Kuldi á milli gömlu herbergisfélaganna svo mánuðum skiptir Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. október 2014 08:00 Dagur Sigurðsson stýrði þýska handboltalandsliðinu til sigurs á móti Finnum í fyrrakvöld. Vísir/Getty „Það er vissulega þægilegt að byrja á svona leik. Ná úr sér mesta skrekknum,“ segir Dagur Sigurðsson sem stýrði sínum fyrsta alvöruleik hjá þýska landsliðinu í gær. Þjóðverjar unnu þá öruggan 30-18 sigur á Finnum fyrir framan fullt hús af fólki í Gummersbach. „Þetta var svona leikur eins og ég bjóst við. Strákarnir voru tilbúnir og við gengum frá þessu frekar snemma. Ég get ekki kvartað yfir þessari byrjun.“ Dagur fékk tvo æfingaleiki með liðið áður en alvaran byrjaði þannig að hann var aðeins búinn að venjast því að vera orðinn þjálfari þýska landsliðsins. „Það var svolítið skrítið í fyrsta leiknum. Að sjá fálkann á brjóstinu og svona. Það var allt farið núna. Ég var ekkert meira stressaður núna en fyrir einhverja aðra leiki þó svo vissulega væri tilefnið sérstakt. Maður er alltaf með smá fiðring fyrir alla leiki,“ segir Dagur en er hann búinn að læra þýska þjóðsönginn? „Nei, reyndar ekki. Ég hef nú aðeins gluggað í textann en er ekki alveg kominn á þann stað að vera byrjaður að humma með. Ég fer kannski að gera það ef ég endist meira en 20-30 leiki í starfinu,“ segir þjálfarinn léttur.Horfa á HM 2019 Hans hlutverk er að byggja upp nýtt landslið hjá Þjóðverjum en liðið hefur valdið stöðugum vonbrigðum undanfarin ár. Nú á að horfa til lengri tíma í stað þess að tjalda til einnar nætur. „Við erum að horfa ansi langt og meðal annars á HM 2019 sem verður haldið í Þýskalandi og svo Ólympíuleikana árið eftir. Ég er með samning fram yfir leikana en auðvitað er hann uppsegjanlegur af beggja hálfu eftir ákveðinn tíma eins og gengur og gerist,“ segir Dagur en mótið 2019 verður haldið bæði í Þýskalandi og Danmörku. „Það eru líka mörg stórmót á leiðinni. Þegar maður er kominn þangað vill maður gera einhverja hluti. Það þýðir ekkert að setja einhverja kjúklinga inn og segja að þetta blessist allt árið 2020.“ Þjálfarinn hefur fengið að vinna með mörgum mönnum í fyrstu verkefnum sínum. „Það er gott að hafa fengið að skoða marga leikmenn. Ég er með talsvert af nýjum mönnum eins og í skyttustöðunum. Þetta er smá púsluspil ennþá en ég vona að við lifum þetta af í fyrstu leikjunum. Ég fæ svo meiri tíma með liðinu í lok ársins og þá vonandi verður þetta orðið betra.“ Það var nokkuð umdeilt í Þýskalandi að útlendingur skyldi vera ráðinn sem landsliðsþjálfari. Heiner Brand, fyrrverandi landsliðsþjálfari, var á meðal þeirra sem vildu þýskan þjálfara. Finnur Dagur fyrir aukinni pressu út af því öllu? „Ég fæ alveg spurninguna, enda verið umræða um þetta. Ég hef svarað því þannig að ef það yrði ráðinn útlendingur á Íslandi þá væri líka umræða um það þar. Það er eðlilegt. Það er annars ekki mitt að ákveða hvaða þjálfarar eru ráðnir.“Mætir gamla herbergisfélaganum Fyrsti leikurinn var eins og áður segir frekar auðveldur en lærisveina Dags bíður erfiðara verkefni um helgina er þeir sækja lið Austurríkis heim en því stýrir annar Íslendingur, Patrekur Jóhannesson. „Gamli herbergisfélaginn minn úr íslenska landsliðinu bíður. Ég fékk SMS frá honum í sumar þar sem hann óskaði mér til hamingju með starfið. Svo hef ég ekkert heyrt í honum. Það er búinn að vera kuldi á milli herbergisfélaganna núna svo mánuðum skiptir,“ segir Dagur léttur en Patrekur hefur verið að gera flotta hluti með lið Austurríkis. „Ef maður á að vera heiðarlegur þá er það auðvitað mögnuð staða að við séum að mætast þarna með sitt hvort erlenda landsliðið. Það er alveg magnað og maður fattar það ekki alveg. Þetta er svipað og með Gumma Gumm og Alfreð sem voru líka herbergisfélagar í landsliðinu.“ Handbolti Tengdar fréttir Einvígi Dags og Patreks í beinni á EHF TV Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska handboltalandsliðsins, og Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, undirbúa nú leik á móti hvorum öðrum í undankeppni EM 2016. 27. október 2014 17:15 Dagur valdi sautján manna hóp Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, er búinn að velja landsliðshóp sinn fyrir komandi leiki í undankeppni EM. 21. október 2014 12:45 Stór stund á þjálfaraferli Dags í kvöld Þjálfaraferill Dags Sigurðssonar með þýska landsliðið hefst fyrir alvöru í kvöld. 29. október 2014 12:30 Dagur fagnaði sigri í fyrsta leik Þýskaland lenti ekki í teljandi vandræðum með Finnland í undankeppni EM 2016. 29. október 2014 23:08 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
„Það er vissulega þægilegt að byrja á svona leik. Ná úr sér mesta skrekknum,“ segir Dagur Sigurðsson sem stýrði sínum fyrsta alvöruleik hjá þýska landsliðinu í gær. Þjóðverjar unnu þá öruggan 30-18 sigur á Finnum fyrir framan fullt hús af fólki í Gummersbach. „Þetta var svona leikur eins og ég bjóst við. Strákarnir voru tilbúnir og við gengum frá þessu frekar snemma. Ég get ekki kvartað yfir þessari byrjun.“ Dagur fékk tvo æfingaleiki með liðið áður en alvaran byrjaði þannig að hann var aðeins búinn að venjast því að vera orðinn þjálfari þýska landsliðsins. „Það var svolítið skrítið í fyrsta leiknum. Að sjá fálkann á brjóstinu og svona. Það var allt farið núna. Ég var ekkert meira stressaður núna en fyrir einhverja aðra leiki þó svo vissulega væri tilefnið sérstakt. Maður er alltaf með smá fiðring fyrir alla leiki,“ segir Dagur en er hann búinn að læra þýska þjóðsönginn? „Nei, reyndar ekki. Ég hef nú aðeins gluggað í textann en er ekki alveg kominn á þann stað að vera byrjaður að humma með. Ég fer kannski að gera það ef ég endist meira en 20-30 leiki í starfinu,“ segir þjálfarinn léttur.Horfa á HM 2019 Hans hlutverk er að byggja upp nýtt landslið hjá Þjóðverjum en liðið hefur valdið stöðugum vonbrigðum undanfarin ár. Nú á að horfa til lengri tíma í stað þess að tjalda til einnar nætur. „Við erum að horfa ansi langt og meðal annars á HM 2019 sem verður haldið í Þýskalandi og svo Ólympíuleikana árið eftir. Ég er með samning fram yfir leikana en auðvitað er hann uppsegjanlegur af beggja hálfu eftir ákveðinn tíma eins og gengur og gerist,“ segir Dagur en mótið 2019 verður haldið bæði í Þýskalandi og Danmörku. „Það eru líka mörg stórmót á leiðinni. Þegar maður er kominn þangað vill maður gera einhverja hluti. Það þýðir ekkert að setja einhverja kjúklinga inn og segja að þetta blessist allt árið 2020.“ Þjálfarinn hefur fengið að vinna með mörgum mönnum í fyrstu verkefnum sínum. „Það er gott að hafa fengið að skoða marga leikmenn. Ég er með talsvert af nýjum mönnum eins og í skyttustöðunum. Þetta er smá púsluspil ennþá en ég vona að við lifum þetta af í fyrstu leikjunum. Ég fæ svo meiri tíma með liðinu í lok ársins og þá vonandi verður þetta orðið betra.“ Það var nokkuð umdeilt í Þýskalandi að útlendingur skyldi vera ráðinn sem landsliðsþjálfari. Heiner Brand, fyrrverandi landsliðsþjálfari, var á meðal þeirra sem vildu þýskan þjálfara. Finnur Dagur fyrir aukinni pressu út af því öllu? „Ég fæ alveg spurninguna, enda verið umræða um þetta. Ég hef svarað því þannig að ef það yrði ráðinn útlendingur á Íslandi þá væri líka umræða um það þar. Það er eðlilegt. Það er annars ekki mitt að ákveða hvaða þjálfarar eru ráðnir.“Mætir gamla herbergisfélaganum Fyrsti leikurinn var eins og áður segir frekar auðveldur en lærisveina Dags bíður erfiðara verkefni um helgina er þeir sækja lið Austurríkis heim en því stýrir annar Íslendingur, Patrekur Jóhannesson. „Gamli herbergisfélaginn minn úr íslenska landsliðinu bíður. Ég fékk SMS frá honum í sumar þar sem hann óskaði mér til hamingju með starfið. Svo hef ég ekkert heyrt í honum. Það er búinn að vera kuldi á milli herbergisfélaganna núna svo mánuðum skiptir,“ segir Dagur léttur en Patrekur hefur verið að gera flotta hluti með lið Austurríkis. „Ef maður á að vera heiðarlegur þá er það auðvitað mögnuð staða að við séum að mætast þarna með sitt hvort erlenda landsliðið. Það er alveg magnað og maður fattar það ekki alveg. Þetta er svipað og með Gumma Gumm og Alfreð sem voru líka herbergisfélagar í landsliðinu.“
Handbolti Tengdar fréttir Einvígi Dags og Patreks í beinni á EHF TV Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska handboltalandsliðsins, og Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, undirbúa nú leik á móti hvorum öðrum í undankeppni EM 2016. 27. október 2014 17:15 Dagur valdi sautján manna hóp Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, er búinn að velja landsliðshóp sinn fyrir komandi leiki í undankeppni EM. 21. október 2014 12:45 Stór stund á þjálfaraferli Dags í kvöld Þjálfaraferill Dags Sigurðssonar með þýska landsliðið hefst fyrir alvöru í kvöld. 29. október 2014 12:30 Dagur fagnaði sigri í fyrsta leik Þýskaland lenti ekki í teljandi vandræðum með Finnland í undankeppni EM 2016. 29. október 2014 23:08 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
Einvígi Dags og Patreks í beinni á EHF TV Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska handboltalandsliðsins, og Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, undirbúa nú leik á móti hvorum öðrum í undankeppni EM 2016. 27. október 2014 17:15
Dagur valdi sautján manna hóp Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, er búinn að velja landsliðshóp sinn fyrir komandi leiki í undankeppni EM. 21. október 2014 12:45
Stór stund á þjálfaraferli Dags í kvöld Þjálfaraferill Dags Sigurðssonar með þýska landsliðið hefst fyrir alvöru í kvöld. 29. október 2014 12:30
Dagur fagnaði sigri í fyrsta leik Þýskaland lenti ekki í teljandi vandræðum með Finnland í undankeppni EM 2016. 29. október 2014 23:08