Telja koma til geina að kaupa gögn um fólk í skattaskjólum Jóhanna Margrét Einarsdóttir og Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifa 29. september 2014 06:00 Lúxemborg er það skattaskjól sem flest mál Íslendinga virðast fara í gegnum.nordicphotos/afp NORDICPHOTOS/GETTY „Það kemur vel til álita að mínu mati, að undangenginni áreiðanleikakönnun, að kaupa lista með nöfnum einstaklinga sem tengjast skattaskjólum. Ég er mikill talsmaður þess að uppræta skattsvik. Stundum verður maður að kosta einhverju til, til þess að ná meira fjármagni í ríkiskassann,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis. Skattrannsóknarstjóra hefur verið boðið að kaupa lista með nöfnum hundraða einstaklinga sem eiga eignir í skattaskjólum erlendis. Við yfirferð á sýnishornum gagnanna sem Skattrannsóknarstjóra hafa verið boðin til kaups sá embættið vísbendingar um skattaundanskot. Greinargerð Skattrannsóknarstjóra um gögnin er nú til skoðunar hjá fjármálaráðuneytinu. Skattrannsóknarstjóri, Bryndís Kristjánsdóttir, hefur greint frá því að yfirleitt sé ekki vitað hverjir seljendur slíkra gagna eru. Jafnframt að viðræður við seljendur hafi ekki komist á það stig að verð hafi komið til tals. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að menn ættu að kynna sér reynslu Þjóðverja af því að kaupa slík gögn. Hann segir að menn eigi að skoða það að setja upp sérstakt hvatakerfi. „Við ættum að hvetja fólk sem á fé í skattaskjólum til að gefa sig sjálfviljugt fram. Það væri hægt að gefa þessu fólki sex mánuði til þess að gera upp sín mál og greiða skatta af því fé sem það hefur skotið undan. Á móti fengju þeir sem gefa sig fram verulegan afslátt af sektum vegna skattaundanskota en þær geta verið himinháar,“ segir Frosti. Í frétt á vef tímaritsins Spiegel frá því í desember 2012 segir að á sex ára tímabili, frá 2006 til 2012, hafi þýsk yfirvöld greitt 20 milljónir evra fyrir gögn um viðskiptavini banka í skattaskjólum. Ávinningurinn hafi verið tvö þúsund milljónir evra. „Það er siðferðilegt álitamál hvort ríkisvaldið eigi að verðlauna þjófnað á móti því að menn séu að svíkja undan skatti.“ Þetta segir Pétur Blöndal, varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, um möguleg kaup á gögnum með nöfnum hundraða einstaklinga sem tengjast skattaskjólum sem erlendir aðilar hafa boðið Skattrannsóknarstjóra til kaups. Pétur Blöndal segir að í Þýskalandi hafi menn tekið upp það kerfi að menn gætu kært sjálfa sig, eins og hann orðar það, og við það sloppið við aðrar refsingar en sektir.“ Heit umræða var í Þýskalandi um siðferði þess að kaupa gögn sem væru stolin, að því er Pétur greinir frá. „Væntanlega eru þessi gögn sem Skattrannsóknarstjóra eru boðin til kaups stolin, annars væri ekki þessi mikla leynd yfir þessu öllu. Ég er á móti þjófnaði en ég er líka á móti skattsvikum. Þarna rekast á margar siðferðilegar spurningar, annars vegar um siðferði þess að kaupa af þjófum og hins vegar siðferði þess að brjóta skattalög. Þetta er mjög viðkvæm umræða og margt sem blandast inn í hana.“ Pétur telur víst að gögnin verði ekki seld á það háu verði að það borgi sig ekki fyrir stjórnvöld að kaupa þau. „En ég geri ráð fyrir að fjármálaráðuneytið skoði ekki bara tekjur og gjöld þegar mögulegur ávinningur af kaupunum er skoðaður.“ Pétur tekur það fram að skattsvik séu skaðleg því að þau skekki samkeppnisstöðu. „Sumir segja hins vegar að þau séu vörn einstaklingsins gegn ofríki ríkisvaldsins. Það er líka ósiðlegt ef skattlagning er of mikil. Það eru margar áhugaverðar spurningar sem vakna við þessa umræðu.“ Alþingi Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
„Það kemur vel til álita að mínu mati, að undangenginni áreiðanleikakönnun, að kaupa lista með nöfnum einstaklinga sem tengjast skattaskjólum. Ég er mikill talsmaður þess að uppræta skattsvik. Stundum verður maður að kosta einhverju til, til þess að ná meira fjármagni í ríkiskassann,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis. Skattrannsóknarstjóra hefur verið boðið að kaupa lista með nöfnum hundraða einstaklinga sem eiga eignir í skattaskjólum erlendis. Við yfirferð á sýnishornum gagnanna sem Skattrannsóknarstjóra hafa verið boðin til kaups sá embættið vísbendingar um skattaundanskot. Greinargerð Skattrannsóknarstjóra um gögnin er nú til skoðunar hjá fjármálaráðuneytinu. Skattrannsóknarstjóri, Bryndís Kristjánsdóttir, hefur greint frá því að yfirleitt sé ekki vitað hverjir seljendur slíkra gagna eru. Jafnframt að viðræður við seljendur hafi ekki komist á það stig að verð hafi komið til tals. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að menn ættu að kynna sér reynslu Þjóðverja af því að kaupa slík gögn. Hann segir að menn eigi að skoða það að setja upp sérstakt hvatakerfi. „Við ættum að hvetja fólk sem á fé í skattaskjólum til að gefa sig sjálfviljugt fram. Það væri hægt að gefa þessu fólki sex mánuði til þess að gera upp sín mál og greiða skatta af því fé sem það hefur skotið undan. Á móti fengju þeir sem gefa sig fram verulegan afslátt af sektum vegna skattaundanskota en þær geta verið himinháar,“ segir Frosti. Í frétt á vef tímaritsins Spiegel frá því í desember 2012 segir að á sex ára tímabili, frá 2006 til 2012, hafi þýsk yfirvöld greitt 20 milljónir evra fyrir gögn um viðskiptavini banka í skattaskjólum. Ávinningurinn hafi verið tvö þúsund milljónir evra. „Það er siðferðilegt álitamál hvort ríkisvaldið eigi að verðlauna þjófnað á móti því að menn séu að svíkja undan skatti.“ Þetta segir Pétur Blöndal, varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, um möguleg kaup á gögnum með nöfnum hundraða einstaklinga sem tengjast skattaskjólum sem erlendir aðilar hafa boðið Skattrannsóknarstjóra til kaups. Pétur Blöndal segir að í Þýskalandi hafi menn tekið upp það kerfi að menn gætu kært sjálfa sig, eins og hann orðar það, og við það sloppið við aðrar refsingar en sektir.“ Heit umræða var í Þýskalandi um siðferði þess að kaupa gögn sem væru stolin, að því er Pétur greinir frá. „Væntanlega eru þessi gögn sem Skattrannsóknarstjóra eru boðin til kaups stolin, annars væri ekki þessi mikla leynd yfir þessu öllu. Ég er á móti þjófnaði en ég er líka á móti skattsvikum. Þarna rekast á margar siðferðilegar spurningar, annars vegar um siðferði þess að kaupa af þjófum og hins vegar siðferði þess að brjóta skattalög. Þetta er mjög viðkvæm umræða og margt sem blandast inn í hana.“ Pétur telur víst að gögnin verði ekki seld á það háu verði að það borgi sig ekki fyrir stjórnvöld að kaupa þau. „En ég geri ráð fyrir að fjármálaráðuneytið skoði ekki bara tekjur og gjöld þegar mögulegur ávinningur af kaupunum er skoðaður.“ Pétur tekur það fram að skattsvik séu skaðleg því að þau skekki samkeppnisstöðu. „Sumir segja hins vegar að þau séu vörn einstaklingsins gegn ofríki ríkisvaldsins. Það er líka ósiðlegt ef skattlagning er of mikil. Það eru margar áhugaverðar spurningar sem vakna við þessa umræðu.“
Alþingi Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira