Er skólakerfið á niðurleið? Jóhann Björnsson skrifar 10. október 2014 15:44 Gagnrýnin umræða um skólamál er nauðsynleg ef við viljum metnaðarfullt menntakerfi. Því miður hefur skort á gagnrýna umfjöllun sem dregur fram það sem vel er gert og það sem bæta má. Fjölmiðlaumræðan er of einsleit. Henni er stýrt af fólki sem oft skortir gagnrýna hugsun og heldur því fram að skólakerfið sé á niðurleið. Fjölmiðlar virðast leita að viðmælendum sem tala í frösum og sjá hag sinn í því að alhæfa um aðra burtséð frá sannleiksgildi alhæfinganna. Í Morgunblaðinu 14. september ræddi Kolbrún Bergþórsdóttir við Margréti Pálu Ólafsdóttur. Hvergi vottaði fyrir gagnrýninni spurningu um sjónarmið viðmælandans né var gerð tilraun til að dýpka skilning lesandans á viðfangsefninu. Margrét Pála fullyrti um aðra kennara og störf þeirra án fullnægjandi rökstuðnings, þannig að ætla mætti að þeir væru allir eins, jafn óskiljanlegir nemendum og geimverur en ekki manneskjur af holdi og blóði. Að kennsla þeirra fælist í 40 mínútna lotum uppi við töflu eingöngu, þar sem ætlast væri til að nemendur tileinkuðu sér visku þeirra og þekkingu sem þeir svo hefðu litlar eða engar forsendur til að skilja. Þannig væru börnin eyðilögð í stað þess að auka þroska þeirra og þau sem ekki næðu tökum á „visku“ kennaranna yrðu fyrir enn frekara niðurbroti með því að vera send í aukatíma gagngert til að upplifa tilgangsleysi lífsins. Börnin eru brotin niður til að vilji kennaranna fái að njóta sín. Þetta ástand verður síðan til þess að foreldrar þessara ólánsömu barna senda þau í annað skólakerfi þar sem kærleikur, jákvæðni og gleði ræður ríkjum og kennararnir taka á móti börnunum af innilegri hjartagæsku.Mikil einföldun Mikil einföldun á sér stað í greininni og því er eftirfarandi áréttað: -Skólar eru misjafnir. Sumir binda sig við 40 mínútna lotur og aðrir ekki. Eru 40 mínútna vinnulotur endilega verri en önnur tímalengd vinnulotu? Um það eru skiptar skoðanir. -Kennsluhættir í skólum eru fjölmargir. Töflukennsla er bara einn af þeim en ekki sá eini. Sumir kenna í blönduðum hópum, aðrir í getuskiptum eða kynjaskiptum, sumir kenna úti og aðrir inni o.s.frv. Það er heldur ekkert nýtt að börn með einbeitingarörðugleika skipti um viðfangsefni eða fari út í stutta stund. -Skólar hafa allnokkuð frelsi þegar kemur að starfsháttum og námsframboði, eins og framboð af valgreinum ber víða vitni um. -Það er mannkostur í fari kennara að gefast ekki upp á nemendum sínum, að alhæfa ekki um að þeir muni aldrei getað náð tökum á ákveðinni færni eða námsefni. Hverjum kennara er hollt að rata meðalhófið á milli tvennra öfga í anda Aristótelesar, annars vegar að þrjóskast við að kenna án þess að forsendur séu fyrir árangri eða hins vegar að gefast of auðveldlega upp á að kenna einstaka nemendum eins og mælt er með í umræddu viðtali. -Enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Fyrrverandi landsliðsmaður í sundi átti sem barn mjög erfitt með sund. Í höndum góðs sundkennara varð hann landsliðsmaður 12 árum síðar. Túlka hefði mátt starf sundkennarans þannig að hann væri að eyðileggja barnið með því að troða í það námsefni sem það myndi aldrei tileinka sér. Höfum í huga orð heimspekingsins JP Sartre: manneskjan er ekki neitt eitt ákveðið, fast og óumbreytanlegt, heldur verðandi, síbreytileg með endalausa möguleika. Dæmum ekki né stimplum börn þó tímabundnir erfiðleikar í námi eigi sér stað. -Kennarar eru ólíkir og misjafnlega kærleiksríkir, glaðir og þolinmóðir. Þeir eru misfærir í sínu fagi. Þó skólakerfi skipi öllum gleði eða aðrar dyggðir þá breytir kerfi ekki karakter fólks. Í skólunum starfar fólk sem „kennir sjálft“ sig meira en nokkuð annað og fólk er misjafnt. Þannig er nú einu sinni lífið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Gagnrýnin umræða um skólamál er nauðsynleg ef við viljum metnaðarfullt menntakerfi. Því miður hefur skort á gagnrýna umfjöllun sem dregur fram það sem vel er gert og það sem bæta má. Fjölmiðlaumræðan er of einsleit. Henni er stýrt af fólki sem oft skortir gagnrýna hugsun og heldur því fram að skólakerfið sé á niðurleið. Fjölmiðlar virðast leita að viðmælendum sem tala í frösum og sjá hag sinn í því að alhæfa um aðra burtséð frá sannleiksgildi alhæfinganna. Í Morgunblaðinu 14. september ræddi Kolbrún Bergþórsdóttir við Margréti Pálu Ólafsdóttur. Hvergi vottaði fyrir gagnrýninni spurningu um sjónarmið viðmælandans né var gerð tilraun til að dýpka skilning lesandans á viðfangsefninu. Margrét Pála fullyrti um aðra kennara og störf þeirra án fullnægjandi rökstuðnings, þannig að ætla mætti að þeir væru allir eins, jafn óskiljanlegir nemendum og geimverur en ekki manneskjur af holdi og blóði. Að kennsla þeirra fælist í 40 mínútna lotum uppi við töflu eingöngu, þar sem ætlast væri til að nemendur tileinkuðu sér visku þeirra og þekkingu sem þeir svo hefðu litlar eða engar forsendur til að skilja. Þannig væru börnin eyðilögð í stað þess að auka þroska þeirra og þau sem ekki næðu tökum á „visku“ kennaranna yrðu fyrir enn frekara niðurbroti með því að vera send í aukatíma gagngert til að upplifa tilgangsleysi lífsins. Börnin eru brotin niður til að vilji kennaranna fái að njóta sín. Þetta ástand verður síðan til þess að foreldrar þessara ólánsömu barna senda þau í annað skólakerfi þar sem kærleikur, jákvæðni og gleði ræður ríkjum og kennararnir taka á móti börnunum af innilegri hjartagæsku.Mikil einföldun Mikil einföldun á sér stað í greininni og því er eftirfarandi áréttað: -Skólar eru misjafnir. Sumir binda sig við 40 mínútna lotur og aðrir ekki. Eru 40 mínútna vinnulotur endilega verri en önnur tímalengd vinnulotu? Um það eru skiptar skoðanir. -Kennsluhættir í skólum eru fjölmargir. Töflukennsla er bara einn af þeim en ekki sá eini. Sumir kenna í blönduðum hópum, aðrir í getuskiptum eða kynjaskiptum, sumir kenna úti og aðrir inni o.s.frv. Það er heldur ekkert nýtt að börn með einbeitingarörðugleika skipti um viðfangsefni eða fari út í stutta stund. -Skólar hafa allnokkuð frelsi þegar kemur að starfsháttum og námsframboði, eins og framboð af valgreinum ber víða vitni um. -Það er mannkostur í fari kennara að gefast ekki upp á nemendum sínum, að alhæfa ekki um að þeir muni aldrei getað náð tökum á ákveðinni færni eða námsefni. Hverjum kennara er hollt að rata meðalhófið á milli tvennra öfga í anda Aristótelesar, annars vegar að þrjóskast við að kenna án þess að forsendur séu fyrir árangri eða hins vegar að gefast of auðveldlega upp á að kenna einstaka nemendum eins og mælt er með í umræddu viðtali. -Enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Fyrrverandi landsliðsmaður í sundi átti sem barn mjög erfitt með sund. Í höndum góðs sundkennara varð hann landsliðsmaður 12 árum síðar. Túlka hefði mátt starf sundkennarans þannig að hann væri að eyðileggja barnið með því að troða í það námsefni sem það myndi aldrei tileinka sér. Höfum í huga orð heimspekingsins JP Sartre: manneskjan er ekki neitt eitt ákveðið, fast og óumbreytanlegt, heldur verðandi, síbreytileg með endalausa möguleika. Dæmum ekki né stimplum börn þó tímabundnir erfiðleikar í námi eigi sér stað. -Kennarar eru ólíkir og misjafnlega kærleiksríkir, glaðir og þolinmóðir. Þeir eru misfærir í sínu fagi. Þó skólakerfi skipi öllum gleði eða aðrar dyggðir þá breytir kerfi ekki karakter fólks. Í skólunum starfar fólk sem „kennir sjálft“ sig meira en nokkuð annað og fólk er misjafnt. Þannig er nú einu sinni lífið.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun