Hitinn og magnið kemur á óvart Haraldur Guðmundsson skrifar 16. júlí 2014 09:00 Vatnið úr sprungunni skapar mikinn hita og raka í göngunum. Vísir/Auðunn „Það kemur okkur á óvart hversu mikið magn af þetta heitu vatni hefur komið úr sprungunni í göngunum og hversu samfellt rennslið hefur verið,“ segir Ágúst Guðmundsson, jarðfræðingur og eigandi Jarðfræðistofunnar ehf. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær skoða verktakar í Vaðlaheiðargöngum að hætta gangagerð í Eyjafirði og flytja mannskap og tæki yfir í Fnjóskadal þar sem hinn endi ganganna verður. Ástæðan er að ekki hefur tekist að loka heitavatnssprungunni sem opnaðist í göngunum um miðjan febrúar og dælir út 200 lítrum af 46 gráðu heitu vatni á sekúndu. Vatnið veldur því að hitastigið í göngunum er milli 28 og 30 gráður og starfsmenn þar eiga erfitt með að vinna fullan vinnudag vegna hitans.Fyrirtæki Ágústs sá um gerð jarðfræðirannsókna sem farið var í við undirbúning framkvæmdanna. Í skýrslu um niðurstöður þeirra segir að búast megi við að sprungur með heitu vatni finnist í göngunum. Vatnsflæðið verði þá talið í fáeinum lítrum eða nokkrum tugum lítra á sekúndu. „Magnið sem verktakarnir sjá núna þýðir að aðfærsluæðarnar eru að leiða vatnið um langan veg og líklega innan frá hálendinu,“ segir Ágúst. Hann segir að verktakar í göngunum geti lent á köldum vatnsæðum með kraftmiklu rennsli. „Þeir gætu átt von á nokkrum æðum með köldu vatni í svipuðu magni og rennur nú úr göngunum.“ Í skýrslunni sé einnig bent á að mikinn jarðhita megi finna á nokkrum svæðum í Eyjafirði og Fnjóskadal. „Það er til dæmis mjög mikill jarðhiti innar í Fnjóskadalnum við bæinn Reyki og á svæði í botni Eyjafjarðar.“ Tengdar fréttir Slys í Vaðlaheiðargöngum Maður slasaðist er hann fékk steypu yfir sig í Vaðlaheiðargöngum við Akureyri síðdegis. Sjúkrabíll var kallaður á staðinn en samkvæmt heimildum Vísis er maðurinn ekki alvarlega slasaður. 14. júlí 2014 17:23 Gætu þurft að flýja hitann í Vaðlaheiðargöngum Ekki hefur tekist að loka heitavatnssprungunni sem opnaðist í Vaðlaheiðargöngum í febrúar. Skoða að hætta gangagerð í Eyjafirði og flytja mannskap og tæki yfir í Fnjóskadal. Starfsmennirnir geta ekki unnið fullan vinnudag vegna hitans. 15. júlí 2014 07:00 Gangagerðarmenn flýja heita vatnið Stríður straumur af heitu vatni í Vaðlaheiðargöngum bendir til að gjöful heitavatnsæð sé á svæðinu. Forstjóri Norðurorku segir þetta hafa komið mönnum á óvart og gera þurfi rannsóknir í kring um göngin. Ákveðið að hefja borun Fnjóskadalsmeginn á meðan vatnsflaumurinn er stöðvaður Eyjafjarðarmegin. 15. júlí 2014 20:24 Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
„Það kemur okkur á óvart hversu mikið magn af þetta heitu vatni hefur komið úr sprungunni í göngunum og hversu samfellt rennslið hefur verið,“ segir Ágúst Guðmundsson, jarðfræðingur og eigandi Jarðfræðistofunnar ehf. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær skoða verktakar í Vaðlaheiðargöngum að hætta gangagerð í Eyjafirði og flytja mannskap og tæki yfir í Fnjóskadal þar sem hinn endi ganganna verður. Ástæðan er að ekki hefur tekist að loka heitavatnssprungunni sem opnaðist í göngunum um miðjan febrúar og dælir út 200 lítrum af 46 gráðu heitu vatni á sekúndu. Vatnið veldur því að hitastigið í göngunum er milli 28 og 30 gráður og starfsmenn þar eiga erfitt með að vinna fullan vinnudag vegna hitans.Fyrirtæki Ágústs sá um gerð jarðfræðirannsókna sem farið var í við undirbúning framkvæmdanna. Í skýrslu um niðurstöður þeirra segir að búast megi við að sprungur með heitu vatni finnist í göngunum. Vatnsflæðið verði þá talið í fáeinum lítrum eða nokkrum tugum lítra á sekúndu. „Magnið sem verktakarnir sjá núna þýðir að aðfærsluæðarnar eru að leiða vatnið um langan veg og líklega innan frá hálendinu,“ segir Ágúst. Hann segir að verktakar í göngunum geti lent á köldum vatnsæðum með kraftmiklu rennsli. „Þeir gætu átt von á nokkrum æðum með köldu vatni í svipuðu magni og rennur nú úr göngunum.“ Í skýrslunni sé einnig bent á að mikinn jarðhita megi finna á nokkrum svæðum í Eyjafirði og Fnjóskadal. „Það er til dæmis mjög mikill jarðhiti innar í Fnjóskadalnum við bæinn Reyki og á svæði í botni Eyjafjarðar.“
Tengdar fréttir Slys í Vaðlaheiðargöngum Maður slasaðist er hann fékk steypu yfir sig í Vaðlaheiðargöngum við Akureyri síðdegis. Sjúkrabíll var kallaður á staðinn en samkvæmt heimildum Vísis er maðurinn ekki alvarlega slasaður. 14. júlí 2014 17:23 Gætu þurft að flýja hitann í Vaðlaheiðargöngum Ekki hefur tekist að loka heitavatnssprungunni sem opnaðist í Vaðlaheiðargöngum í febrúar. Skoða að hætta gangagerð í Eyjafirði og flytja mannskap og tæki yfir í Fnjóskadal. Starfsmennirnir geta ekki unnið fullan vinnudag vegna hitans. 15. júlí 2014 07:00 Gangagerðarmenn flýja heita vatnið Stríður straumur af heitu vatni í Vaðlaheiðargöngum bendir til að gjöful heitavatnsæð sé á svæðinu. Forstjóri Norðurorku segir þetta hafa komið mönnum á óvart og gera þurfi rannsóknir í kring um göngin. Ákveðið að hefja borun Fnjóskadalsmeginn á meðan vatnsflaumurinn er stöðvaður Eyjafjarðarmegin. 15. júlí 2014 20:24 Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Slys í Vaðlaheiðargöngum Maður slasaðist er hann fékk steypu yfir sig í Vaðlaheiðargöngum við Akureyri síðdegis. Sjúkrabíll var kallaður á staðinn en samkvæmt heimildum Vísis er maðurinn ekki alvarlega slasaður. 14. júlí 2014 17:23
Gætu þurft að flýja hitann í Vaðlaheiðargöngum Ekki hefur tekist að loka heitavatnssprungunni sem opnaðist í Vaðlaheiðargöngum í febrúar. Skoða að hætta gangagerð í Eyjafirði og flytja mannskap og tæki yfir í Fnjóskadal. Starfsmennirnir geta ekki unnið fullan vinnudag vegna hitans. 15. júlí 2014 07:00
Gangagerðarmenn flýja heita vatnið Stríður straumur af heitu vatni í Vaðlaheiðargöngum bendir til að gjöful heitavatnsæð sé á svæðinu. Forstjóri Norðurorku segir þetta hafa komið mönnum á óvart og gera þurfi rannsóknir í kring um göngin. Ákveðið að hefja borun Fnjóskadalsmeginn á meðan vatnsflaumurinn er stöðvaður Eyjafjarðarmegin. 15. júlí 2014 20:24