Að glata yfirburðastöðu Stjórnarmaðurinn skrifar 29. október 2014 09:00 Áhugavert hefur verið að fylgjast með raunum matvælarisans Tesco í Bretlandi sem uppvís varð að því að fegra reikninga sína. Bréf í Tesco hafa fallið í verði um helming síðastliðið ár og lykilstjórnendur tínst á brott. Bókhaldshneisan er síðasta hálmstráið í lengri raunasögu, sem hófst þegar forstjórinn Terry Leahy lét af störfum. Tesco hefur verið með ríflega 30% markaðshlutdeild á matvælamarkaði í Bretlandi og tekjur félagsins námu árið 2013 tæpum 14.000 milljörðum íslenskra króna, eða 185-földum tekjum Haga. Þrátt fyrir þessar ótrúlegu stærðargráðu er vandamálið hjá Tesco a.m.k. tvíþætt. Annars vegar er Tesco skráð á markað, og því þrýstingur á félagið að vaxa. Hægara sagt en gert fyrir félag sem notið hefur yfirburðastöðu á heimamarkaði. Því þurfti Tesco að leita annarra leiða. Félagið stofnsetti eigin banka og farsímaþjónustu, á kaffihúsakeðju, garðvörukeðju, þróaði spjaldtölvu og streymiþjónustu í samkeppni við Netflix og hóf rekstur í Bandaríkjunum og Asíu. Tesco var komið langt frá upprunanum. Hins vegar hefur félagið flotið sofandi að feigðarósi. Tesco hélt að óþarft væri að hafa áhyggjur af nýju lágverðsverslununum Aldi og Lidl, sem saman hafa náð 10% af markaðnum í skjóli nætur. Tesco svaraði heldur ekki kalli tímans varðandi heimsendingu á matvælum, en þar hefur aðilum á borð við Ocado tekist að breyta neysluvenjum – fólk vill matinn upp að dyrum. Tesco situr því uppi með 4.000 risaverslanir sem fólk vill ekki versla í og þar sem leigusamningar eru oft og tíðum óhagstæðir. Sala dregst saman í flestum flokkum, hagnaður félagsins hefur helmingast, framlegð fer versnandi og varla annað í spilunum en að ráðast í hlutafjárhækkun. Íslensk dæmi sýna að ekki er ráðlegt fyrir ráðandi markaðsaðila að slíðra vopn sín. Morgunblaðið er ef til vill nýjasta og nærtækasta dæmið. Því er áhugavert að heimfæra vandræði Tesco upp á innlendan matvörumarkað þar sem Hagar, Kaupás og Samkaup ráða ríkjum. Á Íslandi eru vissulega lágverðsverslanir á borð við Bónus og Krónuna. Íslenskir matvælakaupmenn nota hins vegar þrisvar sinnum fleiri fermetra en breskir kollegar þeirra til að selja fyrir sömu upphæð. Þá er vefverslun í algerri mýflugumynd. Loks er langstærsti aðilinn á markaðnum í eigu lífeyrissjóða, en hætt er við því að hluthafar sem fara með annarra manna fé taki augun af boltanum. Stjórnarmaðurinn mun fylgjast með þróun á matvælamarkaði af áhuga.Tweets by @stjornarmadur Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Banabiti bóksölu? Fjárlagafrumvarpið hefur verið í umræðunni nýverið, og sitt sýnist hverjum. Helstu neikvæðniraddirnar snúa að hækkun lægra þreps virðisaukaskatts úr 7% í 12%. Bændasamtökin, VR og ASÍ voru meðal þeirra sem vöruðu við áhrifum hækkana á matvöru. Þau rök hafa að mestu verið hrakin og verða því ekki gerð að umræðuefni hér. Hækkun lægra þrepsins hefur þó ekki aðeins áhrif á matvöru, heldur einnig á t.d. bóksölu. 8. október 2014 08:59 Frumkvöðlavottun Hrefnu Ösp Sigfinnsdóttur hjá Landsbankanum þætti skynsamlegt að sjá stjórnvöld beita skattaafslætti til að auka þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði. 22. október 2014 08:30 Af hverju ekki neitt? Í síðustu viku voru liðin sex ár frá því að Geir Haarde bað Guð að blessa Ísland. Óhætt er að segja að á þeim sex árum sem síðan komu hafi ýmislegt gerst. Ríkisstjórnir hafa komið og farið, Ísland er land í höftum og iPadar og snjallúr eru nú, eða verða brátt, í almenningseign. 15. október 2014 10:00 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Áhugavert hefur verið að fylgjast með raunum matvælarisans Tesco í Bretlandi sem uppvís varð að því að fegra reikninga sína. Bréf í Tesco hafa fallið í verði um helming síðastliðið ár og lykilstjórnendur tínst á brott. Bókhaldshneisan er síðasta hálmstráið í lengri raunasögu, sem hófst þegar forstjórinn Terry Leahy lét af störfum. Tesco hefur verið með ríflega 30% markaðshlutdeild á matvælamarkaði í Bretlandi og tekjur félagsins námu árið 2013 tæpum 14.000 milljörðum íslenskra króna, eða 185-földum tekjum Haga. Þrátt fyrir þessar ótrúlegu stærðargráðu er vandamálið hjá Tesco a.m.k. tvíþætt. Annars vegar er Tesco skráð á markað, og því þrýstingur á félagið að vaxa. Hægara sagt en gert fyrir félag sem notið hefur yfirburðastöðu á heimamarkaði. Því þurfti Tesco að leita annarra leiða. Félagið stofnsetti eigin banka og farsímaþjónustu, á kaffihúsakeðju, garðvörukeðju, þróaði spjaldtölvu og streymiþjónustu í samkeppni við Netflix og hóf rekstur í Bandaríkjunum og Asíu. Tesco var komið langt frá upprunanum. Hins vegar hefur félagið flotið sofandi að feigðarósi. Tesco hélt að óþarft væri að hafa áhyggjur af nýju lágverðsverslununum Aldi og Lidl, sem saman hafa náð 10% af markaðnum í skjóli nætur. Tesco svaraði heldur ekki kalli tímans varðandi heimsendingu á matvælum, en þar hefur aðilum á borð við Ocado tekist að breyta neysluvenjum – fólk vill matinn upp að dyrum. Tesco situr því uppi með 4.000 risaverslanir sem fólk vill ekki versla í og þar sem leigusamningar eru oft og tíðum óhagstæðir. Sala dregst saman í flestum flokkum, hagnaður félagsins hefur helmingast, framlegð fer versnandi og varla annað í spilunum en að ráðast í hlutafjárhækkun. Íslensk dæmi sýna að ekki er ráðlegt fyrir ráðandi markaðsaðila að slíðra vopn sín. Morgunblaðið er ef til vill nýjasta og nærtækasta dæmið. Því er áhugavert að heimfæra vandræði Tesco upp á innlendan matvörumarkað þar sem Hagar, Kaupás og Samkaup ráða ríkjum. Á Íslandi eru vissulega lágverðsverslanir á borð við Bónus og Krónuna. Íslenskir matvælakaupmenn nota hins vegar þrisvar sinnum fleiri fermetra en breskir kollegar þeirra til að selja fyrir sömu upphæð. Þá er vefverslun í algerri mýflugumynd. Loks er langstærsti aðilinn á markaðnum í eigu lífeyrissjóða, en hætt er við því að hluthafar sem fara með annarra manna fé taki augun af boltanum. Stjórnarmaðurinn mun fylgjast með þróun á matvælamarkaði af áhuga.Tweets by @stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Banabiti bóksölu? Fjárlagafrumvarpið hefur verið í umræðunni nýverið, og sitt sýnist hverjum. Helstu neikvæðniraddirnar snúa að hækkun lægra þreps virðisaukaskatts úr 7% í 12%. Bændasamtökin, VR og ASÍ voru meðal þeirra sem vöruðu við áhrifum hækkana á matvöru. Þau rök hafa að mestu verið hrakin og verða því ekki gerð að umræðuefni hér. Hækkun lægra þrepsins hefur þó ekki aðeins áhrif á matvöru, heldur einnig á t.d. bóksölu. 8. október 2014 08:59 Frumkvöðlavottun Hrefnu Ösp Sigfinnsdóttur hjá Landsbankanum þætti skynsamlegt að sjá stjórnvöld beita skattaafslætti til að auka þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði. 22. október 2014 08:30 Af hverju ekki neitt? Í síðustu viku voru liðin sex ár frá því að Geir Haarde bað Guð að blessa Ísland. Óhætt er að segja að á þeim sex árum sem síðan komu hafi ýmislegt gerst. Ríkisstjórnir hafa komið og farið, Ísland er land í höftum og iPadar og snjallúr eru nú, eða verða brátt, í almenningseign. 15. október 2014 10:00 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Banabiti bóksölu? Fjárlagafrumvarpið hefur verið í umræðunni nýverið, og sitt sýnist hverjum. Helstu neikvæðniraddirnar snúa að hækkun lægra þreps virðisaukaskatts úr 7% í 12%. Bændasamtökin, VR og ASÍ voru meðal þeirra sem vöruðu við áhrifum hækkana á matvöru. Þau rök hafa að mestu verið hrakin og verða því ekki gerð að umræðuefni hér. Hækkun lægra þrepsins hefur þó ekki aðeins áhrif á matvöru, heldur einnig á t.d. bóksölu. 8. október 2014 08:59
Frumkvöðlavottun Hrefnu Ösp Sigfinnsdóttur hjá Landsbankanum þætti skynsamlegt að sjá stjórnvöld beita skattaafslætti til að auka þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði. 22. október 2014 08:30
Af hverju ekki neitt? Í síðustu viku voru liðin sex ár frá því að Geir Haarde bað Guð að blessa Ísland. Óhætt er að segja að á þeim sex árum sem síðan komu hafi ýmislegt gerst. Ríkisstjórnir hafa komið og farið, Ísland er land í höftum og iPadar og snjallúr eru nú, eða verða brátt, í almenningseign. 15. október 2014 10:00