„Þetta reddast“ Mikael Torfason skrifar 18. ágúst 2014 07:00 Því miður er þetta enn ein skoðanagreinin um þá staðreynd að við stöndum okkur ekki nógu vel sem samfélag þegar kemur að kynferðisofbeldi. Í frétt í blaðinu í dag segjum við frá því að dæmi eru um að fórnarlömbum nauðgana hafi verið vísað frá neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis af því að það fannst enginn læknir til að sinna þeim. „Þetta er alls ekki nógu gott,“ segir Gunnhildur Pétursdóttir en hún sinnir réttargæslu fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis og þurfti að horfa upp á það að skjólstæðingur hennar var sendur heim („Hún var orðin örþreytt. Þetta er rosalegt álag á brotaþola.“). Gunnhildur heldur áfram og segir það ótrúlegt en satt að „þetta reddast“ yfirleitt og að það sé ekki mjög algengt að fórnarlömb nauðgana séu send heim frá neyðarmóttöku vegna læknaskorts. Gunnhildur segir að best væri að læknir væri alltaf á vakt, allan sólarhringinn, til að taka á móti fórnarlömbum. Sýni geta jú glatast og allar svona tafir geta haft skelfilegar afleiðingar fyrir einstakling sem nýbúið er að nauðga. Viðkomandi geta fallist hendur og hún eða hann hreinlega hætt við að klára rannsókn. Eyrún Jónsdóttir er hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri neyðarmóttökunnar. Hún tekur undir með Gunnhildi og segir að þetta geti verið erfitt fyrir þolendur, að vera sendir heim vegna læknaskorts, en læknarnir sem sinna þessu starfi starfa víst ekki innan spítalans heldur „á sínum stofum úti í bæ. Þeir eru með fullbókaða dagskrá hjá sér alla daga því það er ekki vitað hvenær svona mál koma inn.“ En hér er auðvitað hvorki við Eyrúnu að sakast né Gunnhildi eða læknana heldur þetta kerfi sem við búum við. Við búum við kerfi sem sleppir nauðgurum. Að meðaltali kemur rúmlega eitt kynferðisbrotamál á dag inn á borð lögreglu. Allt árið um kring. Þetta eru um fjögur hundruð og fimmtíu mál á ári samkvæmt úttekt Fréttablaðsins á sínum tíma. Aðeins er ákært í rúmlega tuttugu af þessum málum (að meðaltali). Varla fjórtán af þeim málum sem enda með ákæru enda með sakfellingu fyrir dómstólum. Sönnunarbyrðin er erfið og oft er þetta orð gegn orði og svo framvegis. Eða svo er okkur sagt. En er ekki bara miklu líklegra að þetta sé alls ekki svona einfalt og að frétt Fréttablaðsins í dag varpi ljósi á stóra vandamálið? Sem er einfaldlega að við tökum þessi mál ekki nógu alvarlega. Það kemur fyrir að fórnarlömbum nauðgana er hreinlega vísað frá og þau beðin um að koma aftur síðar þegar náðst hefur í lækni til að sinna þeim. Nú vitum við í augnablikinu ekki hver fer með dómsmálin í landinu en við vitum hver er heilbrigðisráðherra og hann ætti að kippa þessu í liðinn. Strax. Þetta reddast ekki nema við lögum það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Því miður er þetta enn ein skoðanagreinin um þá staðreynd að við stöndum okkur ekki nógu vel sem samfélag þegar kemur að kynferðisofbeldi. Í frétt í blaðinu í dag segjum við frá því að dæmi eru um að fórnarlömbum nauðgana hafi verið vísað frá neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis af því að það fannst enginn læknir til að sinna þeim. „Þetta er alls ekki nógu gott,“ segir Gunnhildur Pétursdóttir en hún sinnir réttargæslu fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis og þurfti að horfa upp á það að skjólstæðingur hennar var sendur heim („Hún var orðin örþreytt. Þetta er rosalegt álag á brotaþola.“). Gunnhildur heldur áfram og segir það ótrúlegt en satt að „þetta reddast“ yfirleitt og að það sé ekki mjög algengt að fórnarlömb nauðgana séu send heim frá neyðarmóttöku vegna læknaskorts. Gunnhildur segir að best væri að læknir væri alltaf á vakt, allan sólarhringinn, til að taka á móti fórnarlömbum. Sýni geta jú glatast og allar svona tafir geta haft skelfilegar afleiðingar fyrir einstakling sem nýbúið er að nauðga. Viðkomandi geta fallist hendur og hún eða hann hreinlega hætt við að klára rannsókn. Eyrún Jónsdóttir er hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri neyðarmóttökunnar. Hún tekur undir með Gunnhildi og segir að þetta geti verið erfitt fyrir þolendur, að vera sendir heim vegna læknaskorts, en læknarnir sem sinna þessu starfi starfa víst ekki innan spítalans heldur „á sínum stofum úti í bæ. Þeir eru með fullbókaða dagskrá hjá sér alla daga því það er ekki vitað hvenær svona mál koma inn.“ En hér er auðvitað hvorki við Eyrúnu að sakast né Gunnhildi eða læknana heldur þetta kerfi sem við búum við. Við búum við kerfi sem sleppir nauðgurum. Að meðaltali kemur rúmlega eitt kynferðisbrotamál á dag inn á borð lögreglu. Allt árið um kring. Þetta eru um fjögur hundruð og fimmtíu mál á ári samkvæmt úttekt Fréttablaðsins á sínum tíma. Aðeins er ákært í rúmlega tuttugu af þessum málum (að meðaltali). Varla fjórtán af þeim málum sem enda með ákæru enda með sakfellingu fyrir dómstólum. Sönnunarbyrðin er erfið og oft er þetta orð gegn orði og svo framvegis. Eða svo er okkur sagt. En er ekki bara miklu líklegra að þetta sé alls ekki svona einfalt og að frétt Fréttablaðsins í dag varpi ljósi á stóra vandamálið? Sem er einfaldlega að við tökum þessi mál ekki nógu alvarlega. Það kemur fyrir að fórnarlömbum nauðgana er hreinlega vísað frá og þau beðin um að koma aftur síðar þegar náðst hefur í lækni til að sinna þeim. Nú vitum við í augnablikinu ekki hver fer með dómsmálin í landinu en við vitum hver er heilbrigðisráðherra og hann ætti að kippa þessu í liðinn. Strax. Þetta reddast ekki nema við lögum það.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun