Telja koma til geina að kaupa gögn um fólk í skattaskjólum Jóhanna Margrét Einarsdóttir og Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifa 29. september 2014 06:00 Lúxemborg er það skattaskjól sem flest mál Íslendinga virðast fara í gegnum.nordicphotos/afp NORDICPHOTOS/GETTY „Það kemur vel til álita að mínu mati, að undangenginni áreiðanleikakönnun, að kaupa lista með nöfnum einstaklinga sem tengjast skattaskjólum. Ég er mikill talsmaður þess að uppræta skattsvik. Stundum verður maður að kosta einhverju til, til þess að ná meira fjármagni í ríkiskassann,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis. Skattrannsóknarstjóra hefur verið boðið að kaupa lista með nöfnum hundraða einstaklinga sem eiga eignir í skattaskjólum erlendis. Við yfirferð á sýnishornum gagnanna sem Skattrannsóknarstjóra hafa verið boðin til kaups sá embættið vísbendingar um skattaundanskot. Greinargerð Skattrannsóknarstjóra um gögnin er nú til skoðunar hjá fjármálaráðuneytinu. Skattrannsóknarstjóri, Bryndís Kristjánsdóttir, hefur greint frá því að yfirleitt sé ekki vitað hverjir seljendur slíkra gagna eru. Jafnframt að viðræður við seljendur hafi ekki komist á það stig að verð hafi komið til tals. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að menn ættu að kynna sér reynslu Þjóðverja af því að kaupa slík gögn. Hann segir að menn eigi að skoða það að setja upp sérstakt hvatakerfi. „Við ættum að hvetja fólk sem á fé í skattaskjólum til að gefa sig sjálfviljugt fram. Það væri hægt að gefa þessu fólki sex mánuði til þess að gera upp sín mál og greiða skatta af því fé sem það hefur skotið undan. Á móti fengju þeir sem gefa sig fram verulegan afslátt af sektum vegna skattaundanskota en þær geta verið himinháar,“ segir Frosti. Í frétt á vef tímaritsins Spiegel frá því í desember 2012 segir að á sex ára tímabili, frá 2006 til 2012, hafi þýsk yfirvöld greitt 20 milljónir evra fyrir gögn um viðskiptavini banka í skattaskjólum. Ávinningurinn hafi verið tvö þúsund milljónir evra. „Það er siðferðilegt álitamál hvort ríkisvaldið eigi að verðlauna þjófnað á móti því að menn séu að svíkja undan skatti.“ Þetta segir Pétur Blöndal, varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, um möguleg kaup á gögnum með nöfnum hundraða einstaklinga sem tengjast skattaskjólum sem erlendir aðilar hafa boðið Skattrannsóknarstjóra til kaups. Pétur Blöndal segir að í Þýskalandi hafi menn tekið upp það kerfi að menn gætu kært sjálfa sig, eins og hann orðar það, og við það sloppið við aðrar refsingar en sektir.“ Heit umræða var í Þýskalandi um siðferði þess að kaupa gögn sem væru stolin, að því er Pétur greinir frá. „Væntanlega eru þessi gögn sem Skattrannsóknarstjóra eru boðin til kaups stolin, annars væri ekki þessi mikla leynd yfir þessu öllu. Ég er á móti þjófnaði en ég er líka á móti skattsvikum. Þarna rekast á margar siðferðilegar spurningar, annars vegar um siðferði þess að kaupa af þjófum og hins vegar siðferði þess að brjóta skattalög. Þetta er mjög viðkvæm umræða og margt sem blandast inn í hana.“ Pétur telur víst að gögnin verði ekki seld á það háu verði að það borgi sig ekki fyrir stjórnvöld að kaupa þau. „En ég geri ráð fyrir að fjármálaráðuneytið skoði ekki bara tekjur og gjöld þegar mögulegur ávinningur af kaupunum er skoðaður.“ Pétur tekur það fram að skattsvik séu skaðleg því að þau skekki samkeppnisstöðu. „Sumir segja hins vegar að þau séu vörn einstaklingsins gegn ofríki ríkisvaldsins. Það er líka ósiðlegt ef skattlagning er of mikil. Það eru margar áhugaverðar spurningar sem vakna við þessa umræðu.“ Alþingi Mest lesið Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
„Það kemur vel til álita að mínu mati, að undangenginni áreiðanleikakönnun, að kaupa lista með nöfnum einstaklinga sem tengjast skattaskjólum. Ég er mikill talsmaður þess að uppræta skattsvik. Stundum verður maður að kosta einhverju til, til þess að ná meira fjármagni í ríkiskassann,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis. Skattrannsóknarstjóra hefur verið boðið að kaupa lista með nöfnum hundraða einstaklinga sem eiga eignir í skattaskjólum erlendis. Við yfirferð á sýnishornum gagnanna sem Skattrannsóknarstjóra hafa verið boðin til kaups sá embættið vísbendingar um skattaundanskot. Greinargerð Skattrannsóknarstjóra um gögnin er nú til skoðunar hjá fjármálaráðuneytinu. Skattrannsóknarstjóri, Bryndís Kristjánsdóttir, hefur greint frá því að yfirleitt sé ekki vitað hverjir seljendur slíkra gagna eru. Jafnframt að viðræður við seljendur hafi ekki komist á það stig að verð hafi komið til tals. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að menn ættu að kynna sér reynslu Þjóðverja af því að kaupa slík gögn. Hann segir að menn eigi að skoða það að setja upp sérstakt hvatakerfi. „Við ættum að hvetja fólk sem á fé í skattaskjólum til að gefa sig sjálfviljugt fram. Það væri hægt að gefa þessu fólki sex mánuði til þess að gera upp sín mál og greiða skatta af því fé sem það hefur skotið undan. Á móti fengju þeir sem gefa sig fram verulegan afslátt af sektum vegna skattaundanskota en þær geta verið himinháar,“ segir Frosti. Í frétt á vef tímaritsins Spiegel frá því í desember 2012 segir að á sex ára tímabili, frá 2006 til 2012, hafi þýsk yfirvöld greitt 20 milljónir evra fyrir gögn um viðskiptavini banka í skattaskjólum. Ávinningurinn hafi verið tvö þúsund milljónir evra. „Það er siðferðilegt álitamál hvort ríkisvaldið eigi að verðlauna þjófnað á móti því að menn séu að svíkja undan skatti.“ Þetta segir Pétur Blöndal, varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, um möguleg kaup á gögnum með nöfnum hundraða einstaklinga sem tengjast skattaskjólum sem erlendir aðilar hafa boðið Skattrannsóknarstjóra til kaups. Pétur Blöndal segir að í Þýskalandi hafi menn tekið upp það kerfi að menn gætu kært sjálfa sig, eins og hann orðar það, og við það sloppið við aðrar refsingar en sektir.“ Heit umræða var í Þýskalandi um siðferði þess að kaupa gögn sem væru stolin, að því er Pétur greinir frá. „Væntanlega eru þessi gögn sem Skattrannsóknarstjóra eru boðin til kaups stolin, annars væri ekki þessi mikla leynd yfir þessu öllu. Ég er á móti þjófnaði en ég er líka á móti skattsvikum. Þarna rekast á margar siðferðilegar spurningar, annars vegar um siðferði þess að kaupa af þjófum og hins vegar siðferði þess að brjóta skattalög. Þetta er mjög viðkvæm umræða og margt sem blandast inn í hana.“ Pétur telur víst að gögnin verði ekki seld á það háu verði að það borgi sig ekki fyrir stjórnvöld að kaupa þau. „En ég geri ráð fyrir að fjármálaráðuneytið skoði ekki bara tekjur og gjöld þegar mögulegur ávinningur af kaupunum er skoðaður.“ Pétur tekur það fram að skattsvik séu skaðleg því að þau skekki samkeppnisstöðu. „Sumir segja hins vegar að þau séu vörn einstaklingsins gegn ofríki ríkisvaldsins. Það er líka ósiðlegt ef skattlagning er of mikil. Það eru margar áhugaverðar spurningar sem vakna við þessa umræðu.“
Alþingi Mest lesið Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira