Hundraða milljarða hagsmunir í húfi 27. ágúst 2014 07:00 Óskað var ráðgefandi álits frá EFTA dómstólnum vegna máls sem er til meðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. EFTA dómstóllinn kveður upp dóm sinn í máli Gunnars V. Engilbertssonar gegn Íslandsbanka á morgun. Ágreiningurinn snýst um það hvort verðtryggingarákvæði í skuldabréfi sem Glitnir, sem Íslandsbanki er reistur á, gaf út í maí 2007 vegna fasteignakaupa Gunnars sé lögmætt. Grundvöllur verðtryggingarinnar var vísitala neysluverðs og höfuðstóll lánsins hækkar í hlutfalli við verðbólgu. Við rekstur málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hefur Gunnar haldið því fram að verðtryggingarákvæðið sé óréttmætur skilmáli og andstæður tilskipun 93/13/EBE í EES-samningnum. Víkja eigi hinum óréttmæta skilmála til hliðar. Íslandsbanki vísar hins vegar sjónarmiðum Gunnars á bug. Bankinn telur verðtrygginguna heimila samkvæmt lögum og tilskipunin hafi verið réttilega innleidd í landslög. Við meðferð málsins fyrir héraðsdómi var ákveðið að fá ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins. Spurningarnar snúast meðal annars um það hvort verðtrygging sé ósanngjörn, hvort fyrrnefnd tilskipun eigi við á Íslandi. Að síðustu hvort dómstólar á Íslandi eigi að hafa val um það að lýsa ósanngjarna skilmála ógilda eða hvort þeim sé það skylt. Þótt þetta tiltekna mál snúist einungis um samning sem Gunnar V. Engilbertsson gerði við Íslandsbanka vegna húsnæðiskaupa gætu hagsmunirnir sem liggja að baki verið mun meiri. Heildarupphæð verðtryggðra lána á Íslandi er um 1.500 milljarðar króna. Þar af er langstærstur hlutinn, eða um 800-900 milljarðar lán sem tekin eru hjá Íbúðalánasjóði og til viðbótar 100-200 milljarðar lán sem tekin eru hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Stofnanir með ríkisábyrgð eiga því um eða yfir 1.000 milljarða af þessum lánum. Á móti kemur að þeir lánasamningar sem verðtryggingamálið tekur til eru samningar sem gerðir eru á árinu 2000-2013, en ný lög um neytendalán tóku gildi eftir það. Ekkert liggur fyrir um það hvert fordæmisgildi dómsins sem kveðinn verður upp í máli Gunnars gegn Íslandsbanka kann að vera. Þá er heldur ekki víst hvort íslenskir dómstólar, Héraðsdómur Reykjavíkur eða Hæstiréttur, mun telja svör EFTA-dómstólsins viðeigandi fyrir úrlausn málsins þegar dómur verður kveðinn upp hér. Þó eru engin fordæmi fyrir því að íslenskir dómstólar dæmi beinlínis þvert gegn ráðgefandi áliti. ------ Fullyrt er í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, sem fylgdi með blaðinu í dag að dómurinn yrði kveðinn upp í dag. Það er rangt. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
EFTA dómstóllinn kveður upp dóm sinn í máli Gunnars V. Engilbertssonar gegn Íslandsbanka á morgun. Ágreiningurinn snýst um það hvort verðtryggingarákvæði í skuldabréfi sem Glitnir, sem Íslandsbanki er reistur á, gaf út í maí 2007 vegna fasteignakaupa Gunnars sé lögmætt. Grundvöllur verðtryggingarinnar var vísitala neysluverðs og höfuðstóll lánsins hækkar í hlutfalli við verðbólgu. Við rekstur málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hefur Gunnar haldið því fram að verðtryggingarákvæðið sé óréttmætur skilmáli og andstæður tilskipun 93/13/EBE í EES-samningnum. Víkja eigi hinum óréttmæta skilmála til hliðar. Íslandsbanki vísar hins vegar sjónarmiðum Gunnars á bug. Bankinn telur verðtrygginguna heimila samkvæmt lögum og tilskipunin hafi verið réttilega innleidd í landslög. Við meðferð málsins fyrir héraðsdómi var ákveðið að fá ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins. Spurningarnar snúast meðal annars um það hvort verðtrygging sé ósanngjörn, hvort fyrrnefnd tilskipun eigi við á Íslandi. Að síðustu hvort dómstólar á Íslandi eigi að hafa val um það að lýsa ósanngjarna skilmála ógilda eða hvort þeim sé það skylt. Þótt þetta tiltekna mál snúist einungis um samning sem Gunnar V. Engilbertsson gerði við Íslandsbanka vegna húsnæðiskaupa gætu hagsmunirnir sem liggja að baki verið mun meiri. Heildarupphæð verðtryggðra lána á Íslandi er um 1.500 milljarðar króna. Þar af er langstærstur hlutinn, eða um 800-900 milljarðar lán sem tekin eru hjá Íbúðalánasjóði og til viðbótar 100-200 milljarðar lán sem tekin eru hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Stofnanir með ríkisábyrgð eiga því um eða yfir 1.000 milljarða af þessum lánum. Á móti kemur að þeir lánasamningar sem verðtryggingamálið tekur til eru samningar sem gerðir eru á árinu 2000-2013, en ný lög um neytendalán tóku gildi eftir það. Ekkert liggur fyrir um það hvert fordæmisgildi dómsins sem kveðinn verður upp í máli Gunnars gegn Íslandsbanka kann að vera. Þá er heldur ekki víst hvort íslenskir dómstólar, Héraðsdómur Reykjavíkur eða Hæstiréttur, mun telja svör EFTA-dómstólsins viðeigandi fyrir úrlausn málsins þegar dómur verður kveðinn upp hér. Þó eru engin fordæmi fyrir því að íslenskir dómstólar dæmi beinlínis þvert gegn ráðgefandi áliti. ------ Fullyrt er í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, sem fylgdi með blaðinu í dag að dómurinn yrði kveðinn upp í dag. Það er rangt. Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent