Umhverfisvænni ferðaþjónusta á Norðurlöndum Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði skrifar 11. september 2014 07:00 Umhverfisvitund er óvíða í heiminum meiri en hjá Norðurlandabúum. Mörg veltum við því daglega fyrir okkur hvernig við getum minnkað álagið á náttúruna og unnið gegn loftslagsbreytingunum. En þrátt fyrir þessa jákvæðu staðreynd höfum við enn mikið verk að vinna áður en samfélag okkar getur talist sjálfbært og það á sannarlega við um hina ört vaxandi ferðamannaþjónustu. Vegna þessa hafa jafnaðarmenn í Norðurlandaráði lagt til að komið verði á fót sérstakri norrænni umhverfisvottun til að auðvelda og efla umhverfisvæn ferðalög um Norðurlöndin. Einfaldar og skýrar merkingar er mikilvæg forsenda þess að neytendur geti með auðveldum hætti tekið umhverfisvænar ákvarðanir í erli dagsins. Það má ekki vera flókið og tímafrekt að velja þann kost sem hefur minnst áhrif á umhverfið og viðskiptavinirnir eiga ekki að þurfa að rannsaka sjálfir hvaða áhrif varan eða þjónustan hefur. Ábyrgðin í þessum efnum liggur ekki síst hjá okkur stjórnmálamönnum enda er það okkar hlutverk að tryggja hagsmuni neytenda og auðvelda þeim hversdaginn. Við jafnaðarmenn sjáum það einnig fyrir okkur að græna hagkerfið skapi sífellt stærri hluta af framtíðarstörfum okkar og með sérstakri umhverfisvottun fyrir norræna ferðaþjónustu getum við tekið mikilvægt skref í þá átt að norræn ferðaþjónusta verði leiðandi í þessum efnum, í stað þess að dragast aftur úr. Norðurlandaráð hefur áður beitt sér fyrir norrænu umhverfismerki með góðum árangri, en norræna umhverfismerkið Svanurinn er í dag þekktasta umhverfismerkið í heiminum. Með auknum áhuga almennings á að nýta sér umhverfisvænar vörur og þjónustu sjáum við síðan hvernig vaxandi fjöldi fyrirtækja á sífellt fleiri sviðum viðskiptalífsins vilja nú bæta umgengni sína við náttúruna með því að óska eftir Svansmerkingu.Stóreykur umhverfisvitund Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði vilja koma á fót sambærilegu umhverfismerki fyrir ferðaþjónustuna. Með sama hætti og við getum í dag valið að kaupa Svansmerkt þvottaefni til að vernda umhverfið viljum við að í náinni framtíð getum við sem ferðamenn valið áfangastað eða upplifun sem er umhverfisvænsti kosturinn. Tilraunaverkefni hafa sýnt að þeir ferðaþjónustuaðilar sem vinna samkvæmt skýrum umhverfisstöðlum sem slíku merki myndu fylgja geta með umtalsverðum hætti dregið úr neikvæðum áhrifum sínum á umhverfið. Auk þess að auðvelda almenningi að ferðast með umhverfisvænum hætti myndi merkið því stórauka umhverfisvitund hjá fyrirtækjunum sjálfum og stuðla að jákvæðri þróun ferðaþjónustunnar í átt til umhverfisvænni starfshátta. Umhverfisvernd og sjálfbærni yrði sett skörinni hærra innan ferðaþjónustunnar og slíkt starf gæti skapað umhverfisvottuðum fyrirtækjum mikilvægt viðskiptaforskot. Norræn umhverfisvottun fyrir áfangastaði og upplifanir ferðaþjónustunnar gætu enn fremur stuðlað að auknum ferðamannastraumi til Norðurlandanna. Sameiginlegt umhverfismerki gæfi okkur t.d. kost á að markaðssetja Norðurlöndin sem umhverfisvænsta svæðið í Evrópu. Með því að undirstrika áherslu Norðurlandanna á umhverfismálin gætum við því fjölgað heimsóknum ferðamanna og fjölgað störfunum, ekki síst á svæðum sem á undanförnum árum hafa þurft að þola fólksfækkun. Norræn umhverfisvottun fyrir ferðaþjónustuna og stóraukin áhersla hennar á sjálfbærni skapar því fleiri störf, grænni störf og gerir hversdaginn fyrir ferðamenn og samfélagið í heild umhverfisvænni og grænni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Umhverfisvitund er óvíða í heiminum meiri en hjá Norðurlandabúum. Mörg veltum við því daglega fyrir okkur hvernig við getum minnkað álagið á náttúruna og unnið gegn loftslagsbreytingunum. En þrátt fyrir þessa jákvæðu staðreynd höfum við enn mikið verk að vinna áður en samfélag okkar getur talist sjálfbært og það á sannarlega við um hina ört vaxandi ferðamannaþjónustu. Vegna þessa hafa jafnaðarmenn í Norðurlandaráði lagt til að komið verði á fót sérstakri norrænni umhverfisvottun til að auðvelda og efla umhverfisvæn ferðalög um Norðurlöndin. Einfaldar og skýrar merkingar er mikilvæg forsenda þess að neytendur geti með auðveldum hætti tekið umhverfisvænar ákvarðanir í erli dagsins. Það má ekki vera flókið og tímafrekt að velja þann kost sem hefur minnst áhrif á umhverfið og viðskiptavinirnir eiga ekki að þurfa að rannsaka sjálfir hvaða áhrif varan eða þjónustan hefur. Ábyrgðin í þessum efnum liggur ekki síst hjá okkur stjórnmálamönnum enda er það okkar hlutverk að tryggja hagsmuni neytenda og auðvelda þeim hversdaginn. Við jafnaðarmenn sjáum það einnig fyrir okkur að græna hagkerfið skapi sífellt stærri hluta af framtíðarstörfum okkar og með sérstakri umhverfisvottun fyrir norræna ferðaþjónustu getum við tekið mikilvægt skref í þá átt að norræn ferðaþjónusta verði leiðandi í þessum efnum, í stað þess að dragast aftur úr. Norðurlandaráð hefur áður beitt sér fyrir norrænu umhverfismerki með góðum árangri, en norræna umhverfismerkið Svanurinn er í dag þekktasta umhverfismerkið í heiminum. Með auknum áhuga almennings á að nýta sér umhverfisvænar vörur og þjónustu sjáum við síðan hvernig vaxandi fjöldi fyrirtækja á sífellt fleiri sviðum viðskiptalífsins vilja nú bæta umgengni sína við náttúruna með því að óska eftir Svansmerkingu.Stóreykur umhverfisvitund Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði vilja koma á fót sambærilegu umhverfismerki fyrir ferðaþjónustuna. Með sama hætti og við getum í dag valið að kaupa Svansmerkt þvottaefni til að vernda umhverfið viljum við að í náinni framtíð getum við sem ferðamenn valið áfangastað eða upplifun sem er umhverfisvænsti kosturinn. Tilraunaverkefni hafa sýnt að þeir ferðaþjónustuaðilar sem vinna samkvæmt skýrum umhverfisstöðlum sem slíku merki myndu fylgja geta með umtalsverðum hætti dregið úr neikvæðum áhrifum sínum á umhverfið. Auk þess að auðvelda almenningi að ferðast með umhverfisvænum hætti myndi merkið því stórauka umhverfisvitund hjá fyrirtækjunum sjálfum og stuðla að jákvæðri þróun ferðaþjónustunnar í átt til umhverfisvænni starfshátta. Umhverfisvernd og sjálfbærni yrði sett skörinni hærra innan ferðaþjónustunnar og slíkt starf gæti skapað umhverfisvottuðum fyrirtækjum mikilvægt viðskiptaforskot. Norræn umhverfisvottun fyrir áfangastaði og upplifanir ferðaþjónustunnar gætu enn fremur stuðlað að auknum ferðamannastraumi til Norðurlandanna. Sameiginlegt umhverfismerki gæfi okkur t.d. kost á að markaðssetja Norðurlöndin sem umhverfisvænsta svæðið í Evrópu. Með því að undirstrika áherslu Norðurlandanna á umhverfismálin gætum við því fjölgað heimsóknum ferðamanna og fjölgað störfunum, ekki síst á svæðum sem á undanförnum árum hafa þurft að þola fólksfækkun. Norræn umhverfisvottun fyrir ferðaþjónustuna og stóraukin áhersla hennar á sjálfbærni skapar því fleiri störf, grænni störf og gerir hversdaginn fyrir ferðamenn og samfélagið í heild umhverfisvænni og grænni.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun