirtækinu en hin 12,5 prósentin eru skráð á Eyju fjárfestingafélag ehf. sem er í eigu fjárfestanna Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur og Birgis Þórs Bieltvedt. „Við stækkuðum frekar hratt, raunar miklu hraðar en við höfðum áætlað. Þessi fjármögnun, ásamt öðrum þáttum eins og því að við erum búnir að hagræða í rekstri og fá mikla reynslu á þessum tveimur árum, var lykilatriði í því að við gátum haldið áfram,“ segir Gunnar. „Við erum ekki að fá inn fjármagn til að fara í einhverjar stórar fjárfestingar heldur til að panta birgðir og leggja grunninn að því að geta jú jafnvel farið eitthvað út til að taka þátt í sölusýningum.“ Gunnar og Guðmundur höfðu átt í viðræðum við aðra fjárfesta um aðkomu þeirra að fyrirtækinu þegar ákvörðunin um að fara í hópfjármögnunina var tekin. „Það er mjög tímafrekt ferli og getur endað á hvorn veginn sem er. Því ákváðum við að fara í hópfjármögnunina, þar sem við gátum haft stjórn á ferlinu, og höfðum samband við þá aðila sem hafa bæði verslað hjá okkur og við vissum að væru áhugasamir. Þetta var góður skóli sem innviklar fleiri í þetta fyrirtæki,“ segir Gunnar. Stefnan er að hans sögn sett á að koma vörum Jör í verslanir erlendis og á tískusýningar. „Draumurinn er svo að geta opnað verslanir erlendis. Það eru því mjög spennandi tímar framundan.”
Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira